Fara í efni  

Bæjarráð

3493. fundur 10. mars 2022 kl. 08:45 - 12:15 á Garðavöllum
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2201046

175. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 7. mars 2022 ásamt fylgigögnum.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

71. mál til umsagnar - frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu).

349. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja)

51. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga).

78. mál til umsagnar - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts)
Lagt fram.

3.Mánaðaryfirlit 2022

2203037

Mánaðaryfirlit fyrir janúar 2022.

Kristjana Helga Ólafsdóttir, deildarstjóri fjármáladeildar situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 4.
Lagt fram.

4.Lífeyrisskuldbindingar 2021 - hækkun

2203059

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021.
Ólafur Adolfsson tekur þátt í fundinum sem gestur.
Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við að regluverk sem breytir forsendum varðandi útreikning lífeyrisskuldbindinga og um leið forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga komi fram svo seint sem raunin er nú. Þann 22. desember síðastliðinn staðfesti fjármála- og efnahagsráðherra tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndri eftirlifendatöflu og framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu sem hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum og áætluð áhrif af þessari breytingu eru metin sem hækkun lífeyrisskuldbindinga um 5%.

Mikilvægt er að veita sveitarfélögum sérstaka heimild til að gjaldfæra kostnað vegna þessarar hækkunar lífeyrisskuldbindinga á rekstrarárið 2021.

Bæjarráð tekur heilshugar undir gagnrýni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar síðastliðnum á vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ítrekar mikilvægi þess að allar stjórnvaldsákvarðanir ríkisins sem hafa áhrif á fjármál sveitarfélaga séu innleiddar með góðum fyrirvara og kynntar sveitarfélögum.

Þá brýnir bæjarráð Samband íslenskra sveitarfélaga til að standa vörð um einstaka efnisþætti samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga frá árinu 2016, um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða. Einungis einum þætti þess samkomulags, Uppgjöri skuldbindinga hjúkrunarheimila á daggjöldum, í það minnsta hvað Akraneskaupstað varðar vegna Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis, lauk með formlegum samningi sem gerður var um mitt ár 2018. Samband íslenskra sveitarfélaga er jafnframt minnt á að með samkomulagi sveitarfélaganna um fjárhagslegt uppgjör vegna lífeyrisskuldbindinga vegna hjúkrunarheimila, var gerð sérstök bókun um að fimm árum eftir staðfestingu samkomulags skyldi fara fram sérstök greining á því hvort tryggingafræðilegar forsendur samkomulagsins hafi staðist. Sú endurskoðun skal, miðað við tímafresti samkomulagsins, fara fram á árinu 2022 og Akraneskaupstaður væntir þess að nú þegar sé undirbúningur vegna þessa í fullum gangi af hálfu Sambandsins en Akraneskaupstaður hefur reglulega minnt á mikilvægi þess sem og tilvitnuð tímamörk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að koma ábendingum og athugasemdum Akraneskaupstaðar á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir og Ólafur Adolfsson víkja af fundi.

5.Sementsreitur útboð á byggingarrétti 2021

2112025

Tilboð vegna útboðs á byggingarrétti vegna uppbyggingar á Sementsreit voru opnuð þann 13. desember síðastliðinn. Fastefli ehf. var með hagstæðasta tilboðið. Frá þeim tíma hefur átt sér stað könnun á uppfyllingu lögaðilans á kröfum samkvæmt útboðinu (fjárhagslegt hæfi o.fl.).
Bæjarráð telur að tilboðsgjafi Fastefli ehf. hafi lagt fram fullnægjandi gögn sem krafist var samkvæmt útboði þann 13. desember síðastliðinn.

Fyrir liggja eftirfarandi upplýsingar frá bjóðanda sbr. einnig skilmála útboðsins:
- Viljayfirlýsing um staðgreiðslu tilboðsgjafa á byggingarréttargjaldi á C og D reit og staðfesting banka um fjármögnun vegna þess.
- Greiðsla samtals að fjárhæð kr. 788.562.445, þar af kr. 219.101.677 fyrir C reit og kr. 569.460.768 fyrir D reit. Fjárhæðin kemur öll til greiðslu þann 18. mars 2022 og er núvirt.
- Staðfesting banka á fjármögnun C reits (lánsloforð).
- Viljayfirlýsing banka um fjármögnun vegna uppbyggingar á C og D reit.
- Gert er ráð fyrir að staðfesting banka á fjármögnun D reits, verði lögð fram fyrir 1. desember 2022. Gangi það ekki eftir fellur úthlutun D reitar niður og úthlutunarréttur gengur tilbaka til Akraneskaupstaðar.
- Framkvæmdir á D reit geta ekki hafist fyrr en fjármögnun liggur fyrir.
- Ársreikningur tilboðsgjafa 2021.
- Yfirlýsing um hæfi tilboðsgjafa sbr. 31. gr. innkaupareglna Akraneskaupstaðar.
- Yfirlýsing tilboðsgjafa varðandi skil á greiðslum í lífeyrissjóði.
- Yfirlýsing um reynslu og umfang tilboðsgjafa af byggingu íbúðarhúsnæðis.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá formlegum samningi við Fastefli ehf. um uppbygginguna og felur bæjarstjóra að undirrita samninga og e.a. aðra löggerninga þessu tengt.

Samþykkt 3:0

6.Niðurrif eigna í eigu Akraneskaupstaðar.

2202110

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fjárfestingaráætlun 2022, verði uppfærð m.t.t. þess að hús við Suðurgötu 108, Suðurgötu 124, Dalbraut 8 og Dalbraut 10 verði rifinn.

Sigurður Páll Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 7 og nr. 8
Bæjarráð samþykkir niðurrif mannvirkja á Suðurgötu 108, 124, Dalbraut 8 og Dalbraut 10 og að fjárfestingaráætlun verði breytt til samræmis við fjárhagsleg áhrif þessa.

Málið komi að nýju til samþykktar hvað fjárfestingaráætlunina varðar á næsta fund bæjarráðs sem verður þann 24. mars næstkomandi.

Samþykkt 3:0

7.Uppkaupasjóður

2102047

Tillögur að reglum fyrir uppkaupasjóð Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi drög að reglum verði lagðar fyrir bæjarráð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

8.Lækjarflói 5 - umsókn um byggingarlóð

2010109

Lóðarhafi lækjarflóa 5 óskar eftir greiðslufresti á síðari hluta gatnagerðargjalda vegna þeirra lóða sem hann hefur fengið úthlutað í Flóahverfi (Lækjarflói 5, Lækjarflói 7 og Nesflói 2).

Lóðarhafi hefur þegar greitt staðfestingargjaldið (50% áætlun) vegna úthlutunarinnar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða í Flóahverfi.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

9.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2021

2111219

Afgreiðsla umsóknar Hestamannafélagsins Dreyra um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

10.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Stýrihópurinn vill vekja athygli bæjarráðs á að sú tímasetning, 2. apríl 2022, sem kemur fram í erindisbréf um starfstíma og skil stýrihóps er frá því drög að erindisbréfi voru upphaflega gerð.

Samkvæmt erindisbréfi er gert ráð fyrir að stýrihópur eigi að skila tillögum að uppbyggingu og hönnun fyrir þennan tíma. Þessi tími er of skammur til að hægt sé vinna öll þau verkefni sem framkvæma þarf og þarfnast því þessi dagsetning endurskoðunar.
Bæjarráð samþykkir að breyta tímasetningu erindisbréfs varðandi skil á tillögum að uppbyggingu og hönnun til 2. ágúst næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00