Fara í efni  

Bæjarráð

3165. fundur 04. október 2012 kl. 15:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Menningarráð Vesturlands - fjárhagsáætlun 2013

1209060

Bréf Menningarráðs Vesturlands dags. 6. september 2012 ásamt fjárhagsáætlun 2013. Bréf bæjarráðs Grundarfjarðar dags. 3. október 2012, varðandi áætlunina.

Afgreiðslu frestað.

2.Visitakranes.is - samningur um rekstur ferðaþjónustuvefs

1209175

Tölvupóstur Magnúsar F. Ólafssonar dags. 21. september 2012 ásamt drögum að samningi um rekstur síðunnar visitakranes.is.

Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar stjórnar Akranesstofu.

3.Útleiga og sala húsnæðis - álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012

1209189

Bréf Samkeppniseftirlitsins dags. 25. september þar sem gert er grein fyrir áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012.

Lagt fram.

4.Þjónusta við fatlaða - ársreikningur 2011

1209184

Ársreikningur 2011 lagður fram.

Lagt fram.

5.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2013 og greinargerð

1209115

Fjárhagsáætlun 2013 ásamt greinargerð, lögð fram.

Bæjarráð staðfestir áætlunina fyrir sitt leyti.

6.Félagsmálasjóður Evrópu - kynning á starfsemi

1209177

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. september 2012.

Lagt fram.

7.Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og sveitarstjórnar - mál nr. 180

1210004

Tölvupóstur alþingis dags. 28. september 2012 þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við lagabreytinguna.

8.Endursending - Frumvarp til laga um vernd og orkunýtingu landsvæða - mál nr. 89.

1210005

Tölvupóstur alþingis dags. 28. september 2012 þar sem óskað er umsagnar á þingmáli um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun).

Lagt fram.

9.Fjárhagsáætlun HEV 2013 og tillaga að gjaldskrá.

1209126

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 18. september 2012 ásamt fjárhagsáætlun HeV 2013 og tillögu að gjaldskrá fyrir heilbrigðis-, mengunarvarna- og matvælaeftirlit á Vesturlandi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir sitt leyti.

10.Ferðaþjónusta á Akranesi

1209082

Bréf Gunnars Leifs Stefánssonar dags. 12. september 2012 ásamt skýrslu dags. 16. ágúst 2012 varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu á Akranesi við gömlu höfnina og byggingu hótels á Jaðarsbökkum.

Bæjarráð samþykkir að óska umsagnar Faxaflóahafna á hugmyndum bréfritara á uppbyggingu ferðaþjónustu við gömlu höfnina og samþykkir að vísa hugmyndum um hótel til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.

11.Kvartanir vegna dýrahalds 2012

1208155

Undirskriftarlisti 30 íbúa þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld fjarlægi hund á Akurgerði 19 vegna ógnandi framkomu.

Undirskriftarlisti lagður fram.

12.Fundargerðir atvinnumálanefndar

1107115

Fundargerðir atvinnumálanefndar nr. 20 og 21 frá 7. júní og 12. september 2012.

Lagðar fram.

13.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

Fundargerð starfshóps um jafnréttisstefnu nr. 4 frá 10. september 2012.

Lagðar fram.

14.OR - fundargerðir 2012

1202192

175. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. ágúst 2012.

Lögð fram.

15.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012

1201188

108. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 4. september 2012.

Lögð fram.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

799. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. september 2012.

Lögð fram.

17.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir 2012

1206079

Fundargerð Sorpurðunar Vesturlands frá 14. september 2012

Lögð fram.

18.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

66., 67. og 68. fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 28. mars, 25. júní og 3. september 2012.

Lagðar fram.

19.Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Faxaflóahafna.

1205062

Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 27. september 2012 ásamt fylgigögnum málsins. Fram kemur í bréfinu að Hvalfjarðarsveit er ekki tilbúin til að standa sameiginlega að stofnun fjárfestingarfélags ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahafna eins og lagt hafði verið til. Afgreiðslu var frestað og samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

Lagt fram.

20.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Rekstrarniðurstaða fyrir janúar - ágúst 2012. Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 3. október 2012.
Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 62,9 millj. kr., en til samanburðar er áætluð neikvæð niðurstaða 7,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 1,5 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 70,0 millj. kr.

Lagt fram.

21.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - nr.1

1209058

Bréf fjármálastjóra dags. 12.9.2012 ásamt fylgiskjölum málsins. Á fundinn mætti fjármálastjóri, Andrés Ólafsson til viðræðna.

Fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögum til breytinga á fjárhagsáætlun ársins sem getið er í framlögðum viðauka við fjárhagsáætlun. Um er að ræða tilfærslur innan fjárhagsáætlunar ársins og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðu og sjóðsstreymi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

22.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Drög að fjárhagsáætlun 2013 og minnisblað fjármálastjóra dags. 15.6.2012.

Á fundinn mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri til viðræðna. Fjármálastjóri lagði fram gögn sem unnið er með við undirbúning fjárhagsáætlunar 2013.

23.Faxaflóahafnir - lánskjör

1210021

Bréf Faxaflóahafna sf. dags. 28.9.2012 ásamt viðauka við skuldabréf Faxaflóahafna sf. Óskað er samþykki eigenda á skilmálabreytingu á láni Faxaflóahafna hjá Landsbanka Íslands upphaflega að fjárhæð 1 Ma kr, og veitingu viðbótarláns allt að 200 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðni Faxaflóahafna sf um framkomna skilmálabreytingu og lán hjá Landsbankanum verði samþykkt í samræmi við beiðni þar um.

