Fara í efni  

Bæjarráð

3480. fundur 09. desember 2021 kl. 08:15 - 13:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Stafræn húsnæðisáætlun 2022

2110174

Stafræn húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar 2022.
Kynning á tillögu sem er uppsett í húsnæðisáætlunarkerfi HMS.

Ella María Gunnarsdóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

Ella María Gunnarsdóttir víkur af fundi.

2.Fjárhagsáætlun Höfða 2021 - viðauki 2

2111154

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Höfða 2021.
Lagt fram.

Erindið verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs þann 16. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

3.Höfði - endurnýjun 1. áfangi

2112057

Niðurstöður útboða varðandi verkefnið ?Endurnýjun í 1. áfanga? á Höfða.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til að taka tilboði lægsbjóðanda sem felur í sér 41, m.kr. hækkun miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir viðbótarútgjöldum Akraneskaupstaðar sem af þessu hlýst, samtals að fjárhæð kr. 33,1 m.kr.,sem samkvæmt tímaáætlun verkefnisins er fyrihugað að ráðast í á árinu 2023.

Samþykkt 3:0

4.Löggæslumál á Akranesi

2111191

Löggæslumál á Vesturlandi, breyting á vaktakerfi.
Bæjarráð óskar eftir að eiga fund með lögreglustjóranum á Vesturlandi, Gunnar Erni Jónssyni, sem skipaður var í embættið í apríl síðastliðnum. Markmið væntanlegs fundar er m.a. að fá upplýsingar um vaktafyrirkomulag í kjölfar nýlegra breytinga á kjarasamningum opinberra starfsmanna sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar og kallar á aukinn mannafla og fjárveitingar til að unnt sé að halda uppi fullnægjandi þjónustu og viðhalda sólarhringsvakt í löggæsluumdæminu sem að mati bæjarráðs er afar mikilvægt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða lögreglustjóranum á næsta fund ráðsins sem verður þann 16. desember næstkomandi. Bæjarráð óskar jafnframt eftir upplýsingum um mat lögreglustjóra á mannaflaþörf í umdæminu, fyrirkomulag löggæslu á Akranesi og yfirlit yfir fjölda stöðugilda og um önnur þau atriði sem máli skipta í þessari mikilvægu þjónustu sem bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ávallt staðið vörð um og ítrekað ályktað um á undanförnum árum.

Samþykkt 3:0

5.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA.
Afgreiðsla á fjárhæðum vegna ársins 2022.

RÓ víkur af fundi undir liðum nr. 5 og nr. 6 og óA kemur inn á fundinn í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir að heildarframlag til ÍA árið 2022 verði kr. 45,0 m.kr. í stað 39,6 m.kr. framlags í núverandi samningi en framlagið var 20,0 m.kr. á árinu 2019. Þetta framlag kemur til viðbótar við “Tómstundaframlag" til að auðvelda þátttöku barna og ungmenna í félags- og íþróttastarfi og til stuðnings fjölskyldum á Akranesi en er greitt til íþrótta- og frístundafélaga.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að framlag ársins 2022 verði verðbætt samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar fyrir hvert ár til og með ársins 2026 og í samræmi við fjölgun íbúa á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur því fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026. Útreikningar framlagsins skal miðuð við vísitölu janúarmánaðar ár hvert.
Bæjarráð samþykkir að ganga frá samkomulagi við ÍA þar sem Akraneskaupstaður tekur yfir rekstur líkamsræktarsalar og eignarhald ÍA á þeirra hlut í mannvirkjum á Jaðarsbökkum. Árlegt framlag til ÍA vegna þessa skal vera 15 milljónir króna á ári og tekur hækkunum samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi til fimm ára um framangreint og koma með til bæjaráðs á ný til samþykktar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar erindinu til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

6.Keilufélag Akraness - rekstrarsamningur

2007099

Rekstrarsamningur Akraneskaupstaðar og Keilufélags Akraness.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs sem verður þann 16. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á ný.

7.Styrkur til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks - fjárhagsáætlun 2022

2112038

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í ágúst 2021 reglur Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks. Samþykkt var að reglurnar tækju gildi frá 1. janúar 2022 og fjárhagslegar skuldbindingar vegna þeirra öðlast ekki gildi fyrr en eftir afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2022. Ákvörðun um styrkupphæð til úthlutunar fyrir árið 2022 var vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Velferðar- og mannréttindaráð tók málið, Styrkur til náms- og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks ? fjárhagsáætlun 2022, fyrir á 169. fundi sínum þann 7. desember 2021. Bókun ráðsins var eftirfarandi: Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að heildarupphæð til úthlutunar fyrir fjárhagsárið 2022 verði kr. 1.000.000. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Fjármunum verður ráðstafað innan fjárhagsáætlunar af liðnum 20830-4995 sem lækkar um samsvarandi fjárhæð.

Samþykkt 3:0

8.Tónlistarskólinn - endurskoðun hagræðingarkröfu

2111158

Erindi skólastjóra Tónlistarskólans um að fallið verði frá hagræðingarkröfu sem útfærð var vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárheimild til Tónlistarskólans vegna ársins 2022 að fjárhæð 5,0 m.kr. sem færist á deild 04510. Frekari ákvörðun um þann hluta hagræðingarkröfunnar sem þá stendur eftir frá fjárhagsáætlunargerðinni 2019 vegna yfirstandandi rekstrarárs verður tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

Samþykkt 3:0

9.Gjaldskrá 2021 - eldri borgarar og öryrkjar

2111196

Erindi Andrésar Ólafssonar þar sem gerð er athugasemd við gjaldskrá eldri borgara og öryrkja
Bæjarráð samþykkir að aldraðir njóti 50% afsláttarkjara vegna aðgangs í sundlaug og í ræktina.

Bæjarráð samþykkir að örykjar, njóti 50% afsláttarkjara vegna aðgangs í ræktina en greiði ekki aðgangseyri í sund.

Samþykkt 3:0

10.Höfði - fjárhagsáætlun 2022 - 2025

2110153

Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar og dvalarheimilis fyrir árin árin 2022 - 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2022 og þriggja árá áætlun vegna tímabilsins 2022 til og með 2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

11.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2022-2025

2010230

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna tímabilsins 2022 - 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2022 og þriggja árá áætlun vegna tímabilsins 2022 til og með 2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

12.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022 - 2025.
Lokafundur fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar Akraness sem fram fer þriðjudaginn 14. desember 2021.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2023 til og með 2025 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00