Bæjarráð
Dagskrá
Valdís Eyjólfsdóttir gegndi stöðu formanns á fundinum.
1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014
1405176
Rekstrarniðurstaða janúar - júní 2014 og skýringar deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 11.8.2014.
Lagt fram.
2.Navison - uppfærsla
1408036
Kostnaðaráætlun lögð fram.
Bæjarráð samþykktir fjárveitingu allt að 8,0 mkr. vegna kerfisuppfærslu bókhaldskerfis Akraneskaupstaðar.
Fjárhæðinni verði ráðstafað með hækkun á fjármagnslyklinum 28-01-0486 "Endurútreikningur láns" úr 0 kr. í 6,0 mkr. og hækkun á fjárfestingu aðalsjóðs um 2,0 mkr. sem tekið verði af handbæru fé.
Fjárhæðinni verði ráðstafað með hækkun á fjármagnslyklinum 28-01-0486 "Endurútreikningur láns" úr 0 kr. í 6,0 mkr. og hækkun á fjárfestingu aðalsjóðs um 2,0 mkr. sem tekið verði af handbæru fé.
3.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna svei
1408037
Endurskoðun á reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts vegna ársins 2014 og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.Deilisk.- Nýlendureitur, Melteigur 11 - 13 og Suðurgata 31 - 33.
1406200
Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 29.7.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna við Melteig 11-13 og Suðurgötu 31-33, samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að auglýsa breytinguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Deilisk. - Stofnanareitur - Heiðarbraut 40
1401127
Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 29.7.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda frá nágrönnum vegna breytinga á deiliskipulagi lóðar við Heiðarbraut 40, með eftirfarandi hætti:
1.
Felldur verður niður fyrirhugaður byggingarhluti suðvestan við núverandi byggingu.
2.
Fyrirhugaður byggingarhluti norðaustan við núverandi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja.
3.
Fjöldi bílastæði skulu a.m.k vera jafnmörg og fjöldi væntanlegra íbúða.
1.
Felldur verður niður fyrirhugaður byggingarhluti suðvestan við núverandi byggingu.
2.
Fyrirhugaður byggingarhluti norðaustan við núverandi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja.
3.
Fjöldi bílastæði skulu a.m.k vera jafnmörg og fjöldi væntanlegra íbúða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
6.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata 8b
1401204
Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7.7.2014, þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum að breytingu Breiðarsvæðis vegna Breiðargötu 8b.
Skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið.
Skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla frekari upplýsinga og gagna um málið.
7.Deilisk.- Grenja, Bakkatún 30
1405038
Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 12.8.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Grenja vegna Bakkatúns 30, í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skv. uppdrætti frá Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjonsson og félagar ehf. dagsettur í ágúst 2014.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.Markaðsstofa Vesturlands - samningur um Visitakranes.is
1406145
Erindi Markaðsstofu Vesturlands dags. 18.6.2014, þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi um rekstur "visit" - vefjanna. Hjálögð eru einnig drög að samningi um verkefnatengda þjónustu Markaðsstofu Vesturlands fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindsins vegna beiðni fulltrúa Markaðsstofu Vesturlands um kynningarfund með bæjarstjórn.
9.Blindraganga á Akrafjall
1407122
Erindi frá verkefnisstjóra mannréttindarmála Akraneskaupstaðar og framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um fyrirhugaða blindragöngu á Akrafjalli.
Bæjarráð fagnar framtakinu og hvetur fólk til að taka þátt í göngunni.
10.Fjallskilasamþykkt - fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorrada
1202233
Ný drög að fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar lögð fram til síðari umræðu.
Skipun í stjórn fjallskilaumdæmisins. (einn fulltrúi frá Akranesi og annar til vara)
Skipun í stjórn fjallskilaumdæmisins. (einn fulltrúi frá Akranesi og annar til vara)
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir drög að nýrri fjallskilasamþykkt.
Fyrir Akraneskaupstað verður Sigurður Páll Harðarson aðalmaður í stjórn og Steinar Adolfsson varamaður.
Fyrir Akraneskaupstað verður Sigurður Páll Harðarson aðalmaður í stjórn og Steinar Adolfsson varamaður.
11.Faxaflóahafnir - arðgreiðslur 2014
1408021
Bréf Faxaflóahafna dags. 6.8.2014, þar sem gerður er grein fyrir arði sem greiddur hefur verið til Akraneskaupstaðar að upphæð kr. 18.648.189,-
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:26.