Bæjarráð
Dagskrá
1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - A hluti
2304082
Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi og Svava Sverrisdóttir deildarstjóri reikningshalds- og greininga situr fundinn undir liðum nr. 1 til með nr. 3.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi og Svava Sverrisdóttir deildarstjóri reikningshalds- og greininga situr fundinn undir liðum nr. 1 til með nr. 3.
2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - B-hluti
2304081
Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - B hluti
2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2. Gáma
2.3. Háhiti ehf.
2.4. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2. Gáma
2.3. Háhiti ehf.
2.4. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis vegna ársins 2022 verði samþykktir.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - samstæða
2304080
Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2022.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar 2022 með undirritun og leggur til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn verði samþykktur.
Samþykkt 3:0
Jóhann Þórðarson og Svava Sverrisdóttir víkja af fundi.
Samþykkt 3:0
Jóhann Þórðarson og Svava Sverrisdóttir víkja af fundi.
4.Ljósleiðarinn - hlutafjáraukning
2210165
Á hluthafafundi Ljósleiðarans þann 24. október 2022 var samþykkt tilaga um hlutafjáraukningu með fyrirvara um samþykki eigenda OR.
Með erindi dags. 24. október 2022 var farið þess á leið við eigendur OR að þeir staðfesti samþykkt hluthafafundarins.
Bæjarráð tók málið fyrir að nýju þann 13. mars sl. og afgreiðslu þess frestað.
Með erindi dags. 24. október 2022 var farið þess á leið við eigendur OR að þeir staðfesti samþykkt hluthafafundarins.
Bæjarráð tók málið fyrir að nýju þann 13. mars sl. og afgreiðslu þess frestað.
Bæjarráð fagnar þeim framfarahug sem birtist í framlagðri samþykkt hlutahafafundar Ljósleiðarans ehf. 24. október 2022 um aukningu hlutafjár til að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins enn frekar og efla þar með í senn samkeppnisstöðu Íslands, fjarskiptaöryggi landsins og öryggi fjarskipta í landinu. Íbúar Akraness voru á meðal þeirra alfyrstu á Íslandi til að njóta ljósleiðaratenginga til heimila sinna og þekkja því vel til þeirrar aukningar lífsgæða sem öflugar og traustar fjarskiptatengingar bera með sér.
Bæjarráð þakkar fyrir þær ítarlegu greiningar og gögn sem hafa verið lagðar fram til að undirbyggja ákvarðanir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur í þessu mikilvæga máli fyrir íslenskt samfélag.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. um allt að kr. 3.250.000.000,- að nafnverði (þrírmilljarðartvöhundruðogfimmtíumilljónirkróna), þ.e. 33,33% af heildarhlutafé félagsins, eða þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67% af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. og að heimildin falli niður 31. desember 2024 að því marki sem hún er þá enn ónýtt.
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð þakkar fyrir þær ítarlegu greiningar og gögn sem hafa verið lagðar fram til að undirbyggja ákvarðanir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur í þessu mikilvæga máli fyrir íslenskt samfélag.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. um allt að kr. 3.250.000.000,- að nafnverði (þrírmilljarðartvöhundruðogfimmtíumilljónirkróna), þ.e. 33,33% af heildarhlutafé félagsins, eða þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67% af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. og að heimildin falli niður 31. desember 2024 að því marki sem hún er þá enn ónýtt.
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 11:45.
Samþykkt 3:0