Fara í efni  

Bæjarráð

3574. fundur 14. október 2024 kl. 14:30 - 18:30 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Sementsreitur A og B

2410085

Erindi Uppbyggingar ehf. vegna Sementsreitar A og B.

Engilbert Runólfsson situr fundinn undir þessum lið.

Guðmundur Ingþór Guðjónsson bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og umhverfisráð og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs sitja fundinn undir þessum lið.

Sigurður Páll situr einnig undir liðum nr. 3 til og með 5.
Bæjarráð þakkar Engilbert fyrir komuna á fundinn.
Stefnt er að almennu útboði vegna Sementsreitar A og B og er erindinu því hafnað en bæjarráð vonast til þess að Uppbygging ehf. taki þátt í því þegar að því kemur. Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kanna fýsileika þess að reiturinn verði boðinn út í heild sinni sem og að væntanlegu útboði verði flýtt og það fært framar í forgangsröðina.

Samþykkt 3:0

Guðmundur Ingþór Guðjónsson og Sigurður Páll Harðarson víkja af fundi.

2.Atvinna með stuðningi (AMS) - tækifæri hjá Akraneskaupstað

2409282

Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og atvinnumálafulltrúi hjá Fjöliðju kynnir atvinnuúrræði Vinnumálastofnunar fyrir fólk með skerta vinnugetu undir heitinu: Atvinna með stuðningi (AMS), og veltir upp mögulegum atvinnutækifærum fyrir þann hóp fólks hjá Akraneskaupstað.

Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna situr einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð þakkir Ingibjörgu Freyju Gunnarsdóttir fyrir kynninguna.
Bæjarráð er áfram um að kaupstaðurinn sýni fordæmi í verki og mun leitast við að veita verkefninu stuðning í komandi áætlunargerð í góðu samstarfi við starfsfólk Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir víkja af fundi.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2034

2409132

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025 (2026 - 2034).

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Kristjana Helga situr fundinn áfram undir dagskrárliðum nr. 4 til og með 8.

Sigurður Páll situr fundinn áfram undir dagskrárliðum nr. 4 til og með 5.
Bæjarráð vísar áætluninni til frekari meðferðar hjá skipulags- og umhverfisráði en fyrirhugaður er fundur hjá ráðinu þann 15. október nk.

Málið komi að nýju til meðferðar hjá bæjarráði á næsta fundi sem verður þann 24. október nk.

Samþykkt 3:0

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033

2406017

Staða áætlunarinnar á árinu 2024 er til rýningar hjá bæjarráði.
Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

5.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 er til vinnslu hjá bæjarráði.
Málið er til áframhaldandi meðferðar hjá bæjarráði.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

6.Afskriftir 2024

2410070

Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 7. október 2024.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afskriftarbeiðni sýslumannsins á Akranesi, dags. 7. október 2024, samtals að fjárhæð kr. 7.522.133.
Um er að ræða fyrndar skuldir vegna álagðra opinberra gjalda þar sem fyrir liggja ítrekaðar innheimtutilraunir og árangurslaus fjárnám. Elstu skuldirnar eru frá árinu 2012 en ná til tímabilsins 2018 en síðastnefnu skuldirnar fyrndust að lögum frá 10. apríl 2023.

Samþykkt 3:0

7.Rýnd ráðning - ráðningarnefnd

24042341

Yfirferð um reynslu fyrirkomulagsins.

Bæjarráð þakkar Kristjönu Helgu fyrir hennar yfirferð um reynsluna af fyrirkomulaginu.

Málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði síðar í haust og tekin ákvörðun um framhaldið sem er hugsað til reynslu út árið 2025.

Samþykkt 3:0

8.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn

2405056

Fyrstu drög að útboðsskjali lögð fram til kynningar og umfjöllunar.

Lagt fram.
Gerð ráð fyrir að málið komi fyrir að nýju í bæjarráði á fyrsta fundi í nóvember nk.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

9.Íþróttamannvirki - stöðugildi 2025

2409339

Tillögur forstöðumanns íþróttamannvirkja um framtíðarskipulag og fjölda stöðugilda í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar til umfjöllunar hjá bæjarráði.

