Fara í efni  

Bæjarráð

3214. fundur 20. mars 2014 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar

1303082

Lokaútgáfa mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar kynnt.
Anna Lára Steindal og Gunnhildur Björnsdóttir mæta á fundinn.

Bæjarráð þakkar starfshópnum kærlega fyrir vel unnið starf og vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Líkan af Íslandi í þrívídd - samstarf

1403123

Erindi Ketils M. Björnssonar dags. 17.3.2014, þar sem hann f.h. óstofnaðs félags, óskar eftir afstöðu Akraneskaupstaðar til samstarfs um þrívíddarlíkan á Akranesi og aðstöðu undir það í hluta sandþróar Sementsverksmiðjunnar.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að boða Ketil á fund bæjarráðs.

3.Höfði - starfsemi djákna

1402004

Undirskriftalisti frá heimilisfólki og starfsmönnum Höfða dags. 20.3.2014, þar sem farið er fram á endurskoðun á ákvörðun bæjarráðs vegna starfs djákna á Höfða.

Bæjarráð samþykkir innkomið erindi frá íbúum á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili og samþykkir fyrirliggjandi tillögu um kostnaðarskiptingu milli Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00