Bæjarráð
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundarins samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.
1.Fjöliðjan - leigusamningur
2202071
Leigusamningur við Línuvélar ehf. um húsnæði fyrir Fjöliðjuna að Smiðjuvöllum 28 til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning til þriggja ára vegna starfsemis Fjöliðjjunar vegna tímabilsins 1. maí 2022 til og með 28. febrúar 2025 og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og undirritun samningsins.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að fjárhæð kr. 5.865.200 vegna ráðstöfunarinnar sem mætt verður af liðnum 20830-4995 og fært á liðinn 02240-4420. Um virðisaukaskattskylda leigu húsnæðis er að ræða sem gert er ráð fyrir að fáist endurgreidd frá ríkisskattstjóra vegna virðisaukaskattskyldrar starfsemi Fjöliðjunnar.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 vegna framangreinds og vísar honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að fjárhæð kr. 5.865.200 vegna ráðstöfunarinnar sem mætt verður af liðnum 20830-4995 og fært á liðinn 02240-4420. Um virðisaukaskattskylda leigu húsnæðis er að ræða sem gert er ráð fyrir að fáist endurgreidd frá ríkisskattstjóra vegna virðisaukaskattskyldrar starfsemi Fjöliðjunnar.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 vegna framangreinds og vísar honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 16:15.