Fara í efni  

Bæjarráð

3176. fundur 20. desember 2012 kl. 16:00 - 14:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri og settur bæjarritari
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Guðmundur Þór Valsson varamaður situr fundinn í stað Hrannar Ríkharðsdóttur aðalmanns.

1.OR - Ábyrgðagjald 2012

1207068

Minnisblað OR dags. 13. desember 2012 og minnisblað Reykjavíkurborgar dags. 17. desember 2012, varðandi álagningu ábyrgðargjalds Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012.

Lagt er til að eignaraðilar samþykki að haga álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2012 þannig að 0,48% ábyrgðargjald verði lagt á lán vegna samkeppnishluta fyrirtækisins og 0,375% á lán vegna sérleyfishluta en ekki verði lagt ábyrgðargjald á eigendalán til fyrirtækisins.
Greinargerð
Tillagan byggir á mati Summu ehf á hæfilegu ábyrgðargjaldi á lán vegna samkeppnisrekstrar OR annars vegar og hins vegar á óbreyttu ábyrgðargjaldi vegna lána vegna sérleyfisrekstrar. Mat Summu var framkvæmt í samræmi við ákvörðun borgarráðs 29. september 2011. Skipting lána milli samkeppnisrekstrar og sérleyfisrekstrar byggir á gögnum frá OR. Fyrirvari er gerður varðandi uppskiptingu lána á milli samkeppnishluta og sérleyfishluta vegna hugsanlegra athugasemda stjórnvalda eða ESA varðandi þá framkvæmd.
Við álagningu ábyrgðargjalds Orkuveitunnar þurfa eigendur að horfa til tveggja sjónarmiða. Annars vegar þarf ábyrgðargjaldið að vera til þess fallið að afnema að fullu þá ívilnun sem Orkuveitan nýtur, m.a. í formi hagstæðari lánskjara, vegna ábyrgðar eigenda á lánum sem stafa frá starfsemi fyrirtækisins sem er í samkeppni. Hins vegar verða eigendur að gæta þess að álagning gjaldsins taki mið af meðalhófi þannig að vægasta úrræði sé valið í anda góðrar stjórnsýslu og til að standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins.
Með hliðsjón af ofangreindu þýðir þetta að ábyrgðargjald vegna ársins 2012 verði um 870 mkr í stað um 782 mkr skv áætlun ársins.
Fjármálskrifstofa hefur þegar hafið undirbúning á mati á hæfilegu ábyrgðargjaldi vegna ársins 2013.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.OR - Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar

1111158

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11. desember 2012, um ádrátt á lánalínur.

Lagt fram.

3.OR - Gjaldskrá fyrir fráveitu

1212151

Gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fráveitu.

Eftirfarandi samþykkt var gerð:

,,Bæjarráð Akraness leggst ekki gegn fyrirhugaðri 8,5% hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fráveitu, enda hefur sú ákvörðun engin áhrif á efni samnings aðila frá 15. desember 2005. Lögð er áhersla á að eigendur Orkuveitu Reykjavíkur ljúki viðauka við samninginn fyrir 1. mars nk."

4.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Bréf bæjarstjórnar dags. 13. desember 2012, um breytingu á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

Lagt fram.

5.Grundaskóli - leiga á ljósritunarvél

1212144

Bréf skólastjóra Grundaskóla dags. 19.12.2012, þar sem óskað er eftir að fá að taka á leigu nýja ljósritunarvél þar sem leiga núverandi vélar rennur út í janúar n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið.

6.Dalbraut 1 - sjálfsafgreiðslustöð

1211257

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 18. desember 2012, þar sem óskað er álits bæjarráðs á erindi Smáragarðs ehf. um heimild til að breyta deiliskipulagi.

Bæjarráð telur fyrir sitt leyti að umrædd staðsetning sé ekki æskileg, en óskar jafnframt eftir upplýsingum frá Skipulags- og umhverfisstofu hvaða lóðir umsækjanda hefur verið bent á sem henta fyrir starfsemina skv. gildandi skipulagi.

7.Tekjutenging afslátta af þjónustugjöldum 2013

1211103

Bréf bæjarstjórnar dags. 12. desember 2012, um samþykkt frá 11. des. sl. varðandi tekjutengingu afslátta af þjónustugjöldum 2013, svohljóðandi:
,,Bæjarstjórn samþykkir að tekin verði upp tekjutenging við afsláttarkjör ýmissa gjaldskrá (þjónustugjalda) sem kaupstaðurinn innheimtir. Í því skyni að undirbúa slíkt fyrirkomulag, gjaldskrár, afslætti og tekjutengingu, samþykkir bæjarstjórn að skipa sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að undirbúa tillögu að breytingu á núverandi fyrirkomulagi.
Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum bæjarráðs til að vinna að málinu. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skal að skilum verkefnisins eigi síðar en 1. maí 2013."

Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að fresta skipun í starfshópinn til næsta reglulega fundar bæjarráðs.

8.Skólamál 2013

1211114

Bréf bæjarstjórnar dags. 12. desember 2012, um samþykkt varðandi skólamál, svohljóðandi:
,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir 30 m.kr. eignfærðri fjárfestingu hjá Eignasjóði þannig að hægt sé að leysa húsnæðisþörf grunnskólans vegna fjölgunar nemenda. Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til að kanna þörf á aukningu skólahúsnæðis til lengri tíma, leiðir til úrbóta til lengri og skemmri tíma. Bæjarráð gerir starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skuli að skilum tillagna eigi síðar en 1. mars 2013."

Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að fresta skipun í starfshópinn til næsta reglulega fundar bæjarráðs.

9.Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013

1211118

Bréf bæjarstjórnar dags. 12. desember 2012, um samþykkt bæjarstjórnar varðandi endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013, svohljóðandi:
,,Á árinu 2014 mun fara fram endurskoðun ríkis og sveitarfélaga á fjármálalegum hluta yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra. Í ljósi þess samþykkir bæjarstjórn að skipa starfshóp sem annist úttekt á yfirtöku Akraness á málefnu fatlaðra og þjónustu við þá og rekstrarumfangs kaupstaðarins í málaflokknum. Skoðuð verði sérstaklega sú þjónusta sem nú er veitt með hliðsjón af þeim fjármunum sem málaflokknum fylgdi. Skipaður verði þriggja manna starfshópur á vegum bæjarráðs til að vinna að málinu.
Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skal að skilum verkefnisins eigi síðar en 1. maí 2013."

Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að fresta skipun í starfshópinn til næsta reglulega fundar bæjarráðs.

10.Deiliskipulag í Stjórnartíðindum - áríðandi tilkynning

1211125

Tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 14. desember 2012, þar sem áðursent bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember s.l., um tímafresti í skipulagslögum er áréttað.
Einnig tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. desember 2012, þar sem athygli er vakin á samþykkt umræddra lagabreytinga á Alþingi 19. desember 2012.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00