Fara í efni  

Bæjarráð

3193. fundur 25. júlí 2013 kl. 16:00 - 19:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Einar Brandsson Varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Langtímaveikindi starfsmanna 2013 - ráðstöfun fjármuna

1211106

Erindi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 3. júlí og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs dags. 16. júlí 2013, þar sem óskað er eftir kr. 14.989.013,- vegna langtímaveikinda starfsmanna.

Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 14.989.013 vegna langtímaveikinda starfsmanna hjá stofnunum Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar til og með júní 2013. Upphæðin verði tekin af liðnum langtímaveikindi starfsmanna 21-95-1690.

2.Fundargerðir 2013 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1301584

807. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. júní 2013.

Lögð fram.

3.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 30

1306004

Fundargerð starfshóps um atvinnu- og ferðamál frá 5. júní 2013.

Lögð fram.

4.Starfshópur um atvinnumál - 29

1305009

Fundargerð starfshóps um atvinnumál frá 8. maí 2013.

Lögð fram.

5.Þjónusta við hælisleitendur

1307071

Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 10.júlí 2013, þar sem kynnt er átaksverkefni í búsetu- og stjórnsýslumálum hælisleitenda sem miðar að því að stytta málsmeðferðartíma og bæta stjórnsýslu.

Lagt fram.

6.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014

1307015

Minnisblað Gunnlaugs Júlíussonar dags. 28. júní 2013, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014.

Lagt fram.

7.Deiliskipulagsbreyting Akurshóllinn (Akursbraut 5)

1307062

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 17. júlí 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi vegna Akurshóls (Akursbraut 5)verði auglýst samkv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi vegna Akurshóls (Akursbraut 5) verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Aðalskipulagsbreyting Akurshóll (Akursbraut 5)

1305212

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 17. júlí 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi vegna Akurshóls (Akursbraut 5)verði auglýst samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi vegna Akurshóls (Akursbraut 5) samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulagbreyting Garðholti 3, Byggðasafnið að Görðum.

1305210

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 12. júlí 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga vegna Garðaholts 3, Byggðasafnið í Görðum, verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillögu vegna Garðaholts 3.

10.Stefnumót við Skagamenn - það sem elstu menn muna

1301249

Tilboð Haraldar Bjarnasonar og Friðþjófs Helgasonar um klippingu og vinnu vegna myndbandsverkefnisins " Stefnumót við Skagamenn - Það sem elstu menn muna" lagt fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar fyrir vinnu við söfnun og varðveislu þessara mikilvægu heimilda og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2014.

11.Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013 - starfshópur

1211118

Erindi verkefnastjóra fjölskyldusviðs dags. 2. júlí 2013 f.h. starfshóps um endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra, þar sem óskað er eftir fresti til kynningar á áfangaskýrslu fyrir bæjarráði fram í ágúst.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

12.Einigrund 2 - tilboð um kaup á íbúð 0303 (210-2549)

1303062

Kauptilboð Akraneskaupstaðar í íbúð að Einigrund 2, að upphæð kr. 10.000.000,- að meðtöldum sölulaunum, lagt fram til staðfestingar bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir kauptilboð á íbúð að Einigrund 2 að fjárhæð 10.000.000 kr.- sem skipist annars vegar í kaupverð kr. 9.820.000 og hins vegar í sölulaun kr. 180.000.

13.Skógræktarfélag Akranes - beiðni um styrk og viðræður

1302069

Jens Baldursson, Bjarni Þóroddsson, Stefán Teitsson og Philippe Ricart mættu til viðræðna á fundinn f.h. Skógræktarfélagsins, ásamt Írisi Reynisdóttur garðyrkjustjóra.

14.Umsóknir í tækjakaupasjóð

1303138

Erindi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 3. júlí 2013, þar sem óskað er eftir fjárveitingu úr tækjakaupasjóði að upphæð kr. 575.000,- vegna kaupa á tölvu fyrir Skagastaði að upphæð kr. 325.000,- og kaupa á fartölvu fyrir skólasálfræðing skólaskrifstofu að upphæð kr. 250.000,-

Bæjarráð samþykkir að veita eftirtöldum aðilum fjárveitingu úr tækjakaupasjóði:
1. Skagastaðir, að upphæð kr. 325.000.
2. Sálfræðingur skólaskrifstofu, að upphæð kr. 250.000.

