Bæjarráð
Dagskrá
1.Heildarstefna OR
2401209
Heildarstefna Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt í stjórn OR þann 18. desember sl. og hefur verið óformlega til umfjöllunar á vinnufundum fulltrúum eigenda og OR á tveimur fundum nú í janúar.
2.Tjarnarskógar 2 - umsókn um byggingarlóð
2308115
Beiðni um að skil á fjölbýlishúsalóð við Tjarnaskóga 2 sem úthlutað var þann 12. október sl.
Bæjarráð samþykkir skil á byggingarlóðinn við Tjarnaskóga nr. 2 og fer hún því á listann yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið
2301247
Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 15. janúar sl. og lagði til eftirfarandi:
"Skipulags- og umhverfisráð - Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar til að efla miðbæjarstarfsemi og mannlíf.
- Suðurgata 47 verði hluti af útboðs/hugmyndar ferlinu.
- Við yfirferð tilboða/hugmynda verði horft annars vegar til verðs og hins vegar til hugmyndar og uppbyggingu á reitnum.
Ráðið leggur til að þessi vinna verði sameiginlega meðal ráðsins og bæjarráðs."
"Skipulags- og umhverfisráð - Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar til að efla miðbæjarstarfsemi og mannlíf.
- Suðurgata 47 verði hluti af útboðs/hugmyndar ferlinu.
- Við yfirferð tilboða/hugmynda verði horft annars vegar til verðs og hins vegar til hugmyndar og uppbyggingu á reitnum.
Ráðið leggur til að þessi vinna verði sameiginlega meðal ráðsins og bæjarráðs."
Bæjarráð er samþykkt þessari aðferðarfræði og óskar eftir að skipulags- og umhverfisráð útfæri nánar skilmála væntanlegrar auglýsingar/útboðs svo sem vægi verðs og hugmynda vegna uppbyggingar á reitnum.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Samstarfs Akraneskaupstaðar og Ísoldar ehf. um uppbyggingu.
2308074
Fundur fulltrúar Akraneskaupstaðar og Ísoldar fór fram þann 24. janúar sl.
Fundarmenn f.h. Akraneskaupstaðar voru Haraldur Benedkitsson bæjarstjóri, Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri og Sigurður Páll Harðarson.
Fundarmenn f.h. Akraneskaupstaðar voru Haraldur Benedkitsson bæjarstjóri, Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri og Sigurður Páll Harðarson.
Haraldur Benediktsson fór yfir umræður sem áttu sér stað á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt 3:0
5.Miðlægur tölvubúnaður - endurnýjun og áframhaldandi rekstur
2401329
Endurnýjun og áframhaldandi rekstur á miðlægum tölvubúnaði.
Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri Akraneskaupstaðar situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Fer yfir stöðu mála og fyrirliggjandi þarfir vegna rekstur búnaðarins.
Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri Akraneskaupstaðar situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Fer yfir stöðu mála og fyrirliggjandi þarfir vegna rekstur búnaðarins.
Lagt fram.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Jóhann Guðmundsson víkur af fundi.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Jóhann Guðmundsson víkur af fundi.
6.Afskriftir vegna ársins 2023
2308006
Tillaga fjármálastjóra um afskriftir ársins 2023, samtals að fjárhæð kr. 3.264.858.
Kristjana Helga situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 8 og nr. 9.
Kristjana Helga situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 8 og nr. 9.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um afskriftir krafna vegna ársins 2023, samtals að fjárhæð kr. 3.264.858.
Um er að ræða skuldir þar sem fyrir liggja árangurslausar innheimtuaðgerðir en málin hafa verið í svonefndri kröfuvakt. Einnig er um skuldir að ræða vegna eignarlítilla eða eignalausra dánarbúa sem ekki hefur fengist greitt úr vegna krafna o.fl. Elstu skuldirnar eru frá árinu 2020.
Samþykkt 3:0
Um er að ræða skuldir þar sem fyrir liggja árangurslausar innheimtuaðgerðir en málin hafa verið í svonefndri kröfuvakt. Einnig er um skuldir að ræða vegna eignarlítilla eða eignalausra dánarbúa sem ekki hefur fengist greitt úr vegna krafna o.fl. Elstu skuldirnar eru frá árinu 2020.
Samþykkt 3:0
7.Mánaðayfirlit 2023
2303108
Mánaðaryfirlit janúar - nóvember 2023.
Lagt fram.
8.Fæði starfsmanna Akraneskaupstaðar (matarmiðar)
2401144
Tillaga um verðgildi matarmiða starfsmanna Akraneskaupstaðar árið 2024.
Málið hefur verið til vinnslu á milli funda.
Málið hefur verið til vinnslu á milli funda.
