Fara í efni  

Bæjarráð

3559. fundur 07. apríl 2024 kl. 11:30 - 12:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Í tengslum við nýgerða kjarasamninga á almennum markaði í mars sl. skrifuðu ríkisstjórn Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undir yfirlýsingu til að greiða fyrir gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði.



Í þeirri yfirýsingu eru allmörg atriði sem snúa beint að sveitarfélögunum m.a. varðandi endurskoðun gjaldskráa á árinu 2024 í tengslum við barnafjölskyldur.



Bæjarráð hefur haft málið til skoðunar frá þeim tíma og leggur nú fram tillögur um lækkun tiltekinna gjaldskrá sem tengjast barnafjölskyldum, með gildistöku frá 1. maí nk.



Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:

a. Gjaldskrá leikskóla.

b. Fæði í leikskóla.

c. Gjaldskrá frístundar.

d. Fæðisgjöld frístundar.



Heildaráhrif tillagnanna nema samtals kr. 7.429.000 og gert ráð fyrir að þeim verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2024.



Gert er ráð fyrir að útfærsla vegna gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða á komandi skólaári verði útfærðar fyrir lok maí nk. og eru því, eðli máls samkvæmt, ekki hluti af tillögunum nú.
Bæjarráð samþykkir lækkun eftirtalinna gjaldskrá frá 1. maí nk.:
a. Gjaldskrá leikskóla.
b. Fæði í leikskóla.
c. Gjaldskrá frístundar.
d. Fæðisgjöld frístundar.

Kostnaðarauka vegna samþykktarinnar, samtals að fjárhæð kr. 7.429.000 verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi Akraneskaupstaðar vegna ársins 2024.

Bæjarráð samþykktir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2024, skv. meðfylgjandi fylgiskjali, og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Fundi slitið - kl. 12:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00