Bæjarráð
Dagskrá
1.Mánabraut 20 - viljayfirlýsing, kaupsamningur og afsal
2402154
Drög að viljayfirlýsingu lögð fram.
Bæjarstjóri fer yfir drög að viljayfirlýsingu.
2.Hleðslustöðvar í hverfum - reglur
2401416
Reglur um uppsetningu á hleðslustöðvum í bæjarlandi.
Skipulags- og umhverfisráð vísar tillögu að reglum um hverfahleðslur til bæjarráðs.
Sigurður Páll Harðason situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð vísar tillögu að reglum um hverfahleðslur til bæjarráðs.
Sigurður Páll Harðason situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sigurði Páli Harðarsyni, Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, falið að vinna málið áfram.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Aðalfundur Grundartanga ehf þróunarfélags
2403173
Fundarboð aðalfundar Þróunarfélags Grundartanga ehf. sem haldinn verður 30. apríl 2024.
Bæjarráð tilgreinir Harald Benediktsson, bæjarstjóra, sem fulltrúa Akraneskaupstaðar á fundinum og fari þar með atkvæðarétt fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Brynja Leigufélag - samstarf um stofnframlög
2403113
Umsókn Brynju leigufélags um stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna kaupa á 2 íbúðum á árinu 2024.
Er samkvæmt yfirlýstum vilja/áhuga Akraneskaupstaðar sbr. bæjarráðsfund þann 12. mars 2024.
Er samkvæmt yfirlýstum vilja/áhuga Akraneskaupstaðar sbr. bæjarráðsfund þann 12. mars 2024.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Brynju leigufélag um stofnframlög til tveggja íbúða. Samhliða felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja vinnu við endurskipulagningu á eignasafni Akraneskaupstaðar ásamt framleigusamningum.
Samþykkt: 3:0
Samþykkt: 3:0
5.Dalbraut 1 - leiga og breytingar á húsnæði
2310107
Samningur um Dalbraut 1 ásamt skilalýsingu lagður fram.
Bæjarráð setti fram tilteknar efnislegar athugasemdir vð leigusamninginn á fundi sínum þann 12. mars 2024 og fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð setti fram tilteknar efnislegar athugasemdir vð leigusamninginn á fundi sínum þann 12. mars 2024 og fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi við Reiti atvinnuhúsnæði ehf. um leigu á alls 324,8 m2 húsnæði að Dalbraut 1 á Akranesi.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
6.Uppbygging ljósleiðara - ósk um upplýsingar
2403198
Fjarskiptasjóður hefur óskað eftir því að Fjarskiptastofa kalli eftir áformum fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðara-aðgangsneta á þéttbýlisstöðum og í byggðakjörnum fyrir árslok 2026.
Bæjarstjóra falið að svara Fjarskiptastofu.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
7.Gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu)
2401162
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu Akraneskaupstaðar og vísar henni til staðfestingar í bæjarráði.
Sveinborg L. Kristjánsdóttir, deildastjóri á velferðar- og mannréttindasviði, situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt: 3:0
Samþykkt: 3:0
8.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar
2311388
Lagðar fram til samþykktar reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
9.Beykiskógar 17 - starfsmannaíbúð
2101248
Velferðar- og mannréttindaráð er hlynnt fyrirhuguðum breytingum á starfsmannaíbúð við Beykiskóga 17 til að bæta aðstöðu starfsfólks og vísar viðauka vegn kostnaðar að upphæð kr. 2.500.000 til staðfestingar í bæjarráð.
Sveinborg L. Kristjánsdóttir, deildastjóri á velferðar- og mannréttindasviði, situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 samtals að fjárhæð kr. 2.500.000.- á deild 022070 - 4660 sem mætt verður með auknum tekjum úr jöfnunarsjóði (deild 00080 - 0185) og visar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt: 3:0
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 samtals að fjárhæð kr. 2.500.000.- á deild 022070 - 4660 sem mætt verður með auknum tekjum úr jöfnunarsjóði (deild 00080 - 0185) og visar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt: 3:0
Fundi slitið - kl. 11:00.