Bæjarráð
1.Skaginn hf. - samkomulag v. gatnagerðargjalda o.fl.
1210196
Gunnar Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi sat fundinn við umfjöllun á þessum lið í stað Einars Brandssonar áheyrnarfulltrúa með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð felur Framkvæmdastofu að skoða málið með tilliti til fyrirliggjandi samninga og verkáætlunar.
Gunnar Sigurðsson vék af fundi.
2.Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega
1302182
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að afla frekari gagna.
3.Baugalundur 14, umsókn um lóð.
1302160
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til Sveins Sturlaugssonar.
4.Tölvukaup skv. tilboði
1202226
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um fjárveitingu að fjárhæð 2.934.000.- Fjárhæðar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar ársins 2013 og fjárveitingin verði tekin af liðnum ,,óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1.
5.Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013
1301420
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra að tímasetningu viðburða á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013.
6.27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
1301234
Lagt fram.
7.Stjórnskipulagsbreytingar.
1302096
Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps um stjórnskipulags um útfærslu á skipuriti samþykktu í bæjarstjórn 11. desember 2012.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa stöður sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, umhverfis- og framkvæmdasviðs og atvinnu- og ferðamálafulltrúa.
Einar Brandsson lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Tel nýtt skipurit vera spor í rétta átt og geri ekki athugasemdir við það. Ég mæli með að skipuritið verði síðar fullunnið þannig að nöfn og starfsheiti starfsmanna, stofnana, deilda og sviða komi fram.
Geri ekki athugasemd við að auglýst verði eftir framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Ég tel að í ljósi aðstæðna þá eigi ekki að auglýsa eftir framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs á þessu ári. Við erum nú með á launaskrá fyrrverandi bæjarritara út árið og einn fyrrverandi bæjarstjóra á launaskrá til loka apríl. Störf framkvæmdastjórans verður að leysa með því að dreifa þeim á núverandi starfsmenn."
Fundi slitið - kl. 17:10.