Bæjarráð
1.Fjárhagsáætlun 2013
1205099
Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar, Andrés Ólafsson mætir á fundinn.
2.Höfði - fjárhagsáætlun 2013
1210117
Lögð fram. Áætlunin verður felld undir heildarfjárhagsáætlun kaupstaðarins í samræmi við reglur þar um og lögð fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.
3.Höfði - fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.
1210123
Lagt fram. Áætlunin verður felld undir heildarfjárhagsáætlun kaupstaðarins í samræmi við reglur þar um og lögð fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.
4.Sólmundarhöfði 7 - þjónustu- og öryggisíbúðir
1109148
Tölvupóstur Hannesar Fr. Sigurðssonar verkefnastjóra hjá Reginn ehf. dags. 15. október 2012.
Bæjarráð vísar til samkomulags á milli aðila um uppbyggingu hússins sem gerði ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í árslok 2012. Aðilar samkomulagsins eru báðir sammála um að samningurinn sé úr gildi fallinn.
Í ljósi þessa leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að byggingar- og skipulagsfulltrúa verði falið að gera viðeigandi kröfur til eiganda hússins á grundvelli bygginga- og skipulagslaga, þannig að húsið verði byggt upp án frekari seinkunar í samræmi við gildandi samþykktir, eða aðrar ráðstafanir gerðar á grundvelli laga þar um.
5.Höfði - fjárhagsáætlun 2012
1206089
Bæjarráð samþykkir að tillaga stjórnar Höfða um viðaukaáætlun vegna ársins 2012 verði tekin og afgreidd við umfjöllun bæjarstjórnar á tillögu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar kaupstaðarins í heild sinni. Jafnframt að heimilað verði að hefja framkvæmdir við stækkun hjúkrunardeildar í samræmi við beiðni þar um.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Rætt var um ýmsa þætti sem snúa að fjárhagsáætlunargerð ársins, svo sem tekjuáætlun, ýmsa rekstrarþætti og fleira.