Bæjarráð samþykkir að verðgildi matarmiða Akraneskaupstaðar verði kr. 2.000 frá og með 1. febrúar 2024. Jafnframt samþykkir bæjarráð að framvegis verði tenging verðgildis matarmiðans við árlega hækkun starfsmannahlutans, og gildi ný fjárhæð frá 1. febrúar ár hvert. Hækkunin í hvert sinn er útreiknuð og er miðuð við breytingu á matar- og drykkjarvörulið (01) í vísitölu neysluverðs skv. tilteknum forsendum og er sú fjárhæð (og þar með hækkunin) birt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga undir liðnum: Greiðslur og uppbætur.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
9.Lopapeysan - Írskir dagar 2024 - tækifærisleyfi
2401204
Beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar frá Veislur og viðburðir ehf. um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna "Lopapeysunnar" á Írskum dögum 2024.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Brúarinnar starfshóps Akraneskaupstaðar um forvarnir.
Samþykkt 3:0
Gert er ráð fyrir að fulltrúar Akraneskaupstaðar úr starfshópi Írskra daga komi á fund bæjarráðs þann 15. febrúar næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Gert er ráð fyrir að fulltrúar Akraneskaupstaðar úr starfshópi Írskra daga komi á fund bæjarráðs þann 15. febrúar næstkomandi.
10.XXXIX landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. mars 2024
2401205
Boðun á XXXIX. landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu 14. mars 2024.
Seturétt eiga kjörnir fulltrúar sbr. ákvörðun bæjarstjórnar frá 7. júní 2022 og er þess óskað að hafi orðið breytingar á þeirri skipan séu ný kjörbréf send til Sambandsins.
Landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi með dagskrá landsþingsins og öðrum gögnum. Skráning fer fram á vef sambandsins þegar nær dregur landsþingi sbr. meðfylgjandi bréf.
Seturétt eiga kjörnir fulltrúar sbr. ákvörðun bæjarstjórnar frá 7. júní 2022 og er þess óskað að hafi orðið breytingar á þeirri skipan séu ný kjörbréf send til Sambandsins.
Landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi með dagskrá landsþingsins og öðrum gögnum. Skráning fer fram á vef sambandsins þegar nær dregur landsþingi sbr. meðfylgjandi bréf.
Lagt fram.
Seturétt sem kjörnir landsfulltrúar (atkvæðaréttur) f.h. Akraneskaupstaðar á landsþinginu eiga:
Bæjarfulltrúarnir Valgarður L. Jónsson, Jónína Margrét Sigmundsdóttir, Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson.
Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar á einnig rétt til setu á landsþinginu og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
Seturétt sem kjörnir landsfulltrúar (atkvæðaréttur) f.h. Akraneskaupstaðar á landsþinginu eiga:
Bæjarfulltrúarnir Valgarður L. Jónsson, Jónína Margrét Sigmundsdóttir, Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson.
Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar á einnig rétt til setu á landsþinginu og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
11.Heiðursborgarar Akraneskaupstaðar
2311359
Sérstök ákvörðun og tillaga um breytingu á fyrirliggjandi reglum Akraneskaupstaðar um val og útnefningu heiðursborgara Akraness.
Bæjarráð, í ljósi yfirlýsingar KFUM og KFUK og upplýsinga sem þar koma fram, leggur til við bæjarstjórn Akraness, að nafn Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK, verði fjarlægt af lista yfir heiðursborgara á Akranesi en þann titil veitti bæjarstjórn Akraness honum árið 1947 í tilefni þess að þá voru 35 ár frá stofnun KFUM á Akranesi.
Bæjarráð gerir jafnframt tillögu til bæjarstjórnar Akraness um breytingu á reglum Akraneskaupstaðar frá árinu 2017 um val og útnefningu heiðursborgara Akraness, þannig að bæjarfulltrúum á hverjum tíma, verði veitt svigrúm til afturköllunar eða niðurfellingu heiðursborgaranafnbótarinnar, komi upp síðar aðstæður, upplýsingar eða atvik, sem kollvarpa ímynd þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð gerir jafnframt tillögu til bæjarstjórnar Akraness um breytingu á reglum Akraneskaupstaðar frá árinu 2017 um val og útnefningu heiðursborgara Akraness, þannig að bæjarfulltrúum á hverjum tíma, verði veitt svigrúm til afturköllunar eða niðurfellingu heiðursborgaranafnbótarinnar, komi upp síðar aðstæður, upplýsingar eða atvik, sem kollvarpa ímynd þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.
Samþykkt 3:0
12.Garðavöllur - rafmagn að salernisaðstöðu Golfklúbbsins Leynis.
2311370
Erindi frá Golfklúbbnum Leyni um stuðning Akraneskaupstaðar við að koma rafmagni að salernisaðstöðu GL á Garðavelli.
Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar en unnið er enn í frekari gagnaöflun tengt kostnaði sem mun liggja fyrir innan tíðar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 14:30.
Málið verður tekið upp að nýju í bæjarráði ef þörf er á eftir afgreiðslu málsins á væntanlegum eigendafundi sem haldinn verður nú í byrjun febrúar en að öðrum kosti fer málið til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness á fundi þann 13. febrúar næstkomandi.
Samþykkt 3:0