Bæjarráð
Dagskrá
1.Sumarlokapartý, dansleikur á Lighthouse - tækifærisleyfi
2309157
Erindi frá Lighthouse Restaurant ehf. Kirkjubraut 8-10 um tækifærisleyfi vegna sumarlokapartýs, dansleiks 30. september nk.
Gert er ráð fyrir að viðburðurinn verði laugardaginn þann 30. september nk. frá kl. 22:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 1. október nk. og að aldurstakmark sé 20 ára og eldri.
Gert er ráð fyrir að viðburðurinn verði laugardaginn þann 30. september nk. frá kl. 22:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 1. október nk. og að aldurstakmark sé 20 ára og eldri.
2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023
2303014
Mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis til umsagnar.
Tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál. Umsagnarfrestur er til 6. október næstkomandi.
Þingskjalið er aðgengilegt á vef Alþingis:
https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0003.pdf
Tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál. Umsagnarfrestur er til 6. október næstkomandi.
Þingskjalið er aðgengilegt á vef Alþingis:
https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0003.pdf
Lagt fram.
3.Írskir dagar 2023
2305108
Stofnun starfshóps vegna skipulags Írskra daga.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starshóps um fjölskylduhátíðina Írska daga. Eftirfarandi fulltrúar skipa hópinn:
Jónína Margrét Sigmundsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og umhverfisráðs.
Liv Áase Skarstad bæjarfulltrúi og aðalmaður í skóla- og frístundaráði.
Starfsmenn starfshópsins verða:
Vera Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála, Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála og til vara verður Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar.
Um vinnu starfshópsins fer samkvæmt reglum um stofnum starfshópa Akraneskaupstaðar frá 26. febrúar 2019 og samkvæmt reglum um laun fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum frá 19. apríl 2019.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn taki til starfa eigi síðar en um miðjan október nk., áfangaskýrslu verði skilað í janúar og lokaafurð fyrir lok apríl 2024.
Samþykkt 3:0
Jónína Margrét Sigmundsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og umhverfisráðs.
Liv Áase Skarstad bæjarfulltrúi og aðalmaður í skóla- og frístundaráði.
Starfsmenn starfshópsins verða:
Vera Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála, Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála og til vara verður Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar.
Um vinnu starfshópsins fer samkvæmt reglum um stofnum starfshópa Akraneskaupstaðar frá 26. febrúar 2019 og samkvæmt reglum um laun fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum frá 19. apríl 2019.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn taki til starfa eigi síðar en um miðjan október nk., áfangaskýrslu verði skilað í janúar og lokaafurð fyrir lok apríl 2024.
Samþykkt 3:0
4.Mánaðaryfirlit 2023
2303108
Mánðaryfirlit janúar - júlí.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundir undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 5.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundir undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 5.
Lagt fram.
5.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027
2306146
Vinnan við fjárhagsáætlunar ársins 2024 og vegna tímabilsins 2025 til og með 2027.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessu dagskrárlið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessu dagskrárlið.
Lagt fram.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á næsta fundi bæjarráðs.
Sigurður Páll og Kristjana Helga víkja af fundi.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á næsta fundi bæjarráðs.
Sigurður Páll og Kristjana Helga víkja af fundi.
Fundi slitið - kl. 11:05.
Samþykkt 3:0