Bæjarráð
1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011
1106063
Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 11. desember 2011, ásamt rekstrarniðurstöðum janúar - október 2011.
Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 10 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 6,7 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 63,4 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 123,9 millj. kr. á móti áætluðum hagnaði sem nemur 14,3 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 36,7 millj. kr á móti áætlun 26,9 millj. kr. tekjum, en 154,2 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 20,6 millj. kr. hagnaði í fjárhagsáætlun.
2.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011
1102040
Lögð fram.
3.Starfshópur um atvinnumál - 15
1112015
Lögð fram.
4.Starfshópur um atvinnumál - 14
1111037
Lögð fram.
5.Starfshópur um atvinnumál - 13
1111019
Lögð fram.
6.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags
903112
Guðmundur Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veitt verði heimild til að ljúka málinu í samræmi við niðurstöður matsnefndar eignarnámsbóta og að bæjarstjóra verði heimilað að undirrita nauðsynleg afsöl þar að lútandi. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.
7.Strætó bs. - útboð á akstri
1103168
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.
8.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði
1109135
Guðmundur Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting til kaupanna sem vísað verði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.
9.Endurgreiðsluhlutfall - Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
1112076
Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fjárveitingu vísað til fjárhagsáætlunar 2012.
10.Atvinnu- og nýsköpunarhelgi 9.-12. mars 2012.
1112079
Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012.
11.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar
1111088
Lagt fram.
12.Ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar
1112061
Lagt fram.
13.Kaup á tölvubúnaði
1112067
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.
14.Verkefni í nýsköpunar-, atvinnu- og ferðamálum
1112055
Bæjarstjóra falið að ræða við viðkomandi um áframhaldandi ráðningu til 31. ágúst 2012.
15.Afskriftir 2011
1109092
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
16.Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum
1112048
Lagt fram.
17.Nýbúafræðsla - framlög jöfnunarsjóðs 2012
1109114
Lagt fram.
18.Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar
1111158
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
19.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fyrirspurn um fráveitumál
1111071
Bæjarráð samþykkir að senda Heilbrigðiseftirliti Vesturlands fram komnar upplýsingar.
20.Miðbær 1 - umsókn um lóð
1110149
Bæjarráð hafnar beiðni Atlantsolíu samkvæmt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og að fyrirtækinu verði fundin önnur lóð.
21.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa
1110098
Lagt fram.
22.Frumvarp til laga - um Landsvirkjun o.fl.mál nr. 318
1112028
Lagt fram.
23.Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra
1112030
Lagt fram.
24.Fjárlagabeiðnir 2012
1110107
Lagt fram.
25.Þjónustukönnun Capacent Gallup.
1112037
Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting til verksins. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.
26.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag
1105061
Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri og Ívar Pálsson frá Lögmönnum mættu til viðræðna.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 18:10.
Lagt fram.