Bæjarráð
1.Menningarráð Vesturlands - fjárhagsáætlun 2013
1209060
2.Visitakranes.is - samningur um rekstur ferðaþjónustuvefs
1209175
Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar stjórnar Akranesstofu.
3.Útleiga og sala húsnæðis - álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012
1209189
Lagt fram.
4.Þjónusta við fatlaða - ársreikningur 2011
1209184
Lagt fram.
5.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2013 og greinargerð
1209115
Bæjarráð staðfestir áætlunina fyrir sitt leyti.
6.Félagsmálasjóður Evrópu - kynning á starfsemi
1209177
Lagt fram.
7.Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og sveitarstjórnar - mál nr. 180
1210004
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við lagabreytinguna.
8.Endursending - Frumvarp til laga um vernd og orkunýtingu landsvæða - mál nr. 89.
1210005
Lagt fram.
9.Fjárhagsáætlun HEV 2013 og tillaga að gjaldskrá.
1209126
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir sitt leyti.
10.Ferðaþjónusta á Akranesi
1209082
Bæjarráð samþykkir að óska umsagnar Faxaflóahafna á hugmyndum bréfritara á uppbyggingu ferðaþjónustu við gömlu höfnina og samþykkir að vísa hugmyndum um hótel til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.
11.Kvartanir vegna dýrahalds 2012
1208155
Undirskriftarlisti lagður fram.
12.Fundargerðir atvinnumálanefndar
1107115
Lagðar fram.
13.Starfshópur um jafnréttisstefnu
1205094
Lagðar fram.
14.OR - fundargerðir 2012
1202192
Lögð fram.
15.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012
1201188
Lögð fram.
16.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012
1202024
Lögð fram.
17.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir 2012
1206079
Lögð fram.
18.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012
1202065
Lagðar fram.
19.Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Faxaflóahafna.
1205062
Lagt fram.
20.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.
1205132
Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 62,9 millj. kr., en til samanburðar er áætluð neikvæð niðurstaða 7,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 1,5 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 70,0 millj. kr.
Lagt fram.
21.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - nr.1
1209058
Fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögum til breytinga á fjárhagsáætlun ársins sem getið er í framlögðum viðauka við fjárhagsáætlun. Um er að ræða tilfærslur innan fjárhagsáætlunar ársins og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðu og sjóðsstreymi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
22.Fjárhagsáætlun 2013
1205099
Á fundinn mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri til viðræðna. Fjármálastjóri lagði fram gögn sem unnið er með við undirbúning fjárhagsáætlunar 2013.
23.Faxaflóahafnir - lánskjör
1210021
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðni Faxaflóahafna sf um framkomna skilmálabreytingu og lán hjá Landsbankanum verði samþykkt í samræmi við beiðni þar um.
24.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar
1210028
Bæjarráð óskar eftir fundi með stjórn Höfða og framkvæmdastjóra. Afgreiðslu málsins frestað.
25.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd
1007020
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
26.Samband sjávarútvegssveitarfélaga - samþykktir
1209066
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Akraneskaupstaður gerist formlegur aðili að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.
27.Gamli bragginn við Garðalund (vélaskemma)
1210020
Bæjarráð samþykkir að Akraneskaupstaður taki yfir brakkann við Garðalund. Bæjarritara falið að ganga frá nauðsynlegum skjölum þar að lútandi.
28.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.
1202219
Einar Brandsson og Guðmundur Páll Jónsson viku af fundi með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga. Í þeirra stað sátu fundinn við afgreiðslu þessa liðar þau Gunnar Sigurðsson og Dagný Jónsdóttir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt, en óveruleg breyting hefur verið gerð sem ekki á við meginatriði deiliskipulagsins. Breytingin hefur engin áhrif á byggingarmagn eða starfsemi á svæðinu, útsýni eða skuggavarp og er innan skekkjumarka aðalskipulags. Með breytingunni er aðgengi almennings að ströndinni, verðmætu útivistarsvæði, bætt í samræmi við markmið í aðalskipulagi og komið til móts við athugasemdir sem bárust í auglýstum athugasemdarfresti. Bæjarráð telur því ekki efni til þess að auglýsa skipulagstillöguna að nýju og leggur til við bæjarstjórn að hún svo breytt verði samþykkt sbr. grein 6.3.3 í skipulagsreglugerð nr 400/1998.
Gunnar og Dagný viku af fundi kl. 16:02.
29.Selveita, girðing
1209065
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar Framkvæmdastofu og framkvæmdaráðs.
30.Girðing á Botnsheiði - Fitjakirkjuland/ sala á landi
1206143
Með vísan til álits lögmanns Akraneskaupstaðar telur bæjarráð ekki forsendur til að verða við erindi bréfritara.
31.Ágóðahlutagreiðsla 2012
1209123
Lagt fram.
32.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.
1112141
Bæjarráð samþykkir beiðnina. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum "Óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1.
33.Risna, gjafir og móttaka gesta - reglur
1206211
Afgreiðslu frestað.
34.Laun forstöðuþroskaþjálfa
1203090
Afgreiðslu frestað.
35.Ráðning í starf forstöðumanns í búsetuþjónustu við fatlað fólk.
1209114
Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmanna- og gæðastjóra.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Afgreiðslu frestað.