Fara í efni  

Bæjarráð

3227. fundur 28. ágúst 2014 kl. 16:00 - 20:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjöliðjan - prókúra á bankareikning

1408132

Nauðsynlegt er að veita tilteknum embættismönnum prókúru á reikning Fjöliðjunnar.
Bæjarráð samþykkir að veita eftirtöldum aðilum prókúru á bankareikning Fjöliðjunnar, 0186-26-23843, kt. 440984-0539:
Andrési Ólafssyni, kt. 060951-4469, fjármálastjóra.
Elsu Jónasdóttur, kt. 040152-2969, fulltrúa og
Rannveigu Þórisdóttur, kt. 180462-5469, bókara.

2.Fundargerðir 2014 - stjórn Byggðasafnsins í Görðum

1401227

10. fundargerð stjórnar Byggðasafnsins að Görðum frá 21. maí 2014.
Lögð fram til kynningar.

3.Landsskipulagsstefna 2015-2026 - samráðsvettvangur

1401165

Tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags.12.8.2014 og skýrslan ,,Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir."
Lagt fram til kynningar.

4.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 2014

1408141

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25.8.2014 og kynningarbæklingur vegna námskeiðs fyrir nýjar sveitarstjórnir 2014, sem haldið verður um miðjan október n.k.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúar sæki fyrirhugað námskeið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

5.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Erindi afmælisnefndar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna dags. 12.8.2014.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningarmálanefndar og stjórnar Byggðasafnins í Görðum.

6.Jafnréttisstofa - landsfundur 2014 - bréf til sveitarstjórna

1408083

Tölvupóstur og bréf Jafnréttisstofu dags. 14.8.2014, um 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þar sem fram kemur að sveitarstjórnum beri að skipa jafnréttisnefndir sem skulu fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna innan viðkomandi sveitarfélags. Einnig er minnt á landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 19. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

7.Fasteignakaup - Suðurgata 64 - 66

1408171

Tilboð Íbúðalánasjóð í íbúðir á 2. og 3. hæð Suðurgötu 64, tilboð Bræðrabóls í lóðina Suðurgata 66 ásamt tölvupósti framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs dags.28.8. með upplýsingum um fasteignamat.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð um kaup á Suðurgötu 64 (2. og 3. hæð) og lóð á Suðurgötu 66, samtals að fjárhæð 30 mkr. og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun kaupsamninga um eignirnar.

Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir kaupunum í viðauka með hækkun fjárfestingar í fjárhagsáætlun 2014 ásamt kostnaði vegna löggerninganna sem þessu nemur og á móti komi samsvarandi lækkun á handbæru fé.

8.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata 8b

1401204

Tilkynning um afgreiðslu skipulags- umhverfisnefndar dags. 1.7.2014, um hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis.
Skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið.
Boðað hefur verið til kynningarfundar með forsvarsmönnum HB Granda miðvikudaginn 3. september nk. klukkan 17:00 þar sem hugmyndir að breytingum verða kynntar.

9.Deilisk. - Stofnanareitur - Heiðarbraut 40

1401127

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags.29.7.2014 og athugasemdir íbúa við deiliskipulagsbreytingu á lóð Heiðarbrautar 40. Einnig svar Draupnis lögmannsstofu f.h. Skarðseyrar dags.27.8.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tekið verði tillit til athugasemda nágranna með eftirfarandi hætti.
1. Felldur verði niður fyrirhugaður byggingarhluti suðvestan við núverandi byggingu.
2. Fyrirhugaður byggingarhluti norðanaustan við núverandi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja.
3. Fjöldi bílastæða skulu a.m.k vera jafnmörg og fjöldi væntanlegra íbúða.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Frumvarp til laga nr. 251 - lögreglustjórar (og sýslumenn), breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996

1401225

Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður lögreglustjóri á Vesturlandi og Óli Lúðvíksson mættu á fundinn að boði bæjarráðs. Rætt var m.a. um staðsetningu embættis lögreglustjórans á Vesturlandi.

11.Ljósmyndasýning á Vitakaffi - styrkbeiðni

1408096

Erindi Finns Andréssonar dags. 18.8.2014, beiðni um styrk vegna ljósmyndasýningar hans á Vitakaffi í byrjun september.
Bæjarráð vísar erindinu til úthlutunar samkvæmt styrkjareglum Akraneskaupstaðar.

12.Hagaflöt 9 - byggingargallar

1306001

Greinargerð Björns Kjartanssonar og Benjamíns Jósefssonar f.h. húsfélagsins að Hagaflöt 9.
Bæjarráð fjallaði um erindið og þakkar þær ábendingar sem fram koma. Bæjarráð telur hins vegar að öllum spurningum hafi verið svarað og málinu því lokið af hálfu Akraneskaupstaðar.

13.Faxabraut 10 - sala á húseign

1407098

Borist hafa fjögur kauptilboð í húseignina.
Bæjarfulltrúi Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa.

14.Breiðargata 4 - endurnýjun stöðuleyfis.

1408045

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 22.8.2014, ásamt erindi Þrastar Sigmundssonar dags. 25.7.2014, þar sem hann óskar eftir að gerður sé við hann samningur um afnot af lóðarspildu við Breiðargötu 4, vegna fiskihjalls sem hann á þar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði fyrirliggjandi drög að samningi við Þröst.
Bæjarráð vísar erindin til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

15.Tillaga um 25% álag vegna starf forstöðumanns búsetuþjónustu fatlaðra.

1408070

Bréf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs dags. 25.8.2014, vegna ráðningar forstöðumanns búsetuþjónustu að Holtsflöt 9. Gerð er tillaga um að forstöðumaður fái 25% álag vegna aukinna verkefna.
Bæjarráð samþykkir á ákvarða 25% álag vegna starfs forstöðumanns í búsetuþjónustu fatlaðra á Holtsflöt.

16.Skólaliðastörf - beiðni um aukningu í Grundaskóla

1408127

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 25.8.2014, þar sem óskað er eftir aukningu á stöðugildum skólaliða í Grundaskóla um 25%, vegna stækkunar á húsnæði skólans á undanförnum árum um 250 - 300 fm, sem kallar á aukna ræstingu. Viðbótarkostnaður vegna ársins 2014 í 4 mánuði er áætlaður kr. 300.000, með launatengdum gjöldum. Á árs grundvelli er um að ræða kr. 1.200.000.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2015.

17.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 ( tækjakaupasjóður ) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 21.8.2014, þar sem sótt er um fjárveitingu úr tækjakaupasjóði til endurnýjunar á þvottavél í Leikskólanum Teigaseli.
Bæjarráð samþykkir úthlutun úr 21-83-4660 viðhald áhalda vegna kaupanna.

18.Málefni fatlaðra og málefni Barnaverndar.

1405176

Tillögur bæjarstjóra um auknar fjárveitingar á árinu 2014 til Barnaverndar að fjárhæð 12 mkr. og til málefna fatlaðra að fjárhæð 21,2 mkr.
Bæjarráð samþykkir með viðauka að hækka framlag til málefna fatlaðra, og til Barnaverndar, samtals um 33,2 mkr.
Hækkuninni verði mætt með samsvarandi hækkun áætlunar á tekjuliðnum 28-01-0486 Endurútreikningur láns.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00