Bæjarráð
Dagskrá
1.Almannavarnarnefnd Vesturlands - fundur 2023 - ráðning starfsmanns
2305059
Erindi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi möguega ráðningu starfsmanns fyrir Almannavarnarnefnd Vesturlands.
Í niðurlagi minnisblaðsins kemur fram að Almannavarnarnefnd Vesturlands muni boða til fundar þar sem efni minnisblaðsins verður til umræðu.
Í niðurlagi minnisblaðsins kemur fram að Almannavarnarnefnd Vesturlands muni boða til fundar þar sem efni minnisblaðsins verður til umræðu.
2.Fjárhagsáætlun Höfða 2024 - 2027
2310307
Fjárhagsáætlun Höfða 2024 - 2027.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálstjóri situr fundinn undir dagskrárliðum nr. 2 og nr. 3.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálstjóri situr fundinn undir dagskrárliðum nr. 2 og nr. 3.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025 til og með 2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 14. nóvember næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð fyrirhugar frekari rýningu á áætluninni á milli umræðna.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð fyrirhugar frekari rýningu á áætluninni á milli umræðna.
3.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027
2306146
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og vegna tímabilsins 2025-2027.
Lokafundur bæjarráðs fyrir framlagningu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lokafundur bæjarráðs fyrir framlagningu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun árins 2024 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2025 til og með 2027 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 14. nóvember næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir og Sigurður Páll Harðarson víkja af fundi.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir og Sigurður Páll Harðarson víkja af fundi.
4.Skóladansleikur FVA Vogabraut 5 - tækifærisleyfi
2311021
Beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna skóladansleiks 9. nóvember 2023 í skólanum Vogabraut 5 en gert er ráð fyrir að viðburðurinn standi frá kl. 21:00 þann 9. nóvember nk. til kl. 00.00 aðfararnótt 10. nóvember nk.
Akraneskaupstaður gerir ekki athugasemdir við útgáfu tækifærisleyfis til umsækjanda vegna viðburðarins sem ætlað er að standa til kl. 00:00 aðfararnótt 10. nóvember næstkomandi og er eðli máls samkvæmt án vínveitinga.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 15:00.
Bæjarráð telur mikilvægt að greind sé þörfin fyrir slíkan starfsmann og hvernig kostnaðarskipting sveitarfélaganna sé fyrirhuguð.
Samþykkt 3:0