Fara í efni  

Bæjarráð

3532. fundur 27. apríl 2023 kl. 08:15 - 11:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir varamaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði - áformaskjal starfshóps

2304116

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á áformaskjali starfshóps á vegum innviðaráðherra varðandi óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.
Lagt fram.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - samstæða

2304080

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2022.



Vinna á milli umræðna og undirbúningur vegna fyrirhugaðs fundar með endurskoðendum Akraneskaupstaðar sem verður þann 8. maí nk. kl. 18:00.



Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa, Svava Sverrisdóttir, deildarstjóri reikningshalds- og greininga og Sigmundur Ámundason aðalbókari sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir frekari greiningum á tilteknum þáttum reikningsins svo sem aukningu launaútgjalda, annars rekstrarkostnaðar sem og mögulegum tekjupóstum. Jafnframt verður haldið áfram með rýningu fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar sbr. bókun bæjarráðs frá 13. apríl undir 4.dagskrárlið þess fundar.

Kristjana Helga, Svava og Sigmundur víkja af fundi.

3.Garðavellir - endurskoðun á samningi GL og AK 2023

2303201

Yfirferð um framkomnar athugasemdir frá GL og fulltrúa Akraneskaupstaðar.



Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 4 til og með 7.
Bæjarráð hyggst bjóða fulltrúum GL á næsta fund ráðsins sem verður þann 11. maí næstkomandi.

Samþykkt 3:0

4.KFÍA - rekstrarsamningur vegna Jaðarsbakkasvæðisins

2211228

Gengið var formlega frá samningum á milli Akraneskaupstaðar og KFÍA þann 30. mars sl. og miðað við að KFÍA tæki við umsjón og rekstri tiltekin hluta svæðisins þann 1. apríl sl.



Til umræðu á milli aðila hafa verið tiltekinn rekstrarliður sem lítur að umhirðu svæðisins og afla þurfti nánari skýringa á.



Daníel Sigurðsson Glad tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að samkomulagið verði virkjað samkvæmt efnisákvæðum þess enda hefur það í raun þegar tekið gildi sbr. afgreiðslu bæjarráðs frá 30. mars sl.

Daníel víkur af fundi.

5.KFÍA -Vinnuskólinn beiðni um sumarstarfsfólk

2304158

Erindi KFÍA um að fá sumarstarfsmenn Vinnuskólans (græni flokkurinn) til starfa hjá félaginu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu sbr. fyrri bókun ráðsins frá 30. mars sl. undir máli nr. 2211228 sbr. dagskrárlið nr. 3. þess fundar en vegna vinnumarkaðsátaks stjórnvalda í kjölfar Covid faraldursins gat bæjarráð orðið við erindinu sumrin 2021 og 2022.

Samþykkt 3:0

6.Kirkjuhvoll - ósk um nýtingu á húsnæði

2303163

Á fundi bæjarráðs þann 30. mars sl. var sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og fjármála- og þjónustusviðs falin frekari úrvinnslu málsins og kanna möguleika þess að nýting á Kirkjuhvoli geti orðið í samræmi við fyrirliggjandi óskir skólastjórnenda Brekkubæjarskóla.

Málið er enn til úrvinnslu en tryggja þarf m.a. að brunavarnir séu fullnægjandi ef skólastarf yrði inn í tilteknum rýmum húsnæðisins og jafnframt verið skoðað áfram hvort samnýting íþróttahreyfingar og skóla sé möguleg sbr. fyrirliggjandi nýtingu húsnæðsins.

Sviðsstjórum falið að vinna málið áfram.

Samþykkt 3:0

7.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun

2209178

Skóla- og frístundaráð samþykkti breytingar á fyrirliggjandi reglum um niðurgreiðslu barna hjá dagforeldrum á fundi sínum þann 5. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir breytinguna og vísar reglunum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

8.Ligthouse restaurant - rekstrarleyfi

2304090

Umsagnarbeiðni frá sýslumanni Vesturlands vegna umsóknar Light house Restaurant ehf. um leyfi til reksturs veitingastaðar að Kirkjubraut 8-10, 300 Akranesi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfisins að fullnægðum kröfum og skilyrðum slökkviliðsstjóra, byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, m.a. varðandi mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, hljóðvist o.fl.

Samþykkt 3:0

9.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stýrihópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar óskar eftir að fá framlengdan frest til að skila tillögum um heildarstefnu og forgangsraðaðri aðgerðaáætlun, en skilin skv erindisbréfi eru 30. apríl 2023. Óskað er eftir fresti til 31. maí 2023.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðin frest.

Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjórnarfulltrúar fái sérstaka kynningu á tillögunum á vinnufundi bæjarstjórnar sem verður þann 8. maí nk.

Samþykkt 3:0

10.Skógarhverfi 3C og 5, úthlutun lóða

2204169

Umsóknarfrestur vegna lóða í Skógarhverfi 3A og 5 rann út þann 19. apríl sl.



Alls bárust 7 umsóknir í Skógarlund 2, 3, og 5 í Skógarhverfi 3A sem allar eru byggingarhæfar.



Engin umsókn barst vegna einbýlishúsalóða í Tjarnarskógum (6 lóðir) en þær lóðir verða ekki byggingarhæfar fyrr en síðar í haust.



Ráðgert er að úthluta lóðunum í SKógarhverfi á sérstökum úthlutunarfundi bæjarráðs þann 11. maí nk. og huga þarf að undirbúningi þess.
Bæjarráð samþykkir að halda sérstakan úthlutunarfund þann 11. maí nk. kl. 15:15.

Samþykkt 3:0

11.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

922. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþættingu þjónustu o.fl.).

956. mál til umsagnar - frumvarp til laga um mennta- og skólaþjónustu.
Lagt fram.

12.Skógarlundur 7 - umsókn skil á byggingarlóð

2205066

Skil á byggingarlóð.
Akraneskaupstaður og Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins voru í samstarfsverkefni um fyrirhugaða uppbyggingu á Skógarlundi 7.

Brynja hússjóður hefur fallið frá úthlun lóðarinnar þar sem önnur lausn fannst á verkefninu og samþykkir bæjarráð skil félagsins á lóðinni.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00