Fara í efni  

Bæjarráð

3575. fundur 24. október 2024 kl. 08:15 - 14:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2034

2409132

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025 (2026 - 2034).

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sigurður Páll situr fundinn áfram undir dagskrárlið nr. 2 og Kristjana Helga undir dagskrárliðum nr. 2 til og með nr. 3.

Áætlunin er til áframhaldandi meðferðar hjá bæjarráði.

Samþykkt 3:0

2.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 er til vinnslu hjá bæjarráði.
Áætlunin er til áframhaldandi meðferðar hjá bæjarráði.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll víkur af fundi.

3.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Mánaðaryfirlit janúar - ágúst
Lagt fram.

Kristjana Helga víkur af fundi.

4.Afskriftir 2024

2410164

Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 16. október 2024.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afskriftarbeiðni sýslumannsins á Akranesi dags. 16. október 2024, samtals að fjárhæð kr. 2.421.593.
Um er að ræða fyrndar kröfur vegna opinberra gjalda sem þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir og árangurslaus fjárnám hefur ekki tekist að innheimta. Elstu kröfurnar eru frá árinu 2013 og eru kröfurnar fyrndar frá um miðju ári 2023. Samtals eru þessar kröfur að fjárhæð kr. 2.419.633.
Einnig er um að ræða kröfu á hendur dánarbúi, þar sem skiptum var lokið á árinu 2017 og álagning tilkomin eftir það tímamark og krafan fyrnd frá 1. júní 2022. Krafan er að fjárhæð kr. 1.960.

Samþykkt 3:0

5.Áfangaskýrsla II- Kostnaðar og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks

2410035

Starfshópur á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis hefur skilað áfangaskýrslu II um kostnaðar og ábyrgðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks.

Á grunni áfangaskýrslu I gerðu Ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samkomulag þann 15. desember síðastliðinn og endurnýjaði félags- og vinnumarkaðsráðherra umboð starfshópsins á grundvelli þess með og afmörkun verkefna á ákveðin málasvið, m.a. fyrirkomulag SIS - A mats, stöðu og framtíð barna og ungmenna með fjölþættan vanda og áætlun um að uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við lög nr. 39/2018.

Bókun velferðar- og mannréttindaráðs 3. október 2024:

Velferðar- og mannréttindaráð skorar á aðila að ná niðurstöðu í málefnum er varða börn og ungmenni með fjölþættan vanda fyrir árslok 2024 þannig að kostnaði, vegna þriðja stigs þjónustu, verði alfarið mætt af Ríkinu eigi síðar en frá áramótum 2024.
Lagt fram.

Bæjarráð tekur undir bókun velferðar- og mannréttindaráðs frá 3. október 2024.

Samþykkt 3:0

6.Halloween ball FVA - tækifærisleyfi

2410166

Umsókn um tækifærisleyfi vegna Halloween balls FVA 7. nóvember 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum (umsagnaraðilum).

Samþykkt 3:0

7.MR06 ehf. - umsókn um veitingaleyfi

2410173

Umsókn um veitingaleyfi fyrir MR06 ehf. til að reka veitingahús í flokki III, tegund A-veitingahús, að Kirkjubraut 8-10 í húsnæði þar sem nú er virkt veitingahúsaleyfi fyrir veitingarekstur Lighthouse Restaurant ehf.
Bæjarráð er mótfallið breytingu varðandi lengingu á útiveitingaleyfi frá 23.00 til 00:00.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir að öðru leyti við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar, Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirlitinu og lögreglustjóra Vesturlands.

Samþykkt 3:0

8.SSV - Sóknaráætlun 2025 -2029 til kynningar

2410202

Sóknaráætlun SSV 2025-2029, lokagagn til kynningar
Lagt fram.

9.Loftlyftukerfi Laugarbraut 8

2403246

Málið hefur verið til skoðunar hjá umsjónarmanni fasteigna Akraneskaupstaðar og forstöðumanni Laugarbrautar 6.

Jórunn Petra Guðmundsdóttir forstöðumaður Laugarbrautar, Kristín Þóra Jóhannsdóttir deildarstjóri Laugarbrautar og Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið og viðauka nr. 21 vegna ráðstöfunarinnar samtals að fjárhæð kr. 5.736.000, sem mætt verður með lækkun á rekstrarafgangi ársins 2024 og færður á deild 02260-4660.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja eftir umsókn Akraneskaupstaðar í tengslum við bætt aðgengismál sem tengist framangreindri ráðstöfun.

Samþykkt 3:0

Gestir víkja af fundi.

10.Brú lífeyrissjóður - Endurgreiðsluhlutfall lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar 2025

2410192

Brú lífeyrissjóður - Endurgreiðsluhlutfall LA 2025
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sjóðsstjórnar Brúar lífeyrissjóðs dags. 14. október 2024 sbr. tillögu tryggingarstærðfræðings sjóðsins dags. 18. september 2024 um óbreytt 67% endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2025 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð áréttar fyrri ósk sína frá því í sumar um að framkvæmdastjóri Brúar Lífeyrissjóðs komi á fund bæjarráðs þar sem kostur gefist á að ræða nánar um afstöðu sjóðsstjórnar til erinda bæjaryfirvalda á Akranesi um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstar verði ákvarðað með öðrum og breyttum hætti en regluverkið gerir ráð fyrir í dag. Akraneskaupstaður telur að endurgreiðsluhlutfall einstaka launagreiðenda réttindasafnsins sé of lágt enda verið að ganga á innborganir kaupstaðarns (varasjóð) vegna óskyldra launagreiðenda og það gert á grundvelli bakábyrðar Akraneskaupstaðar samkvæmt samþykktum sjóðsins.

Samþykkt 3:0

11.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Vinna vegna fjárhagslegrar markmiðasetningar bæjarstjórnar Akraness hefur staðið yfir og nú tekin upp aftur í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.



Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið og Magnús Kristjánsson sérfræðingur hjá KPGM.



Málið er til áframhaldandi vinnu í bæjarráði og gert ráð fyrir sameiginlegum vinnufundi bæjarstjórnar síðar í haust um markmiðasetninguna en vilji stendur til að vinna verkefnið samhliða fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2025 og tímabilsins 2026 til og með 2028.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga og Magnús Kristjánsson víkja af fundi.

12.Stytting vinnuvikunnar 2024

2410207

Kjarasamningar ársins 2024 gera ráð fyrir styttingu vinnuvikunnar sem frá 1. nóvember nk. verður vikulegur vinnutími starfsmanna 36 klst í stað 40 stundir.



Samhliða þessu falla út kaffitímar starfsmanna og gert ráð fyrir samþjöppun vinnutíma eins og verið hefur skv. reynslutíma Betri vinnutíma á fyrra kjarasamningstímabili.
Bæjarráð samþykkir erindið sem tilraunaverkefni frá og með 1. nóvember næstkomandi til og með 30. apríl 2025.

Samþykkt 3:0

13.Stjórnsýslu- og fjármálasvið Launafulltrúi Umsókn til ráðningarnefndar

2410127

Umsókn sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um heimild til ráðningar launafulltrúa í viðbótar 50% stöðugildi en ráðningarnefnd hefur ekki heimild til að samþykkja erindi sem fela í sér stöðugildi umfram samþykktar heimildir.
Bæjarráð samþykkir að launaáætlun stjórnsýslu- og fjármálasviðs vegna ársins 2025 taki mið af erindinu en verkefni sviðsstjóra verður þá að mæta viðbótarútgjöldunum með samsvarandi hagræðingu í öðrum rekstrarkostnaði þeirra vinnubóka sem falla undir hans ábyrgðarsvið.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00