Bæjarráð
Dagskrá
1.Miðbæjarsamtökin Akratorg - umsókn um styrk
2210160
Erindi frá Miðbæjarsamtökunum Akratorgi þar sem óskað eftir styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000 frá Akraneskaupstað til að halda jólamarkað þrjár helgar í desember.
2.Íþróttahús við Vesturgötu - LED skjár
2210078
Skóla- og frístundaráð leggur til að óskir Körfuknattleiksfélags ÍA um kaup á LED skjá verði teknar til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að eiga fund vegna þessa með forsvarsmönnum Íþróttabandalagsins og Körfuknattsleiksfélags Akraness.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Íþróttamannvirki - tillaga að skipuriti
2210154
Tillaga að skipuriti fyrir íþróttamannvirkin.
Bæjarráð telur rétt að um málið verði fjallað í komandi stefnumótunarvinnu Akraneskaupstaðar en stýrihópur um verkefnið mun hittast í fyrsta sinn í næstu viku.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Íþróttamannvirki - fjárhagsáætlunargerð 2023
2210153
Áherslur forstöðumanns íþróttamannvirkja í tengslum við fjárhagsáætlun 2023 í samræmi við tillögur að nýju skipuriti.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við erindinu í heild sinni að svo stöddu sbr. afgreiðslu í máli nr. 3. Gert er ráð fyrir umfjöllun bæjarráðs um tiltekin þátt skipuritsins á næsta fundi ráðsins sem verður næstkomandi fimmtudag.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026
2204124
Skóla- og frístundaráð fjallaði um erindi ÍA á fundi sínum þann 26. október 2022, sem varðar fjárhagsbeiðnir frá nokkrum aðildarfélögum ÍA: Hestamannafélaginu Dreyra, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Hnefaleikafélagi Akraness, Sundfélagi Akraness og Siglingaklúbbnum Sigurfara, og vísaði erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga fund með forsvarsmönnum Íþróttabandalagsins vegna erindisins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
6.Erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA
2210176
Skóla- og frístundaráð tók erindi KFÍA, sem varðar ósk KFÍA um viðræður við Akraneskaupstað um gerð samnings við Akraneskaupstað um rekstur á þeim mannvirkjum á Jaðarsbökkum sem tengjast starfsemi félagsins, á fundi sínum þann 26. október 2022 og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
LL víkur af fundi undir þessum lið.
LL víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga fund með forsvarsmönnum KFÍA vegna erindisins.
Samþykkt 2:0
LL tekur sæti á fundinum á ný.
Samþykkt 2:0
LL tekur sæti á fundinum á ný.
7.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun
2209178
Skóla- og frístundaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 26. október sl. og áætlar að taka málið áfram til umfjöllunar á næsta fund ráðsins og útfæra það nánar.
Ráðið óskar eftir að gert verði ráð fyrir tilteknum viðbótarkostnað í áætlun vegna málsins.
Ráðið óskar eftir að gert verði ráð fyrir tilteknum viðbótarkostnað í áætlun vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir tilteknum viðbótarkostnaði vegna fyrirhugaðra áforma um breytingu á reglunum.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Slökkvilið - samstarf og samrekstur Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar
2104206
Skipan í samstarfsnefnd Slökvviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Gert er ráð fyrir að skipan nefndarinnar sé þannig að auk slökkviliðsstjóra sé einn embættismaður frá hvoru sveitarfélagi um sig.
Gert er ráð fyrir að skipan nefndarinnar sé þannig að auk slökkviliðsstjóra sé einn embættismaður frá hvoru sveitarfélagi um sig.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Akraneskaupstaðar í samstarfsnefndinni verði Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
9.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026
2207107
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar. Lokafundur bæjarráðs er nk. fimmtudag þar sem fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn þriðjudaginn 8. nóvember nk.
Bæjarfulltrúar sem sæti eiga í skipulags- og umhverfisráði, Guðmundur Ingþór Guðjónsson og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið en Valgarður L. Jónsson á sæti í bæjarráði..
Einnig sitja fundinn Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Kristjan Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa.
Bæjarfulltrúar sem sæti eiga í skipulags- og umhverfisráði, Guðmundur Ingþór Guðjónsson og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið en Valgarður L. Jónsson á sæti í bæjarráði..
Einnig sitja fundinn Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Kristjan Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa.
Bæjarráð samþykkir felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og undirbúning að framlagningu áætlunarinnar á lokafundi bæjarráðs um fjárhagsáætlunina sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag þann 4. nóvember kl. 08:15.
Samþykkt 3:0
Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Sædís Alexía Sigurmundsdóttr, Sigurður Páll Harðarson og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.
Samþykkt 3:0
Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Sædís Alexía Sigurmundsdóttr, Sigurður Páll Harðarson og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.
Fundi slitið - kl. 00:50.
Samþykkt 3:0