Bókun skóla- og frístundaráðs er svo hljóðandi: Skóla- og frístundaráð þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir góðar tillögur. Þær taka mið af árstíðarbundnum verkefnum og aldri iðkenda ásamt skilgreindum hlutverkum notenda/leigjenda hússanna. Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til umræðu í bæjarráði.

Lagt fram.
Málið er til áframhaldandi vinnu hjá bæjarráði vegna áætlunargerðar 2025.

Samþykkt 3:0

10.KFÍA - Rekstrarsamningur um Jaðarsbakkasvæðið

2410099

KFÍA rekstrarsamningur - Niðurstaða ársins 2024 og ákvörðun varðandi fjárheimild (rekstur) á árinu 2025.
Lagt fram.
Málið er til áframhaldandi vinnu hjá bæjarráði vegna áætlunargerðar 2025.

Samþykkt 3:0

11.KFÍA - Tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA og Víkings 19.10.2024

2410082

KFÍA - Tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA og Víkings 19.10.2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum (umsagnaraðilum).

Samþykkt 3:0

12.KFÍA - tækifærisleyfi - lokahóf 26.10.2024

2409326

Tækifærisleyfi - lokahóf Knattspyrnufélags ÍA í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum 26.10.2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum (umsagnaraðilum). Bæjarráð leggur áherslu á að umsækjandi vinni málið í náinni samvinnu við forsvarsmann íþróttamála og íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

13.Höfði - viljayfirlýsing vegna stækkunar á Höfða

2409115

Dvalarheimilið Höfði - Frumdrög á kostnaðarmati vegna stækkunar Höfða.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samvinnu við framkvæmdastjóra Höfða og endurskoðanda Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

14.Mál nr. 199 2024 - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga nr. 802016 (fjöldaflótti) - Frestur 19.10.2024

2410067

Boð um samráð vegna máls nr. 199/2024 ?Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 (fjöldaflótti) - Umsagnafrestur til og með 19.10.2024
Lagt fram.

15.Haustþing SSV 2024

2409303

Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þann 16. október 2024, haldið í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvik.
Lagt fram.
Fulltrúar Akraneskaupstaðar á þinginu auk Haraldar Benediktssonar bæjarstjóra eru: Einar Brandsson (stjórnarmaður og þingfulltrúi), Guðmundur Ingþór Guðjónsson (varaþingfulltrúi), Valgarður L. Jónsson (þingfulltrúi), Ragnar B. Sæmundsson (stjórnarmaður og þingfulltrúi) og Liv Aase Skarstad (þingfulltrúi).

Einar Brandsson á því því miður ekki kost á að sækja þingið að þessu sinni og varafulltrúinn Ragnheiður Helgadóttir hefur ekki tök á að sækja þingið í stað Einars.

16.Mæðrastyrksnefnd - styrktarbeiðni

2410105

Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni vegna jólaúthutlutunar 2024.
Bæjarráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd Akraness styrk vegna jólaúthlutunar 2024 samtals að fjárhæð kr. 500.000 en gert var ráð fyrir útgjöldunum í áætlun ársins.

Samþykkt 3:0

17.Sementsverksmiðjan - áframhaldandi rekstur

2409322

Erindi Sementsverksmiðjunnar ehf. varðandi áframhaldandi rekstur á núverandi stað.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs situr fundinn undir þessum lið
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með hliðsjón af fyrirliggjandi áformum Akraneskaupstaðar um uppbyggingu á svæðinu en ráðgerður er fundur bæjarstjóra og forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar þann 28. október nk.

Samþykkt 3:0

18.Suðurgata 106 - Umsókn um byggingarlóð ÚTHLUTAÐ

2408248

Umsækjandi fékk lóðinni úthlutað í útdrætti þann 26. september 2024 en hefur nú óskað eftir heimild til skila á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar skil á lóðinni skv. fyrirliggjandi reglum og lóðin fer þá á listann yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00