Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir
2301018
232. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 26. maí 2023.
Lagt fram.
2.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar
2301031
931. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. júní 2023.
Lagt fram.
3.Lóðaleigusamningar - skipulags- og umhverfissvið 2023
2305247
Farið yfir lóðarleigusamninga á svæðum sem á að endurskipuleggja.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi verði samþykkt vegna svæða þar sem endurskipulagning er fyrirhuguð.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 4, nr. 5 og nr. 6.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi verði samþykkt vegna svæða þar sem endurskipulagning er fyrirhuguð.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 4, nr. 5 og nr. 6.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir lóðaleigusamningsform vegna svæða þar sem endurskipulagning er fyrirhuguð og leigusamningar eru útrunnir.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Flóahverfi - Framkvæmdaleyfi
2307008
Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna gatnagerðar í hluta Flóahverfis ásamt tilheyrandi veitum og yfirborðsmótun í samræmi við deiliskipulag áfanganna (samþykkt bæjarstjórn 14. mars 2023).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Flóahverfi, skv. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Flóahverfi, skv. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framkvæmdaleyfi skv. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna gatnagerðar í hluta Flóahverfis ásamt tilheyrandi veitum og yfirborðsmótun í samræmi við samþykkt deiliskipulag áfanganna samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 14. mars 2023.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúða kjarna 2023 (Tjarnarskógar 15)
2303217
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs á fundi sínum þann 15. júní sl. en til skoðunar hefur verið að uppbyggingin fari fram á annarri hentugri lóð, þ.e. að Skógarlundi 40 í stað Tjarnarskógum 15.
Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 3. júlí sl. og lagði ráðið til við bæjarráð að íbúðakjarninn verði færður að Skógarlundi 40 með smávægilegri breytingu á skipulagi.
Velverðar- og mannréttindaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 4. júlí sl. og taldi að þar sem möguleg breyting á staðsetningu kjarnans hefði ekki teljandi áhrif á tímalínu verkefnisins, samþykkti ráðið fyrir sitt leyti tilfærslu uppbyggingarinnar frá Tjarnarskógum 15 til Skógarlundar nr. 40.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 3. júlí sl. og lagði ráðið til við bæjarráð að íbúðakjarninn verði færður að Skógarlundi 40 með smávægilegri breytingu á skipulagi.
Velverðar- og mannréttindaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 4. júlí sl. og taldi að þar sem möguleg breyting á staðsetningu kjarnans hefði ekki teljandi áhrif á tímalínu verkefnisins, samþykkti ráðið fyrir sitt leyti tilfærslu uppbyggingarinnar frá Tjarnarskógum 15 til Skógarlundar nr. 40.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að uppbygging íbúðakjarnans verði að Skógarlundi 40 í stað Tjarnarskóga 15.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
6.Bæjarskrifstofan - húsnæðismál
2211192
Minnisblað um möguleika í húsnæðismálum.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og samþykkir að leitað verði til ráðgjafa um nýtingu skrifstofuhúsnæðis.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og samþykkir að leitað verði til ráðgjafa um nýtingu skrifstofuhúsnæðis.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
7.Írskir dagar 2023
2305108
Farið yfir hvernig til tókst með framkvæmd Írskra daga.
Fríða Magnúsdóttir viðburðarstjóri írskra daga situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fríða Magnúsdóttir viðburðarstjóri írskra daga situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.
Gert er ráð fyrir frekari upplýsingagjöf vegna málsins m.a. frá viðbragðsaðilum og skipuleggjendum Lopapeysunnar á næsta fundi bæjarráðs.
Fríða Magnúsdóttir víkur af fundi.
Gert er ráð fyrir frekari upplýsingagjöf vegna málsins m.a. frá viðbragðsaðilum og skipuleggjendum Lopapeysunnar á næsta fundi bæjarráðs.
Fríða Magnúsdóttir víkur af fundi.
8.Aggapallur - leiga
2306091
Bæjarráð tók 29. júní s.l. jákvætt í erindi um leigu á Aggapalli undir sölu á heilsubita og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Haraldur og Valdís Eyjólfsdóttir hafa þegar átt fund með umsækjenda.
Hugmynd hans er að hefja rekstur þarna næsta vor. Var honum á bent á að afla þyrfti m.a. leyfis hjá heilbrigðiseftirliti og hvað varðar aðstöðuleigu vísað til fyrirliggjandi gjaldskrár um stöðuleyfi matarvagna. Einnig var nefnt við umsækjanda þann mögulega að aðrir gætu haft áhuga á “pop up" veitingaþjónustu.
Stefnt er að því að ræða við forstöðumann Íþróttamannvirkja um nánara fyrirkomulag og vinna málið áfram.
Haraldur og Valdís Eyjólfsdóttir hafa þegar átt fund með umsækjenda.
Hugmynd hans er að hefja rekstur þarna næsta vor. Var honum á bent á að afla þyrfti m.a. leyfis hjá heilbrigðiseftirliti og hvað varðar aðstöðuleigu vísað til fyrirliggjandi gjaldskrár um stöðuleyfi matarvagna. Einnig var nefnt við umsækjanda þann mögulega að aðrir gætu haft áhuga á “pop up" veitingaþjónustu.
Stefnt er að því að ræða við forstöðumann Íþróttamannvirkja um nánara fyrirkomulag og vinna málið áfram.
Bæjarráð fagnar frumkvæði umsækjanda sem er til þess fallið að glæða svæðið frekara lífi og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
9.Hinsegin Vesturland 2022 - fræðslusamningur o.fl.
2202102
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 29. júní s.l. að ganga til samninga við Samtökin "78 um fræðslu og ráðgjöf og felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ganga frá samningi.
Lagt fram.
Gert er ráð fyrir umfjöllun skóla- og frístundaráðs um samninginn á næsta fundi ráðsins og málið komi svo að nýju til bæjarráðs.
Gert er ráð fyrir umfjöllun skóla- og frístundaráðs um samninginn á næsta fundi ráðsins og málið komi svo að nýju til bæjarráðs.
Næsti fundur bæjarráðs verður þann 10. ágúst nk.
Fundi slitið - kl. 11:52.