Bæjarráð
Dagskrá
1.OR - fráveitusamningur
1211003
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi mættu til viðræðna. Tillaga að viðauka við samning um sameiningu fráveitu Akraness og Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. desember 2005. Minnisblað fjármálastjóra dags. 6. desember 2012
2.Starfslok bæjarstjóra
1211063
Samkomulag um starfslok bæjarstjóra frá 7. nóvember 2012. Tölvupóstur Árna Múla Jónassonar frá 19. nóvember 2012.
Árni Múli fer fram á að starfslokum hans verði flýtt um einn mánuð miðað við gert samkomulag.
Bæjarráð samþykkir erindið.
3.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.
1206088
Tillaga starfshóps um breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar til bæjarstjórnar 11. desember 2012.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
4.IPA umsókn um fjármagn, Akraneskaupstaður - meðumsækjendur Borgarbyggð, Rauði krossinn á Akranesi og
1205072
IPA umsókn Akraneskaupstaðar send 30. nóvember 2012, meðumsækjendur eru Borgarbyggð, Rauði krossinn á Akranesi og Rauði krossinn í Borganesi.
Lagt fram.
5.IPA umsókn, Rauði kross Íslands - meðumsækjendur Akraneskaupstaður, Fjarðarbyggð og Reykjavík.
1212078
Umsókn Rauða krossins á Íslandi send 30. nóvember 2012, þar sem meðumsækjendur eru, Akraneskaupstaður, Fjarðarbyggð og Reykjavíkurborg.
Lagt fram.
6.Vaxtarsamningur Vesturlands
1209084
Tölvupóstur félags ferðaþjónustuaðila á Akranesi dags. 12.desember 2012, ásamt umsókn um vaxtarsamning Vesturlands.
Bæjarráð samþykkir aðild að umsókninni. Framlag Akraneskaupstaðar verði tekið til umfjöllunar og afgreiðslu ef styrkumsóknin verður samþykkt. Gengið verði út frá að framlag kaupstaðarins verði að stofni til sem vinnuframlag starfsmanna kaupstaðarins.
7.Tilmæli til sveitarfélaga
1211259
Bréf Samkeppniseftirlitsins dags. 29.11.2012 ásamt tilmælum til sveitarfélaga.
Lagt fram.
8.Frumvarp til laga, mál nr. 291 - um tekjustofna sveitarfélaga
1212066
Tölvupóstur Alþingis dags. 7.12.2012 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs) mál númer 291.
Lagt fram.
9.Frumvarp til laga, mál nr. 290 - um gatnagerðargjald
1212065
Tölvupóstur Alþingis dags. 7.12.2012 þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar) mál nr. 290.
Lagt fram.
10.OR - eigendanefnd - eigendastefna
1007020
Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur dags. 30. nóvember 2012.
Lögð fram.
11.Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013
1211128
Drög að samningi Velferðarráðuneytisins og Akraneskaupstaðar um framkvæmd verkefnisins "Virkni og vinna - átak til atvinnu 2013"
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
12.Faxaflóahafnir - kynningarfundur um verkefni á Grundartanga 2013
1212033
Kynningarfundur um verkefni á Grundartanga verður haldinn 13. desember n.k.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundinum.
13.Fundargerðir atvinnumálanefndar
1107115
Fundargerðir starfshóps um atvinnumál nr.23 frá 31. október 2012 og nr.24 frá 28. nóvember 2012.
Lagðar fram.
14.OR - fundir eigendanefndar
1112159
Fundargerð eigendafundar frá 30. nóvember 2012.
Lögð fram.
15.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012
1202024
801. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. nóvember 2012.
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 16:20.
Bæjarstjóra, fjármálastjóra og endurskoðenda falið að fylgja málinu eftir við fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur í samræmi við umræður á fundinum.