Fara í efni  

Bæjarráð

3495. fundur 24. mars 2022 kl. 08:15 - 13:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - menningar- og safnanefnd

2201006

104. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 16. mars 2022.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

57. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald).

415. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025.

416. mál til umsagnar - frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.).
Lagt fram.

3.Að vestan - þáttur á N4

2203084

Þátttaka í þættinum Að vestan sem er á dagskrá á sjónvarpsstöðinni N4. Þáttakan kostar sem fyrr kr. 500.000.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu samtals að fjárhæð kr. 500.000 til þáttagerðar sjónvarpstöðvarinnar N4 vegna þáttarins Að vestan. Ráðstöfuninni er mætt innan fjárhagsáætlunar af deildinni 20830-4980 og er færður á deildina 21020-5948.

Samþykkt 3:0

4.Markaðsherferð Akraneskaupstaðar - það er stutt

2201151

Markaðsherferð Akraneskaupstaðar: "Það er stutt" er tilbúin til að verða hleypt af stokkunum.



Samtalið tekið á bæjarráðsfundinum um næstu skref.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt 3:0

5.Úttekt á rekstri og fjárhag

2112123

Taka þarf ákvörðun um næsta fasa verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna málið áfram og koma með tillögur um markmiðasetningu í fjármálastjórnun Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

6.Slökkvilið - bíla- og tækjakaup

2201149

Eitt tilboð barst í verkið frá Ólafi Gíslasyni & Co, um 92 millj.kr. Kostnaðaráætlun var kr. 70 millj.kr.

Samþykki Hvalfjarðarsveitar liggur fyrir sbr. afgreiðslu sveitastjórnar þann 22. mars síðastliðinn.
Bæjarráð samþykkir kaup á dælubíl samkvæmt fyrirliggjandi tilboði frá Ólafi Gíslasyni % co hf. að fjárhæð um 92 m.kr.

Bæjarráð leggur áherslu á að bíllinn komist sem fyrst í rekstur sem gæti orðið á árinu 2023 en takist það ekki er kostur á að afhending og greiðsla verði í janúar 2024.

Málið komi að nýju til ákvörðunar er endanleg útfærsla þessa liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að kostnaðarskipting á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði samkvæmt gildandi samstarfssamningi sveitarfélaganna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

7.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnframlag 2020 - Asparskógar 3

2005140

Umsókn Bjargs leigufélags hses. um hækkun stofnframlags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á almennum íbúðum samkvæmt lögum nr. 52/2016 að Asparskógum nr. 3 á Akranesi.
Vegna hækkunar byggingarkostnaðar hefur Bjarg íbúðafélag hses. uppfært sent inn uppfærða umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um hækkun stofnframlags sem nemur 161 m.kr. og heildarstofnvirði yrði þá 828 m.kr. í stað 667 m.kr.

Bæjarráð samþykkir hækkun stofnframlags Akraneskaupstaðar sem þessu nemur en hlutdeild Akraneskaupstaðar í aukningunni er samtals um 19,4 m.kr. (12%) og ríkisins um 29,0 m.kr. (18%).

Samþykki bæjarráðs er veitt með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins og gerð er krafa um fulla endurgreiðslu stofnframlagsins til Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

Málið kemur að nýju til afgreiðslu hjá bæjarráði er niðurstaða HMS liggur fyrir og tilefni verður til gerðar formlegs viðauka vegna viðbótarfjármagns Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 2:0 RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

8.Lækjarflói 22 - umsókn um byggingarlóð og frestun gatnagerðargjalda

2203150

Umsókn Merkjaklappar ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 22.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnarinnar til umsækjanda sem og umbeðin greiðslufrest sem er í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Flóahverfi sem tilheyra grænum iðngörðum.

Samþykkt 3:0

9.Gatnagerðargjald - gjaldskrá 2022

2201198

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá er varða Sementsreit og Dalbrautarreit verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

10.Minkaveiði á Akranesi - samningur

2202086

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning en gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins.

Samþykkt 3:0

11.Samstarf ríkis og sveitarfélaga um sumarstörf

2203196

Greinargerð frá mannauðsstjóra vegna mögulegra sumarafleysinga hjá Akraneskaupstað.
Undanfarin tvö ár hefur ríkið verið með sérstakar stuðningsaðgerðir vegna COVID-19 áhrifa á vinnumarkaðinn (atvinnuátak) og greitt hluta launagreiðsla vegna viðbótarráðninga sumarafleysingafólks hjá opinberum stofnunum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Nú liggur fyrir að þær aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi og sambærilegt átak af hendi ríkisins verður ekki í ár.

