Bæjarráð
1.Umsjón og eftirlit með slökkvitækjum í fasteignum Akraneskaupstaðar.
811026
2.Minnispunktar frá samráðsfundi SA, ASÍ ofl. sem haldinn var 7. nóvember 2008, vegna fjármálakreppu.
811068
Lagt fram.
3.Afturköllun undanþágu til hundahalds.
810173
Bæjarráð fellst á tillögu heilbrigðisfulltrúa Vesturlands.
4.Reglugerð um hávaða nr. 724/2008.
811072
Lagt fram.
5.Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni - Styrkbeiðni
811092
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.
6.Samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga vegna efnahagsástandsins.
811090
Erindinu vísað til umfjöllunar tómstunda- og forvarnarnefndar.
7.Open Days, Brussel 2008.
811050
Lagt fram.
8.Vinabær - Sørvágur.
811067
Bæjarráð þakkar góðar kveðjur.
9.Þakkir fyrir góðar viðtökur.
811091
Bæjarráð þakkar góðar kveðjur.
10.Norræna ráðherranefndin 2009.
811030
Lagt fram.
11.Jaðarsbakkar - Æfingasvæði
811064
Gögn lögð fram og vísað til fjárhagsáætlunar 2009.
12.Fundargerðir samráðshóps árið 2008.
811055
Lögð fram.
13.Fundargerðir rekstrarnefndar íþróttamannvirkja árið 2008.
811028
Fundargerðir og verkyfirlit lögð fram.
14.Fundargerðir Faxaflóahafna sf. árið 2008.
810088
Fundargerð lögð fram.
15.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2008
810055
Lögð fram.
16.Innkaupastefna Akraneskaupstaðar.
811111
Bæjarráð samþykkir að skipa einn fulltrúa frá hverjum flokki sem sæti á í bæjarstjórn að endurskoða reglurnar og leggja tillögur fyrir bæjarráð.
17.Verkferli vegna aukaverka.
811112
Bæjarráð samþykkir verkferlið og samþykkir að fela bæjarstjóra að kynna málið viðkomandi aðilum.
18.Umsókn til vinnumiðlunar Vesturlands vegna verkefna.
811114
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
19.Haustfundur þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitastjórnum á Vesturlandi í Ólafsvík 21. okt. 2008.
811051
Lagt fram.
20.Hugbúnaður vegna bókhalds.
811057
Bæjarráð samþykkir erindið eins og það er lagt fyrir.
21.Meðferð fjárhagsaðstoðar.
811058
Bæjarritari gerði grein fyrir fyrirkomulagi utankvarðaákvarðana nokkurra viðmiðunarsveitarfélaga Akraness. Bæjarráð samþykkir að sama fyrirkomulag verði viðhaft á Akranesi og er notað í viðkomandi sveitarfélögum. Bæjarritara og bæjarstjóra falið að ganga frá málinu með formlegum hætti við starfsmenn Fjölskyldusviðs og félagsmálaráð.
22.Grenndargámar
811005
Bæjarráð óskar eftir tillögu tækni- og umhverfissviðs varðandi erindið.
23.Sorpílát
811010
Bæjarráð telur eðlilegt að umhverfisnefnd geri beinar tillögur í málefnum sem þessum, tilgreini fjölda íláta og geri tillögu um staðsetningu. Erindinu vísað að öðru leiti til fjárhagsáætlunar 2009.
24.Sorpmál
811063
Bæjarráð samþykkir að haft verði samráð við Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð um sorphirðumálin og felur bæjarritara og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs meðferð málsins.
25.Samráðsfundir, útfærsla
810046
Bæjarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur í janúar n.k. og þá komi umhverfismál og önnur mál til umfjöllunar með öðrum málum. Bæjarstjóra falin undirbúningur málsins.
26.Stjórnsýslukæra Soffíu Magnúsdóttur, Kirkjubraut 40, Akranesi f.h. Kalmansvíkur ehf.
811073
Bæjarráð felur Jóhannesi Sveinssyni lögmanni hjá Landslögum að svara erindinu.
27.Endurnýjun samstarfssamnings við ÍA.
811027
Bæjarráð mun boða bréfritara á fund bæjarráðs.
28.Green globe kynning
811100
Lagt fram bréf Vaxtasamnings Vesturlands dags. 17.11.2008, þar sem leitað er eftir samvinnu við Akraneskaupstað um umhverfisvottun sveitarfélaga á Vesturlandi.
29.Frágangur þjóðvega á Akranesi.
811084
Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita samgönguráðherra bréf vegna svarbréfs Vegagerðarinnar með vísan til svars ráðherra á nýliðinni fjármálaráðstefnu um frágang þjóðvega í þéttbýli.
30.Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum
810089
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti skipulagsskrána eins og hún liggur fyrir. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
31.Rekstur Byggðasafnsins í Görðum.
811087
Lagt fram.
32.Stýrihópur um litaval á íþróttasvæði Jaðarsbakka.
811070
Bæjarráð samþykkir að haft verði samráð og leitað eftir tillögum eins og starfshópur óska eftir.
33.Greinagerð - samningur vegna þjónustu við innflytjendur 2007-2009.
811085
Vísað til fjárhagsáætlunar 2009.
34.Fjölmenningarsetur - tilnefning starfsmanns til samstarfs við Fjölmenningarsetrið.
811082
Erindinu vísað til afgreiðslu verkefnisstjóra Akranesstofu.
35.Endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastaðinn Galito, Stillholti 16-18, Akranesi.
811099
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Galito.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.