Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028
2406142
Aukafundur um fjárhagsáætlun verður þann 21. nóvember 2024.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Haraldur Benediktsson þurfti að víkja af fundi kl. 09:00 en tók sæti að nýju á fundinum kl. 12:00.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Haraldur Benediktsson þurfti að víkja af fundi kl. 09:00 en tók sæti að nýju á fundinum kl. 12:00.
2.Heilsuefling eldra fólks
2402299
Heilsuefling eldra fólks, verkefnið "Sprækir skagamenn". Verkefnið hófs í september 2024 eftir að bæjarstjórn samþykkti samning á milli Akraneskaupstaðar og ÍA þess efnis vegna ársins 2024. Kostnaði vegna verkefnisins vegna ársins 2025 var vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2025 þegar fyrir lægi hvernig þátttakan og viðbrögð eldra fólks yrðu við verkefninu.
Nú liggja þessar upplýsingar fyrir ásamt kostnaðargreiningu. Óskað eftir ákvörðun bæjarráðs um framhald verkefnisins á árinu 2025.
Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Nú liggja þessar upplýsingar fyrir ásamt kostnaðargreiningu. Óskað eftir ákvörðun bæjarráðs um framhald verkefnisins á árinu 2025.
Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir fjármagni vegna verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2025 og að verði samkvæmt sömu forsendum og þar með sömu mánaðarlegri fjárhæð og á árinu 2024.
Gert verður því ráð fyrir fjármagni að fjárhæð um 10,8 m.kr. til verkefnisins á árinu 2025.
Samþykkt 3:0
Gert verður því ráð fyrir fjármagni að fjárhæð um 10,8 m.kr. til verkefnisins á árinu 2025.
Samþykkt 3:0
3.Jólagjafir starfsmanna Akraneskaupstaðar 2024
2411149
Fyrirkomulag varðandi jólagjafir starfsmanna 2024.
Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að fyrirkomulag vegna jólagjafa til starfsmanna Akraneskaupstaðar vegna ársins 2024 verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögu um rafræn gjafabréf sem nýtt verði í heimabyggð.
Málið er unnið í samstarf við fyrirtækið YAY en það opnar fyrir möguleika fyrirtækjanna á Akranesi sem vilja taka þátt í verkefninu, til að geta tekið við gjafabréfum allra notenda YAY hugbúnaðarins sem eru yfir 50.000 talsins.
Samþykkt 3:0
Harpa Hallsdóttir víkur af fund.
Málið er unnið í samstarf við fyrirtækið YAY en það opnar fyrir möguleika fyrirtækjanna á Akranesi sem vilja taka þátt í verkefninu, til að geta tekið við gjafabréfum allra notenda YAY hugbúnaðarins sem eru yfir 50.000 talsins.
Samþykkt 3:0
Harpa Hallsdóttir víkur af fund.
4.Tjarnarskógar 2 - umsókn um byggingarlóð - úthlutun samþykkt
2402179
Erindi SH holding ehf. um skil á lóðinni sem úthlutað var þann 29. febrúar 2024.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar sem er þann 28. nóvember nk.
Samþykkt 3:0
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar sem er þann 28. nóvember nk.
Samþykkt 3:0
5.Fundir bæjarráðs 2024
2403027
Samkvæmt fyrirliggjandi fundadagskrá bæjarráðs er fundur þann 26. desember nk.
Samþykkt að bæjarráð fundi þann 19. desember nk. kl. 08:15 og að fundurinn þann 26. desember nk. falli niður.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 14:30.
Gert er ráð fyrir aukafundi í bæjarráði þann 5. desember nk. þar sem áætlunin verði afgreidd út bæjarráði og vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þann 10. desember nk.
Samþykkt 3:0