Fara í efni  

Bæjarráð

3553. fundur 11. janúar 2024 kl. 08:15 - 13:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2401064

Beiðni Alþingis um umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga.
Lagt fram.

2.Beiðni um veitingarekstur á Aggapalli og rekstur Guðlaugar

2312177

Beiðni um veitingarekstur á Aggapalli og rekstur á Guðlaugu.



Valdís Eyjólfsdóttir situr fundurinn þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 3.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að eiga samtal við fulltrúa KFÍA m.a. með hliðsjón af fyrri afgreiðslu bæjarráðs til annars rekstraraðila sem þegar hefur fengið jákvætt svar um rekstur á Aggapalli.

Samþykkt 3:0

3.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stefnumótun Akraneskaupstaðar.

Eftir vinnufund bæjarstjórnar þann 9. janúar sl. fer málið nú til umfjöllunar hjá bæjarráði og síðan til fagráða og loks til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar þann 23. janúar nk.



Bæjarráð samþykkir heildarstefnu Akraneskaupstaðar fyrir árin 2024 til 2030. Stefnan, að loknum prófarkarlestri, fer nú til málsmeðferðar hjá fagráðum og nefndum Akraneskaupstaðar og svo til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.

4.Gjaldskrá frístundadvalar utan lögheimilissveitarfélags

2312219

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 3. janúar sl. drög að gjaldskrá vegna frístundadvalar barna og ungmenna sem ekki eiga lögheimili á Akranes og vísaði málinu til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar.



Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 5.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá vegna frístundadvalar barna og ungmenna sem ekki eiga lögheimili á Akranesi.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

5.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Samningur um ráðgjöf við KPMG um markmiðasetningu í fjármálum.
Lagt fram.

6.Jöfnunarsjóður - úthlutunarreglur

2401170

Bréf Innviðaráðuneytisins um fyrirhugaðar breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

7.Betri vinnutími - stytting vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað

2401172

Endurnýjað umboð stýrihóps um útfærslu styttingu vinnuvikunnar (betri vinnutíma) hjá Akraneskaupstað og samþykkt nýs erindisbréfs.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

8.Skóladansleikur nemendafélags FVA 11. janúar 2024 - tækifærisleyfi

2312205

Bæjarráð samþykkti tækifærisleyfi vegna skóladansleiks FVA sem vera átti í kvöld 11.janúar, beiðni barst um að fresta leyfinu til 18. janúar 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00