Fara í efni  

Bæjarráð

3222. fundur 26. júní 2014 kl. 16:00 - 17:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Akralundur 6 - umsókn um lóð

1404074

Erndi Uppbyggingar ehf. dags. 3.6.2014, þar sem óskað er staðfestingar á úthlutun á byggingarlóð við Akralund 6.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til fyrri afgreiðslu frá 30. maí sl.

2.OR - aðalfundur 2014

1405047

Fundargerð aðalfundar dags. 23.6.2014.
Lögð fram.

3.Heilbrigðisstofnun Vesturlands - tillaga

1406178

Ingibjörg Pálmadóttir leggur fram tillögu varðandi samstarf Akraneskaupstaðar og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Samþykkt að taka málið inn á fundinn með afbrigðum.
Bæjarstjóra falið að útfæra nánari tillögur.

4.Faxaflóahafnir - aðalfundur 2014

1403129

Aðalfundarboð Faxaflóahafna vegna aðalfundar sem haldinn verður í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, föstudaginn 27. júní nk. kl. 15:00.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð eigenda á fundinum.

5.Orkuveita Reykjavíkur - kynning fyrir nýja bæjarfulltrúa

1406170

Kynning á Orkuveitu Reykjavíkur fyrir nýja bæjarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúar fari á kynningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur á starfsemi fyrirtækisins.

6.Gamla kaupfélagið - lengri opnunartími 2014

1404031

Erindi Gísla Þráinssonar dags. 24.6.2014, f.h. Gamla kaupfélagsins um lengri opnunartíma á Írskum dögum, aðfararnótt laugardagsins 5. júlí til kl. 05:00 og 6. júlí 2014 til kl. 04:00.
Bæjarráð samþykkir lengri opnunartíma til kl. 04:00 aðfararnótt laugardagsins 5. júlí og sunnudagsins 6. júlí nk.

7.Lopapeysan 2014 - beiðni um lengri opnunartíma

1406168

Erindi Ísólfs Haraldssonar f.h. Vina Hallarinnar ehf. þar sem óskað er eftir lengri opnunartíma á Írskum dögum, aðfararnótt laugardagsins 5. og sunnudagsins 6. júlí, til kl. 04:00.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir lengri opnunartíma til kl. 04:00 aðfararnótt laugardagsins 5. júlí og sunnudagsins 6. júlí nk.

Ingibjörg Pálmadóttir tekur sæti á fundinum að nýju.

8.Kaffi Ást - lengri opnunartími v/írskra daga

1406112

Erindi frá Högna Gunnarssyni f.h. Kaffi Ást ehf. dags. 11.6.2014, þar sem óskað er eftir lengri opnunartíma aðfaranótt laugardagsins 4. júlí og sunndagsins 5. júlí til kl. 04:00.
Bæjarráð samþykkir lengri opnunartíma til kl. 04:00 aðfararnótt laugardagsins 5. júlí og sunnudagsins 6. júlí nk.

9.Vitakaffi - veitingaleyfi

1406114

Erindi Sýslumannsins á Akranesi dags. 13.6.2014, þar sem óskað er umsagnar á beiðni Bjarna Kristóferssonar f.h. Vitakaffis ehf. um leyfi til rekstrar veitingastaðar í flokki III, kaffihús og krá (sportbar) að Stillholti 16-18 á Akranesi.
Bæjarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa að sinni og samþykkir erindið.

10.Norðurálsmót 2014

1406164

Þakkir til KFÍA vegna framkvæmdar við Norðurálsmótið.
Bæjarráð færir KFÍA og öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að viðburðinum bestu þakkir fyrir nýafstaðið Norðurálsmót sem tókst í alla staði mjög vel og var Akranesi til sóma.

11.Kirkjuhvoll - rekstur og starfsemi

1406100

Drög að húsaleigusamningi vegna Kirkjuhvols
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsaleigusamningi og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samningsins.

12.Stillholt 21 - lóðamál

1406169

Samkomulag við Skagatorg ehf. um frestun framkvæmda á byggingu fjölbýlishúss við Stillholti nr. 21.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið.

13.Asparskógar 29 - umsókn um lóð

1406035

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 3.6.2014, um byggingarlóð við Asparskóga nr. 29.
Bæjarráð samþykkir umsókn Uppbyggingar ehf. komi aðrar umsóknir um úthlutun vegna lóðarinnar fram til nóvember nk. verður málið tekið upp að nýju.

