Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025
2106179
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlun
2.Kvennaathvarfið - rekstrarstyrkur fyrir árið 2022
2110095
Beiðni Samtaka um Kvennaathvarf um rekstrarstyrk vegna ársins 2022.
Bæjarráð, að höfðu samráði við velferðar- og mannréttindaráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 450.000 til kvennnaathvarfsins vegna ársins 2022.
Styrkveitingin verður greidd út á næsta ári samkvæmt framlögðum reikningi.
Samþykkt 3:0
Styrkveitingin verður greidd út á næsta ári samkvæmt framlögðum reikningi.
Samþykkt 3:0
3.Sigurfari - siglingarfélag Akraness
1906113
Skóla- og frístundaráð fagnar því hvað félagið hefur stækkað og eflst. Ráðið leggur til að hugað verði að framtíðarskipulagi á húsnæði fyrir félagið. Skóla- og frístundaráð vísar því erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2022.
Bæjarráð þakkar erindið.
Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjárveitingu til félagsins vegna mögulegrar uppbyggingar á aðstöðu Siglingaklúbbsins en þakkar mikilvægt yfirlit um þarfir félagsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjárveitingu til félagsins vegna mögulegrar uppbyggingar á aðstöðu Siglingaklúbbsins en þakkar mikilvægt yfirlit um þarfir félagsins.
Samþykkt 3:0
4.Viðburðir 2021
2105198
Erindi menningar- og safnanefnar um viðbótarfjármagn til viðburðahalda á Akranesi.
Samþykkkt að veita viðbótarfjármagni að fjárhæð kr. 3.000.000 til kaupa á aðkeyptri vinnu og verður fjármagnið fært undir skrifstofu menningar- og safnamála 05020.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Þorrablót Skagamanna 2022
2110220
Beiðni árgangs "79 um að Akraneskaupstaður taki áfram þátt í vali á "Skagamanni ársins" sem og að leggja blótinu til endurgjaldslaus afnot á íþróttahúsinu á Vesturgötu.
Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í vali á Skagamanni ársins og að leggja skipuleggjendum til endurgjaldslaus afnot á íþróttahúsinu á Vesturgötu laugardaginn 22. janúar næstkomandi vegna Þorrablóts Skagamanna.
Bæjarráð áréttar sem fyrr að skipuleggjandi gæti að því fylgja gildandi áfengislöggjöf hvort sem það lýtur að þátttöku ungmenna á viðburðinum sjálfum eða við afgreiðslu veitinga til gesta. Einnig þarf að huga að sóttvörnum í samræmi við þá stöðu sem uppi kann að verða á umræddum tíma og haga gæslu í samræmi við það.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð áréttar sem fyrr að skipuleggjandi gæti að því fylgja gildandi áfengislöggjöf hvort sem það lýtur að þátttöku ungmenna á viðburðinum sjálfum eða við afgreiðslu veitinga til gesta. Einnig þarf að huga að sóttvörnum í samræmi við þá stöðu sem uppi kann að verða á umræddum tíma og haga gæslu í samræmi við það.
Samþykkt 3:0
6.Stafræn húsnæðisáætlun
2110174
Minnisblað um stafræna húsnæðisáætlun.
Lagt fram.
7.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
2110005
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsæðis á landsbyggðinni
Erindinu er vísað til bæjarstjórnarfundar sem fram fer 9. nóvember.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Ágóðagreiðsla EBÍ árið 2021
2110193
Tilkynning frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu til Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021.
Lagt fram
Fundi slitið - kl. 12:00.
Samþykkt 3:0