Bæjarráð
Dagskrá
1.Samfélagsverðlaun Akraness
1201133
Bæjarstjórn vísaði 17. janúar 2012, reglum um samfélagsverðlaun til umfjöllunar í bæjarráði.
2.Strætó bs. - útboð á akstri
1103168
Bæjarstjórn vísaði 17. janúar 2012, verksamningi um akstur milli Akraness og Mosfellsbæjar til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa opinn upplýsingafund um almenningssamgöngur á milli Akraness og Reykjavíkur.
3.Skagaverk ehf - skaðabótakrafa
1201083
Bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur dags. 5. janúar 2012 f.h. Skagaverks ehf. Lögð er fram skaðabótarkrafa vegna afturköllunar byggingarleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð á Kirkjubraut 39.
Bæjarráð felur lögmanni bæjarins að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Málið rætt og ákvörðun tekin um veitingu samfélagsverðlauna á árinu 2012.