24.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar

1210028

Bréf formanns framkvæmdanefndar Höfða dags. 2.10.2012. Óskað er heimildar eignaraðila um áframhaldandi framkvæmdir við endurbætur á eldri hjúkrunardeild Höfða.

Bæjarráð óskar eftir fundi með stjórn Höfða og framkvæmdastjóra. Afgreiðslu málsins frestað.

25.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

1007020

Erindi eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 26.9.2012. Farið er fram á að eigendur veiti heimild til stjórnar OR að hafinn verði undirbúningur á sölu allt að 49% hluta í Gagnaveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

26.Samband sjávarútvegssveitarfélaga - samþykktir

1209066

Tölvupóstur Svanfríðar Jónasdóttur og Eyrúnar Sigþórsdóttur dags. 2.10.2012 vegna ályktunar fundar 26.9.2012.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Akraneskaupstaður gerist formlegur aðili að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

27.Gamli bragginn við Garðalund (vélaskemma)

1210020

Tölvupóstur Tómasar Guðmundssonar dags. 24.september vegna boðs Golfklúbbsins Leynis um að Akraneskaupstaður yfirtaki gamla braggann við Garðalund og drög að afsali.

Bæjarráð samþykkir að Akraneskaupstaður taki yfir brakkann við Garðalund. Bæjarritara falið að ganga frá nauðsynlegum skjölum þar að lútandi.

28.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.

1202219

Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar um breytingu á deiliskipulagi Grenja. Samantekt framkvæmdastjóra ásamt mynd og upplýsingum dags. 27.9.2012. Á fundinn mættu til viðræðna Þorvaldur Vestmann og Runólfur Sigurðsson. Skýrðu þeir fyrirliggjandi tillögu og veittu nánari upplýsingar um skipulagið, færslu göngustígs og þau álitamál sem uppi hafa verið varðandi deiliskipulagstillöguna.

Einar Brandsson og Guðmundur Páll Jónsson viku af fundi með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga. Í þeirra stað sátu fundinn við afgreiðslu þessa liðar þau Gunnar Sigurðsson og Dagný Jónsdóttir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt, en óveruleg breyting hefur verið gerð sem ekki á við meginatriði deiliskipulagsins. Breytingin hefur engin áhrif á byggingarmagn eða starfsemi á svæðinu, útsýni eða skuggavarp og er innan skekkjumarka aðalskipulags. Með breytingunni er aðgengi almennings að ströndinni, verðmætu útivistarsvæði, bætt í samræmi við markmið í aðalskipulagi og komið til móts við athugasemdir sem bárust í auglýstum athugasemdarfresti. Bæjarráð telur því ekki efni til þess að auglýsa skipulagstillöguna að nýju og leggur til við bæjarstjórn að hún svo breytt verði samþykkt sbr. grein 6.3.3 í skipulagsreglugerð nr 400/1998.

Gunnar og Dagný viku af fundi kl. 16:02.

29.Selveita, girðing

1209065

Bréf garðyrkjustjóra dags. 13. september 2012. Óskað er viðbótarfjárveitingar vegna girðingar.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar Framkvæmdastofu og framkvæmdaráðs.

30.Girðing á Botnsheiði - Fitjakirkjuland/ sala á landi

1206143

Beiðni Brekkmanns ehf dags. 18. júní 2012, þar sem farið er á leit að afréttarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði verði girt frá jörðinni Brekku. Minnisblað Landslaga dags. 11. september 2012 varðandi lagaskyldur Akraneskaupstaðar um að kaupstaðurinn girði af landið sitt.

Með vísan til álits lögmanns Akraneskaupstaðar telur bæjarráð ekki forsendur til að verða við erindi bréfritara.

31.Ágóðahlutagreiðsla 2012

1209123

Bréf Brunabótar dags. 13. september 2012 um ágóðahlutagreiðslu vegna ársins 2012. Arður Akraneskaupstaðar árið 2012 er 3.465.000.-

Lagt fram.

32.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.

1112141

Bréf skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi dags. 17. september 2012 þar sem óskað er eftir viðbótarheimild til kaupa á skjávarpa í tónfræðistofu skólans, samtals kr. 108 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir beiðnina. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum "Óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1.

33.Risna, gjafir og móttaka gesta - reglur

1206211

Tillaga að reglum vegna risnu, gjafa og móttöku gesta hjá Akraneskaupstað ásamt minnisblaði starfmanna- og gæðastjóra dags. 6. september 2012.

Afgreiðslu frestað.

34.Laun forstöðuþroskaþjálfa

1203090

Tölvupóstur sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. september 2012 þar sem vakin er athygli á bókun í samstarfsnefnd frá 12. september 2012 og minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra og framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar dags. 20. september 2012.

Afgreiðslu frestað.

35.Ráðning í starf forstöðumanns í búsetuþjónustu við fatlað fólk.

1209114

Bréf Bandalags háskólamanna dags. 13. september 2012. BHM gerir athugasemdir við ráðingarferlið sem viðhaft var og fer fram á svör við nokkrum spurningum. Tillaga að svari starfsmanna- og gæðastjóra dags. 25. september 2012 við spurningum BHM.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmanna- og gæðastjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00