Bæjarráð
Dagskrá
1.Höfði - ársreikningur 2023
2303218
Ársreikningur Höfða fyrir árið 2022
Lagt fram.
2.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa
2303215
Tillaga að erindisbréfi starfshóps um framtíðarþörf leikskólaplássa.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um framtíðarþörf leikskólaplássa hjá Akraneskaupstað.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn hefji störf eigi síðar en 12. apríl nk. og ljúki störfum þann 31. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að skipa Jónínu Margréti Sigmundsdóttur og Liv Aase Skarstad sem fulltrúa bæjarstjórnar í starfshópinn.
Samþykkt 3:0
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn hefji störf eigi síðar en 12. apríl nk. og ljúki störfum þann 31. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að skipa Jónínu Margréti Sigmundsdóttur og Liv Aase Skarstad sem fulltrúa bæjarstjórnar í starfshópinn.
Samþykkt 3:0
3.KFÍA - málefni
2211228
Erindi KFÍA um að félagið fái að njóta starfskrafta frá Vinnuskóla Akraneskaupstaðar (græna flokknun) næstkomandi sumar.
Vegna vinnumarkaðsátaks stjórnvalda í kjölfar Covid gat bæjarráð orðið við erindi KFÍA þessa efnis síðastliðin tvö ár en getur því miður ekki orðið við erindinu nú með sama hætti.
Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að skoða aðrar mögulegar lausnir og kynna fyrir ráðinu.
Samþykkt 3:0
Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að skoða aðrar mögulegar lausnir og kynna fyrir ráðinu.
Samþykkt 3:0
4.Viðburðastjóri vegna Írskra daga
2212091
Það er mat sviðsstjóra að umfang og eðli viðburðanna árið 2023 sé óbreytt frá fyrri árum og lagt til að viðburðarstjóri verði ráðinn sem verktaki til þess að annast skipulagningu og utanumhald írskra daga í samstarfi við nýjan verkefnastjóra menningarmála.
Að öðru leiti vísast til meðfylgjandi minnisblaðs.
Að öðru leiti vísast til meðfylgjandi minnisblaðs.
Með hliðsjón af því að nýr verkefnastjóri menningar- og safnamála, hefur störf síðar en upphaflegar áætlanir stóðu til, fellst bæjarráð á ráðningu sérstaks viðburðarstjóra vegna Írskra daga og tilfærslu fjármuna vegna þeirra útgjalda.
Bæjarráð felur sviðsstjórum fjármála- og þjónustusviðs og skóla- og frístundasviðs frekari útfærslu málsins innan gildandi fjárheimilda.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjórum fjármála- og þjónustusviðs og skóla- og frístundasviðs frekari útfærslu málsins innan gildandi fjárheimilda.
Samþykkt 3:0
5.Kirkjuhvoll - ósk um nýtingu á húsnæði
2303163
Erindi frá skólastjórnendum Brekkubæjarskóla um nýtingu á Kirkjuhvoli fyrir listgreinakennslu skólaárið 2023-2024
Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og fjármála- og þjónustusviðs frekari úrvinnslu málsins og kanna möguleika þess að nýting á Kirkjuhvoli geti orðið í samræmi við fyrirliggjandi óskir skólastjórnenda Brekkubæjarskóla.
Bæjarráð vísar þeim hluta erindisins er lítur að tímalínu framkvæmdanna í Brekkubæjarskóla vísað til frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisráðs.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar þeim hluta erindisins er lítur að tímalínu framkvæmdanna í Brekkubæjarskóla vísað til frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisráðs.
Samþykkt 3:0
6.Beiðni um kaup á uppþvottavél
2303168
Beiðni frá Brekkubæjarskóla um kaup á uppþvottavél.
Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi erindi Brekkubæjarskóla um kaup á uppþvottavél.
Fjármagni, samtals að fjárhæð kr. 875.000, verður ráðstafað af lið 20830-4660 og færður á deild 04220-4660.
Samþykkt 3:0
Fjármagni, samtals að fjárhæð kr. 875.000, verður ráðstafað af lið 20830-4660 og færður á deild 04220-4660.
Samþykkt 3:0
7.Vinnuskólinn 2023
2302211
Laun vinnuskólans.
Fyrir liggur kynning Jóns Arnars Sverrissonar garðyrkjustóra og Heiðrúnar Janusardóttir verkefnastjóra um launamál í vinnskólanum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að leggja til við bæjarráð að laun vinnuskólans verði hækkuð um 3,5%, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
Fyrir liggur kynning Jóns Arnars Sverrissonar garðyrkjustóra og Heiðrúnar Janusardóttir verkefnastjóra um launamál í vinnskólanum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að leggja til við bæjarráð að laun vinnuskólans verði hækkuð um 3,5%, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og umhverfisráðs.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Fyrirspurn félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um þjónustu við fatlað fólk í bæjarfélaginu
2301209
Mál er varðar fyrirspurn félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um stöðu búsetuúrræða og meðal biðtíma eftir félagslegu leiguhúsnæði þann 23.01.23 sl.
Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs og Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi sitja fundinn undir þessum dagrskrárlið.
Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs og Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi sitja fundinn undir þessum dagrskrárlið.
Bæjarráð þakkar fyrir góða yfirferð um stöðu búsetuúrræða og þjónustu Akraneskaupstaðar og upplýsingar þar að lútandi verða birtar á heimasíðu kaupstaðarins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
9.Brynja leigufélag - beiðni um stofnframlag vegna fjögurra íbúða 2023- 2024
2303125
Brynja Leigufélag sendi erindi dags. 1. mars sl. þar sem óskað er eftir stofnframlagi vegna uppbyggingar fjögurra íbúða á árunum 2023 og 2024.
Stofnvirði fjögurra íbúða er um 200 m. kr. og hlutur Akraneskaupstaðar væri því 24 m. kr.
Þann 22.03.2022 samþykkti bæjarstjórn Akraness stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju Leigufélags hses (Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar, með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins.
Er þá í raun um tvö stofnframlög að ræða, umfram fyrirliggjandi samþykkt bæjarstjórnar frá 22.03.2022, en samþykkt var á þeim tíma að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr.
Bókun ráðsins 21.03.23: Velferðar- og mannréttindaráð mælir með samþykkt allt að fjögurra stofnframlaga til Brynju Leigufélags á árinu 2023. Velferðar- og mannréttindaráð leggur einnig til að horft verði til þess að Brynja Leigufélag fái tvö stofnframlög á ári, frá og með 2024-2026. Málinu er vísað til frekari afgreiðslu hjá bæjarráði.
Stofnvirði fjögurra íbúða er um 200 m. kr. og hlutur Akraneskaupstaðar væri því 24 m. kr.
Þann 22.03.2022 samþykkti bæjarstjórn Akraness stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju Leigufélags hses (Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar, með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins.
Er þá í raun um tvö stofnframlög að ræða, umfram fyrirliggjandi samþykkt bæjarstjórnar frá 22.03.2022, en samþykkt var á þeim tíma að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr.
Bókun ráðsins 21.03.23: Velferðar- og mannréttindaráð mælir með samþykkt allt að fjögurra stofnframlaga til Brynju Leigufélags á árinu 2023. Velferðar- og mannréttindaráð leggur einnig til að horft verði til þess að Brynja Leigufélag fái tvö stofnframlög á ári, frá og með 2024-2026. Málinu er vísað til frekari afgreiðslu hjá bæjarráði.
Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.
10.Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúðakjarna 2023
2303217
Stofnframlagsumsókn í nafni leigufélags Brúar hses. vegna uppbyggingar á sex íbúðakjarna við Tjarnarskóga 15
Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.
11.XXXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. mars 2023
2301254
Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins
Lagt fram.
12.Hausthúsatorg - bensínstöð N1
2112034
Fulltrúar Akraneskaupstaðar og Festi hf. hafa átt í viðræðum undanfarið og leitað sameiginlegrar lausnar varðandi ósk félagsins um viðbótarfrest á lóðaskiptum til maí 2026.
Bæjarráð felur Sigurði Páli Harðarsyni, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, frekari úrvinnslu málsins.
13.Frístundamiðstöð golfskáli við Garðavöll
2302096
Úrvinnsla vegna samninga Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis um Frístundamiðstöðina við Garðavöll.
Bæjarráð fjallaði um samnninginn og erindi sem hafa borist vegna samningsins. Fyrirhugað er að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.
14.Breið-Þróunarfélag - sjálfseignarstofnun
2101279
Áframhaldandi samstarf um starfsemina til loka árs 2026.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Gert er ráð fyrir útgjöldum vegna ársins 2023 í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun en gera þarf ráð fyrir framhaldinu í áætlun vegna ársins 2024.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð fagnar því hversu vel hefur tekist til í starfsemi félagsins í Breið nýsköpunarsetri og sannfærð um áframhaldandi árangursríkt samstarf við Brim í verkefninu.
Gert er ráð fyrir útgjöldum vegna ársins 2023 í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun en gera þarf ráð fyrir framhaldinu í áætlun vegna ársins 2024.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð fagnar því hversu vel hefur tekist til í starfsemi félagsins í Breið nýsköpunarsetri og sannfærð um áframhaldandi árangursríkt samstarf við Brim í verkefninu.
Fundi slitið - kl. 12:00.