Fara í efni  

Bæjarráð

3561. fundur 18. apríl 2024 kl. 08:30 - 10:10 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2023 - A hluti

2403212

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2023 - A hluti

1.1 Aðalsjóður

1.2. Eignasjóður

1.3. Byggðasafnið í Görðum

1.4. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi, Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri og Sigmundur Ámundason aðalbókari sitja fundinn undir liðum nr. 1 til og með nr. 3.
Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. vegna ársins 2023 verði samþykktir.

Samþykkt 3:0

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2023 - B-hluti

2403211

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2023 - B hluti

2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.

2.2. Gáma

2.3. Háhiti ehf.

2.4. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis vegna ársins 2023 verði samþykktir.

Samþykkt 3:0

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2023 - samstæða

2403210

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2023.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar 2023 með undirritun og leggur til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn verði samþykktur.

Samþykkt 3:0

Jóhann Þórðarson, Kristjana Helga Ólafsdóttir og Sigmundur Ámundason víkja af fundi.

4.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Lagt er til að Þórður Guðjónsson taki sæti í stýrihóp um stefnumótun Akraneskaupstaðar í stað Lífar Lárusdóttur.



Bæjarstjórn hefur samþykkt heildarstefnu fyrir Akraneskaupstað en stýrihópurinn á eftir að skila forgangsraðaðri aðgerðaáætlun eins og lýst er í erindisbréfi.
Bæjarráð samþykkir skipun Þórðar Guðjónssonar í hópinn í stað Lífar Lárusdóttur sem er að fara í tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi.

Sviðsstjóra falið að uppfæra erindisbréfið til samræmis við breytta skipun hópsins.

Samþykkt 3:0

5.Aðalfundur 2024 - Sorpurðun Vesturland hf.

2402322

Aðalfundargerð Sorpurðunar Vesturlands frá 20. mars 2024.
Lagt fram.

6.Ráðning viðburðastjóra 2024

2401380

Ráðning viðburðastjóra.
Lagt fram.

7.Lokun vegna framkvæmda fyrir sumaropnun Byggðasafnsins í Görðum

24042219

Lokun Byggðasafns vegna nauðsynlegra framkvæmda og þrifa í kjölfar þeirra.
Lagt fram.

8.Kaup á félagslegu leiguhúsnæði

2402302

Bæjarráð samþykkir á fundi sínum þann 12. mars 2024 að auglýsa eftir hentugu húsnæði til kaups. Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs og velferðar- og mannréttindasviðs hafa yfirfarið öll söluyfirlit og leggja til að gengið verði frá kaupum á íbúð 0304 á Þjóðbraut 5.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

9.Fundir bæjarráðs

2403027

Næsti reglulegir fundur bæjarráðs er fimmtudaginn 25. apríl 2024 sem er lögboðin frídagur.

Tillaga er um að fundurinn verði færður til föstudagsins 26. april 2024.
Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 10:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00