Fara í efni  

Bæjarráð

3491. fundur 15. febrúar 2022 kl. 18:00 - 18:30 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Bæjarfulltrúinn Ólafur Adolfsson tekur þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkir fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri tekur einnig þátt í fundinum í fjarfundi.

1.Kraftlyftingar og hnefaleikar - leigusamningur

2202072

Vegna aðstæðna í kjallara íþróttahússins á Vesturgötu eru kraftlyftinga- og hnefaleikafélag Akraness á hrakhólum með æfingaaðstöðu og unnið hefur verið að lausn málsins.

Skóla- og frístundaráð samþykkti erindið á 184. fundi sínum og vísaði málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

RÓ víkur af fundir undir þessum dagskrárlið og ÓA tekur sæti í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni samtals að fjárhæð kr. 1.523.000 til leigu á rými til afnota fyrir kraftlyftinga- og hnefaleikafélög Akraness. Ráðstöfuninni er mætt af lið 20830-4995 og fært á liðinn 06890-4220.

Samþykkt 3:0

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

2.Fjöliðjan - bifreið vegna fjölgun starfsstöðva

2112130

Erindi sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasvið og forstöðumanns Fjöliðjunnar varðandi heimild til kaupa eða til leigu á bifreið með lyftu fyrir hjólastóla fyrir starfsemi Fjöliðjunnar en bifreiðarnar sem eru til staðar í dag anna ekki verkefnum og möguleg staðgengilsbifreið (með rampi en ekki lyftu) er ekki nýtanleg öllum þjónustuþegum þar sem sumir hjólastólarnir eru einfaldlega of þungir til að ýta upp hjólastólarampinn.
Bæjarráð þakkar fyrirliggjandi greiningu og samþykkir að ráðist verði í að leigja sérútbúna bifreið með lyftu fyrir hjólastóla fyrir starfsemi Fjöliðjunnar. Málið komi að nýju til bæjarráðs er fyrirliggur mögulegt leiguverð.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00