Bæjarráð
Dagskrá
1.Afskriftir vegna ársins 2024
2501182
Tillaga fjármálastjóra um afskriftir á árinu 2024, samtals að fjárhæð kr. 3.917.588. Um er að ræða kröfur þar sem innheimtuaðgerðir hafa ekki borið árangur, fyrirliggjandi er mat um árangursleysi og í sumum tilvikum eru kröfurnar fyrndar.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
2.Úttekt á rekstri og fjárhag
2312188
Málið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 19. desember 2024 og gert ráð fyrir að taka það upp að nýju á fyrsta fundi ráðsins þann 16. janúar 2025.
Stefnt að því að vinna bæjarfulltrúa við fjárhagslega markmiðasetningu haldi áfram og fyrsti vinnufundur verði þann 11. febrúar nk. í kjölfar reglulegs bæjarstjórnarfundar. Þar verði m.a. sett upp fundaætlun og tímsetning um hvenær vinnunni ljúki með samþykkt markmiðanna með fari í gegnum tvær umræður í bæjarstjórn.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Akralundur 59 - skil á lóð.
2408266
Forsvarsmenn BS-eignir ehf. óska eftir að skila lóðinni Akralundi 59 sem bæjarráð úthlutaði þeim á fundi 27. september sl.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárliðum nr. 4 til og með 9.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárliðum nr. 4 til og með 9.
Bæjarráð telur að samkvæmt lögum, reglum Akraneskaupstaðar og útboðsskilmálum, hvíli ekki skylda á Akraneskaupstað til að samþykkja beiðni lóðarhafa um skil á lóðinni og endurgreiðslu þess hluta gjaldanna. Þrátt fyrir framangreint felur bæjarráð sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skipulags- og umhverfissviðs, miðað við aðstæður í málinu, að ræða við lóðarhafa um beiðnina þ.m.t. hvort forsendur séu til að gera samkomulag um skil lóðarinnar og fyrirkomulag um endurgreiðslu gatnagerðargjaldsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Lóðir við Lækjarflóa - ósk um framlengingu á samningum
2407166
Farið yfir ósk Merkjaklappar um framlenginu á samningum vegna Lækjarflóa 2, 4, 6, 8, 16 og 18 og 22.
Forsvarsmenn Merkjaklappar, Alexander Eirikssson og Guðmundur Sveinn Einarsson sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Forsvarsmenn Merkjaklappar, Alexander Eirikssson og Guðmundur Sveinn Einarsson sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar gestum fyrir komuna á fundinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Gestir víkja af fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Gestir víkja af fundi.
5.Drög að samþykki um gæludýrahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi
2501065
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - drög að samþykki um gæludýahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi.
Bæjarráð vísar samþykktinni til skipulags- og umhverfisráðs sem skili umsögn Akraneskaupstaðar til Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
6.Tilboðsgögn Miðbæjarreitur - Suðurgata 57, Suðurgata 47, Skólabraut 24
2411193
Tilboðsgögn vegna sölu á Suðurgötu 57,47,47a og Skólabraut 24.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi aðferðarfræði vegna fyrirhugaðs útboðs vegna Suðurgötu nr. 57, nr. 47, 47a og Skólabrautar nr. 24 og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
7.Tjarnarskógar 2 - skil á lóð.
2402179
Lóðarhafi óskar eftir að skila lóðinni að Tjarnarskógum 2.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fyrirkomulag og felur bæjarstjóra frágang málsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Viljayfirlýsing vegna uppbyggingar á Smiðjuvöllum
2501216
Viljayfirlýsing vegna uppbyggingar á Smiðjuvöllum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins sem komi svo að nýju til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
9.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023
2303217
Yfirferð um stöðu framkvæmda o.fl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að það komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs þann 30. janúar nk.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
10.Reglur um heilsueflingarstyrk
2412040
Lagt er til að reglur um heilsueflingarstyrk verði gerðar skýrari og aðgengilegar á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um heilsueflingarstyrk.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
11.Ráðning viðburðastjóra 2025
2409125
Lagt er til endurráðning viðburðastjóra frá árinu 2024.
Bæjarráð óskar eftir nánari greiningu sem liggur að baki þeirri fjárhæð sem lögð er til grundvallar ráðningu viðburðarstjóra.
Málið komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs þann 30. janúar næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Málið komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs þann 30. janúar næstkomandi.
Samþykkt 3:0
12.Afnot af húsnæði Akraneskaupstaðar fyrir myndlistarnámskeið 2025
2501082
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að heimila endurgjaldslaus afnot af húsnæði Akraneskaupstaðar vegna myndlistanámskeiðs 2025. Námskeiðið verður í 10 vikur og skráningar mun fara fram í gegnum Abler.
Bæjarráð heimilar afnotin sem slík en telur sig ekki geta gert það án endurgjalds. Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í samvinnu við forstöðumann íþróttamannvirkja og íþróttamála að útfæra gjaldtökuna.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 14:25.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð leggur áherslu á skjalfestingu allra ferla vegna meðferðar krafna af þeim toga sem afskrifaðar eru nú og ferlarnir verði kynntir í bæjarráði og viðeigandi fagráðum.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.