14.Asparskógar 27 - umsókn um lóð

1406034

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 3.6.2014, um byggingarlóð við Asparskóga nr. 27.
Bæjarráð samþykkir umsókn Uppbyggingar ehf. komi aðrar umsóknir um úthlutun vegna lóðarinnar fram til nóvember nk. verður málið tekið upp að nýju.

15.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014

1405176

Rekstrarniðurstaða janúar - apríl 2014 og skýringar deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 23.6.2014.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar mæta á fundinn.
Lagt fram.

16.Akralundur 4 - umsókn um lóð

1404073

Erindi Uppbyggingar ehf. dags. 3.6.2014, þar sem óskað er staðfestingar á úthlutun á byggingarlóð við Akralund 4.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til fyrri afgreiðslu frá 30. maí sl.

17.Akralundur 2 - umsókn um lóð

1404072

Erindi Uppbyggingar ehf. dags. 3.6.2014, þar sem óskað er staðfestingar á úthlutun á byggingarlóð við Akralundi 2.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til fyrri afgreiðslu frá 30. maí sl.

18.Asparskógar 24 - umsókn um lóð

1404071

Erindi Uppbyggingar ehf. dags. 3.6.2014, þar sem óskað er staðfestingar á úthlutun á byggingarlóð við Asparskóga nr. 24.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til fyrri afgreiðslu frá 30. maí sl.

19.Faxabraut 7 - stækkun lóðar

1406089

Umsókn Nótastöðvarinnar hf. dags. 11.6.2014, um stækkun lóðar við Faxabraut 7. Óskað er eftir að lóðamörk verði færð alla leið að götunni við Faxabraut.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

20.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014 - 2018

1406084

Kosning 4 fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018.
Á fundi bæjarstjórnar þann 19. júní sl. voru eftirtaldir aðilar kosnir á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðalmenn:
Ólafur Adolfsson
Sigríður Indriðadóttir
Svanberg J. Eyþórsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Varamenn:
Kristjana H. Ólafsdóttir
Einar Brandsson
Vilborg Guðbjartsdóttir
Valgarður L. Jónsson

Ingibjörg Valdimarsdóttir bókar eftirfarandi:
Fulltrúa Samþylkingarinnar finnst eðlilegt að allir flokkar eigi fulltrúa á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga eins og tíðkast hefur á Akranesi.

21.Grundartangi - stækkun iðnaðarsvæðis

1406090

Kynning á breytingu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar dags. 6.6.2014, breytingin felst í stækkun iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga.
Lagt fram.

22.Vinabæjarmót í Tönder 2014

1404059

Boð og dagskrá á vinabæjarmót í Tönder 2.- 6. júlí 2014.
Bæjarráð samþykkir að Sigríður Indriðadóttir og Vilborg Guðbjartsdóttir fari sem fulltrúar Akraneskaupstaðar.

23.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1406155

Erindi Skagaleikflokksins dags. 19.6.2014, þar sem óskað er eftir húsnæði til afnota fyrir leikflokkinn til frambúðar.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur sæti undir þessum lið.
Bæjarstjóra falin úrvinnsla málsins í samráði við menningarmálanefnd.
Ingibjörg Pálmadóttir tekur sæti á fundinum að nýju.

24.Höfði - lífeyrisskuldbindingar

1401099

Bréf til formanns og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífeyrisskuldbindinga hjúkrunar- og dvalarheimila með sveitarfélagatengingu.
Lagt fram.

25.Húsnæðismál 2014

1406151

Trúnaðarmál
Bæjarráð samþykkir erindið en að að leigutíminn miðist við sex mánuði.

26.Guðlaug - heit laug við Langasand

1403031

Breyting á erindisbréfi um starfshóp sem skoðar útfærslur og gerir tillögur að gerð heitrar laugar á eða við Langasand á Akranesi.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.
Ingibjörg Pálmadóttir tekur sæti á fundinum að nýju.

27.Fasteignamat 2015

1406134

Erindi Þjóðskrár Íslands dags. 13.6.2014, þar sem gerð er grein fyrir endurmati á fasteignamati vegna ársins 2015.
Lagt fram.

28.Eftirlitsnefnd sveitarfélaga - vegna fjármála

1310203

Erindi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 12.6.2014, um fjármálastjórn sveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00