Fara í efni  

Bæjarráð

3518. fundur 24. nóvember 2022 kl. 08:15 - 14:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

46. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum.
Lagt fram.

2.Almenningssamgöngur - gjaldskrá (landsbyggðastrætó leið 57)

2209071

Halldór Jörgensen forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni kemur inn á fundinn kl. 08:30
Bæjarráð þakkar Halldóri fyrir komuna á fundinn.

Bæjarstjórn Akraness mótmælti harðlega með ályktun sinni þann 13. september sl. þeim gjaldskrárhækkunum sem urðu hjá landsbyggðarstrætó síðastliðið sumar en þær komu sérstaklega hart niður á reglulegum notendum strætisvagna á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð lýsir nú yfir miklum vonbrigðum með fyrirætlun um hækkun fargjalda stakra ferða hjá landsbyggðarstrætó sem áætlað er að taki gildi um áramótin.

Bæjarráð bendir sérstaklega á að verðhækkanir hjá Landsbyggðarstrætó eru í hróplegu ósamræmi við áherslur stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum og áherslur ríkisstjórnar Íslands á byggðaþróun og húsnæðisuppbyggingu í jaðri höfuðborgarsvæðisins.

Samþykkt 3:0

Halldór víkur af fundi.

3.Fjárhagsáætlun Höfða 2023 - 2026

2211018

Fjárhagsáætlun Höfða er á dagskrá til rýningar á milli umræðna.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri og Einar Brandsson formaður stjórnar Höfða sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Höfða fyrir komuna á fundinn og upplýsingagjöf vegna fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar Höfð en næsti stjórnarfundur verður næstkomandi mánudag þar sem fyrirhuguð er síðari umræða um fjárhagsáætlun Höfða.

Bæjarráð er sammála því mati framkvæmdastjóra og stjórnarformanns Höfða að fyrirhugaðar framkvæmdir við þak og útveggi (2. áfangi) séu framsettar með réttum hætti í fjárhagsáætlun heimilsins.

Samþykkt 3:0

Kjartan og Einar víkja af fundi.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026

2208072

Rýning á fjárfestinga- og framkvæmdáætlun vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 - 2026.

Svava Sverrisdóttir deildarstjóri reikningshalds- og greininga situr fundinn undir þessum lið sem og undir lið nr. 5.
Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa situr fundinn undir þessum lið sem og undir liðum nr. 5 til og með 7.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs þann 1. desember næstkomandi kl. 08:15 en einnig er fyrirhugaður vinnufundur allrar bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar næstkomandi þriðjudag kl. 18:30.

5.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Fjárhagsáætlun ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 til 2026.

Frekari rýning ýmissa þátta á milli umræðna.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs þann 1. desember næstkomandi kl. 08:15 en einnig er fyrirhugaður vinnufundur allrar bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar næstkomandi þriðjudag kl. 18:30.

Svava víkur af fundi.

6.Árshlutauppgjör 2022

2205065

Árshlutauppgjör jan. - sept. 2022.
Lagt fram.

7.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2202114

Sameiginlegur viðauki nr. 22.
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu heldur er tilfærsla á milli liða af þáttum sem teknir hafa verið fyrir á sviðsstjórafundum og í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 22 en um er að ræða samþykktar tilfærslur bæjarráðs á milli deilda af málaflokki 20, Óviss útgjöld, inn á einstaka deildir, samtals að fjárhæð kr. 5.052.000, og samþykktar tilfærslur bæjarstjóra á sviðsstjórafundum af sama málaflokki, samtals að fjárhæð kr. 792.000, inn á einstaka deildir.

Heimildir bæjarráðs byggja á sérstökum reglum um viðauka þar sem ráðið getur ráðstafað fjármunum allt að kr. 2.000.000 hverju sinni (einstök ráðstöfun) án þess að vísa beri ákvörðunni til samþykktar bæjarstjórnar með viðauka heldur skuli það gert ársfjórðungslega og þá teknar saman allar slíkar ákvarðanir í einn sameiginlega viðauka bæjarráðs.

Heimildir bæjarstjóra byggja á sérstökum reglum þar sem honum er heimilað að ráðstafa fjármunum allt að kr. 500.000 hverju sinni (einstök ráðstöfun) af deild 20830-4660 Tækjakaupasjóði, án þess að vísa beri ákvörðuninni til samþykkis bæjarráðs heldur skuli það gert ársfjórðungslega og þá teknar saman allar slíkar ákvörðunar í einn sameiginlega viðauka bæjarráðs.

Í meðfylgjandi bréfi er sundurliðun um framangreindar ákvarðanir þar sem tilteknar eru þær deildir sem fjármagnið er fært á.

Viðaukinn felur ekki í sér breytingu á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 22 og vísar honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegar ákvörðunartöku.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga víkur af fundi.

8.Byggðasafnið Görðum - prókúra

2211087

Prókúra á Byggðasafninu Görðum.
Bæjarráð, með vísan til 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samþykkir að veita Kristjönu Helgu Ólafsdóttur, deildarstjóra fjármála- og launa, prókúru á bankareikning(a) Byggðasafnsins en reikningagerð og skrifstofuhald Byggðasafnsins er alfarið á hendi fjármáladeildar Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

9.Akraneskirkja - málefni safnaðarins

2211151

Gylfi Þórðarson formaður safnaðarnefndar, Anna Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum safnaðarnefndar fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Gylfi Þórðarson, Anna Kristjánsdóttir og séra Þráinn víkja af fundi.

10.Hinsegin Vesturland 2022 - fræðslusamningur o.fl.

2202102

Ósk frá Hinsegin Vesturland um að gerður verði fræðslusamningur við samtökin.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að gera slíkan samning og vísar málinu til skóla- og frístundaráðs til úrvinnslu enda mikilvægt að málið hljóti viðeigandi málsmeðferð í skólasamfélaginu.

Samþykkt 3:0

11.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni vegna jólaúthlutunar 2022

2211107

Beiðni frá Mæðrastyrksnefnd um styrk vegna jólaúthutunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrinnslu málsins en gert er ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í áætlun ársins.

Samþykkt 3:0

12.Gatnagerðargjald - gjaldskrá 2022

2201198

Byggingarréttargjald og gatnagerðargjaldskrá.
Lagt fram.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

13.Bæjarskrifstofan - húsnæðismál

2211192

Minnisblað vegna húsnæðismála bæjarskrifstofunnar.
Lagt fram.

14.Húsnæðismál Akraneskaupstaðar - bæjarskrifstofunnar, Grundaskóla, Fjöliðju, Búkollu, Virk, Hver, dósamóttöku

2209070

Málið varðar fyrst og fremst húsnæðismál Búkollu og Fjöliðjunnar (dósamóttaka).
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00