15.Búsetuúrræði f. fatlaða

1306157

Erindi fjölskylduráðs dags. 3. júlí 2013, þar sem lagt er til að vanáætlaður kostnaður Akraneskaupstaðar að upphæð kr. 4.640.000,- , í tilraunaverkefni með Reykhólahreppi og Hvalfjarðarsveit, verði samþykktur.

Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 4.640.000 vegna búsetuþjónustu við fatlaða haustið 2013. Upphæðin verður tekin af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.

16.Starfsheitið leikskólasérkennari

1303022

Erindi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 5. júlí 2013, þar sem lagt er til, að samþykkt verði að greiða leikskólakennara skv. tilmælum stéttarfélags vangoldin laun frá skólaárinu 2010-2011.

Bæjarráð samþykkir að leiðrétta laun leikskólakennara hjá Akraneskaupstað samkvæmt starfslýsingu leikskólasérkennara frá og með skólaárinu 2010-2011 að fjárhæð kr. 235.000. Upphæðin verður tekin af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.

17.Sérdeild - starfsmannamál 2013-2014

1306101

Erindi fjölskylduráðs dags. 21. júní 2013, þar sem ósk skólastjóra Brekkubæjarskóla um viðbótarráðningu á 1,5 stöðugildi stuðningsfulltrúa og 1 stöðugildi kennara við sérdeild, er vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir viðbótarráðningu um 1,5 stöðugildi stuðningsfulltrúa við sérdeild Brekkubæjarskóla vegna aukningar á nemendafjölda á komandi skólaári. Um er að ræða kr. 1.500.000 á árinu 2013. Upphæðin verður tekin af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.

18.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Erindi framkvæmdaráðs dags. 27. júní s.l. þar sem óskað er samþykkis á tilboði Reykjanesbæjar í hjólarampa að fjárhæð kr. 2,1 millj.

Bæjarráð samþykkir erindið.

19.Strætó Akraness - styttra morgunhlé v/ leikskóla

1307036

Erindi deildarstjóra leikskólanna mótt: 2. júlí s.l. þar sem óskað er eftir að bæta við ferð innanbæjarstrætisvagns í morgunhléi, til að auðvelda heimsóknir á milli leikskóla.
Framkvæmdaráð lagði á fundi sínum 23. júlí s.l. til að málinu verði vísað til umfjöllunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð tekur undir samþykkt framkvæmdaráðs um að vísa málinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð telur mikilvægt að endurskoða áætlun strætisvagnaferða kaupstaðarins.

20.Greiðsla til 3. flokks karla hjá KFÍA vegna vinnu við afmælishátíð bæjarins.

1307067

Bæjarráð samþykkir greiðslu til 3. flokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA, vegna vinnu við afmælishátíð bæjarins, að upphæð kr. 150.000. Upphæðin verður tekin af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.

21.Norðurálsmót 2013

1210140

Styrkveiting til Knattspyrnufélags ÍA vegna Norðurálsmóts árið 2013.

Bæjarráð samþykkir að veita Knattspyrnufélagi ÍA styrk vegna Norðurálsmóts árið 2013 að upphæð 2.700.000.- kr. Upphæðin verður tekin af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.
Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að útfæra samkomulag við Knattspyrnufélag ÍA um aðkomu Akraneskaupstaðar að Norðurálsmótinu í knattspyrnu fyrir 7. flokk drengja á Akranesi til næstu þriggja ára.

22.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Skýringar deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 24. júlí 2013 og rekstrarniðurstaða fyrir janúar - maí 2013.

Rekstrarniðurstaða lögð fram.

23.Búsetuúrræði f. fatlaða haust 2013

1306157

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætir á fundinn og kynnir tillögur að breyttu formi á búsetu fatlaðra.

Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning breytinga á búsetuformi fatlaðra. Fjárveiting vegna verkefnastjórnunar, allt að kr. 1.000.000, verði tekin af málaflokki 13 deild 06.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00