Bæjarráð telur að miðað við stöðu á vinnumarkaði nú sé ekki sérstakt tilefni til ráðningarátaks af hálfu opinberra aðila.

Samþykkt 3:0

12.Móttaka flóttafólks

2203074

Á 177. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 15. mars 2022 var tekið fyrir mál Móttaka flóttafólks. Erindi hafði borist frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um þátttöku sveitarfélaga í því brýna verkefni að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hafði tekið málið fyrir á fundi sínum 8. mars 2022 lýst sig reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Sameiginleg bókun skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs vegna málsins var eftirfarandi: Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um mikilvægi þess að taka þátt í því brýna verkefni að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Ráðið leggur til við bæjarráð að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs verði falið að undirbúa móttöku flóttafólksins. Sviðsstjórar V&M og S&F leggja fram aðgerðaráætlun fyrir ráð viðkomandi sviða og bæjarráð.



Velferðar- og mannréttindaráð og skóla- og frístundaráð, sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasvið, og félagsmálastjóri sitja fundinn undir þessum dagskrárlið
Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur ráðningar málastjóra vegna verkefnisins en að starfshlutfall viðkomandi verði í samræmi við umfang verkefnisins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

13.Fjöliðjan - bifreið vegna fjölgunar starfsstöðva

2112130

Erindi sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasvið og forstöðumanns Fjöliðjunnar varðandi heimild til kaupa eða til leigu á bifreið með lyftu fyrir hjólastóla fyrir starfsemi Fjöliðjunnar var tekið fyrir á 3491. fundi bæjarráðs þann 15. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkti að ráðist yrði í að kannað yrði með leigu á sérútbúinni bifreið með lyftu fyrir hjólastóla fyrir starfsemi Fjöliðjunnar. Málið yrði kynnt að nýju fyrir bæjarráði þegar mögulegt leiguverð lægi fyrir.





Leitað hefur verið eftir upplýsingum hjá leigufélögum um leigu á sérútbúinni bifreið en slík bifreið er ekki til og tæki það einhverja mánuði að útbúa slíka bifreið. Á söluskrá er sérútbúin bifreið sem stenst allar kröfur og þarfir fyrir starfsemi Fjöliðjunnar í dag. Kostnaður við bifreiðina er kr. 6.800.000. Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að festa kaup á bifreiðinni fyrir starfsemi Fjöliðjunnar.



Velferðar- og mannréttindaráð og sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir kaup á bifreið fyrir starfsemi Fjöliðjunnar samtals að fjárhæð 6,8 m.kr. en leiga á slíkum bíl er ekki möguleg þar sem engin slík er til í landinu og tekur að lágmarki 6 mánuði að fá erlendis frá og fyrirséð að kostnaður yrði þá mikið mun hærri.

Útgjöldunum er mætt með tilfærslu milli fjárfestingaliða í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2022.

Samþykkt 3:0

14.Aggapallur - framkvæmdir

2203200

Kaup Akraneskaupstaðar á húsi á Aggapalli.

Samantekt Haraldar Sturlaugssonar á framkvæmdum við Aggapall.
Bæjarráð samþykkir kaup á húsinu við Aggapall samtals að fjárhæð kr. 3,5 m.kr. og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en mannvirkið í heild (Aggapallur) hefur verið nýtt í þágu margs konar starfsemi Akraneskaupstaðar, til menningartengdra viðburða og af KFÍA allt frá árinu 2011 er framkvæmdum lauk og það tekið í notkun.
Stefnt er að áframhaldandi nýtingu mannvirkisins í þágu starfsemi Akraneskaupstaðar og íþróttahreyfingarinnar en húsið er víkjandi á skipulagi vegna hugmynda um frekari uppbyggingu á Langasandsreitnum.

Ráðstöfuninni er mætt með tilfærslu milli fjárfestingaliða í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2022.

Samþykkt 3:0

15.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

2110060

Erindi Dreyra um styrk til greiðslu fasteignagjalda ársins 2021
RÓ víkur af undir undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 2:0

RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

Fundi slitið - kl. 13:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00