Fara í efni  

Bæjarráð

3167. fundur 18. október 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.10.2012 ásamt minnisblaði Benedikts Valssonar og Gunnlaugs Júlíussonar dags. 8.10.2012, samantekt um forsendur fjárhagsáætlana 2013.
Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar, Andrés Ólafsson mætir á fundinn.

Rætt var um ýmsa þætti sem snúa að fjárhagsáætlunargerð ársins, svo sem tekjuáætlun, ýmsa rekstrarþætti og fleira.

2.Höfði - fjárhagsáætlun 2013

1210117

Tillaga stjórnar Höfða að fjárhagsáætlun 2013.

Lögð fram. Áætlunin verður felld undir heildarfjárhagsáætlun kaupstaðarins í samræmi við reglur þar um og lögð fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Höfði - fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.

1210123

Tillaga stjórnar Höfða að fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.

Lagt fram. Áætlunin verður felld undir heildarfjárhagsáætlun kaupstaðarins í samræmi við reglur þar um og lögð fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.

4.Sólmundarhöfði 7 - þjónustu- og öryggisíbúðir

1109148

Samkomulag við Reginn Í1 ehf.um samstarf vegna byggingar íbúðarhúss að Sólmundarhöfða 7 á Akranesi.
Tölvupóstur Hannesar Fr. Sigurðssonar verkefnastjóra hjá Reginn ehf. dags. 15. október 2012.

Bæjarráð vísar til samkomulags á milli aðila um uppbyggingu hússins sem gerði ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í árslok 2012. Aðilar samkomulagsins eru báðir sammála um að samningurinn sé úr gildi fallinn.

Í ljósi þessa leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að byggingar- og skipulagsfulltrúa verði falið að gera viðeigandi kröfur til eiganda hússins á grundvelli bygginga- og skipulagslaga, þannig að húsið verði byggt upp án frekari seinkunar í samræmi við gildandi samþykktir, eða aðrar ráðstafanir gerðar á grundvelli laga þar um.

5.Höfði - fjárhagsáætlun 2012

1206089

Viðauki við fjárhagsáætlun Höfða ásamt tölvupósti dags. 18. október 2012 um samþykkt stjórnar Höfða frá 17. október 2012.

Bæjarráð samþykkir að tillaga stjórnar Höfða um viðaukaáætlun vegna ársins 2012 verði tekin og afgreidd við umfjöllun bæjarstjórnar á tillögu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar kaupstaðarins í heild sinni. Jafnframt að heimilað verði að hefja framkvæmdir við stækkun hjúkrunardeildar í samræmi við beiðni þar um.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00