Bæjarráð
1.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir stjórnar 2011
1103108
2.Samkomulag um rekstur Snorrastofu
1110243
Bæjarráð samþykkir samninginn.
3.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar
1012105
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
3.1.Almenningssamgöngur milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins - Vegagerðin
1109152
3.2.Framleiðsla á innrennslislyfjum
1109151
3.3.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins
1109059
3.4.Atvinnumálanefnd
1107114
3.5.Innovit - atvinnu- og nýsköpun
1106158
4.Starfshópur um atvinnumál - 11
1109016
Lögð fram.
4.1.Atvinnumálanefnd - Önnur mál
1107114
4.2.Atvinnumálanefnd - erindisbréf
1107114
4.3.Atvinnumálanefnd - Atvinnuleysi
1107114
5.Starfshópur um atvinnumál - 10
1109020
Lögð fram.
5.1.Atvinnumálanefnd - verkefni verkefnastjóra
1107114
6.Starfshópur um atvinnumál - 9
1109021
Lögð fram.
7.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011
1101174
Lögð fram.
8.Orkuveita Reykjavíkur - ábyrgðagjald 2011
1105031
Birgir gerði grein fyrir breytingu á fyrirkomulagi á ábyrgðargreiðslna OR til eigenda sem byggist á athugasemdum ESA. Tillaga liggur nú fyrir eignaraðilum um breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem verði í framhaldi meðhöndlað á sömu forsendum og gert er nú hjá Ríkisábyrgðarsjóði. Áætlaður kostnaður við breytt fyrirkomulag er 10 mkr á ári og skiptist á milli eignaraðila OR.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að umræddur kostnaður skiptist á milli eignaraðila í réttu hlutfalli við eignaraðild að OR.
9.Samgöngunefnd SSV - fundargerðir
1104085
Lögð fram.
10.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir
1101099
Lögð fram.
11.Lausn frá skyldum varabæjarfulltrúa.
1110220
Bæjarráð þakkar Eydísi fyrir störf hennar í þágu Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra að ganga frá nauðsynlegum skjölum til þess varabæjarfulltrúa sem tekur við skyldum Eydísar sem varabæjarfulltrúi.
12.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins
1109059
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til stjórnar SSV að vinna áfram að samningum við Innanríkisráðuneytið um yfirfærslu almenningssamgangna til sveitarfélaga á Vesturlandi.
13.Fundur með þingmönnum kjördæmisins
1110162
Bæjarráð mun sækja fundinn.
14.Akratorg - deiliskipulag
1103106
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhvefisnefndar verði samþykkt.
15.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi
1012111
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhverfisnefndar verði samþykkt.
16.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag
1105061
Afgreiðslu frestað.
17.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar
1102045
Bæjarráð samþykkir erindið. Einar óskar bókað að hann er mótfallin þessari afgreiðslu.
18.Lánasjóður sveitarfélaga - lán nr. 06100064 - lánskjör
1110018
Bæjarráð felur bæjarritara að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
19.Lánasamningur - höfuðstólslækkun
1110164
Bæjarritari gerði grein fyrir málinu.
20.Starfsmannamál.
1110087
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.
21.70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012
1106157
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu mætti til viðræðna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að starfshópurinn verði skipaður. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Bæjarráð felur stjórn Akranesstofu að tilnefna í starfshópinn.
22.Keltneskt fræðasetur á Akranesi
1106156
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu mætti til viðræðna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
23.Byggðasafnið í Görðum - Beiðni um aukafjárveitingu
1110068
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu mætti til viðræðna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Lögð fram.