Bæjarráð
Dagskrá
1.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi
1404016
Erindi skálanefndar Skátafells dags. 18.8.2014, þar sem óskað er eftir fundi með bæjarráði.
Bæjarráð þakkar erindið og felur framkvæmdarráði frekari úrvinnslu málsins.
2.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga
1402050
819. og 820. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.9.2014 og 8.10.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
3.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd
1401194
20. fundargerð menningarmálanefndar frá 7.10.2014 og 21. fundargerð frá 14.10.2014.
Lagðar fram til kynningar.
4.Fundargerðir 2014 - stjórn Byggðasafnsins í Görðum
1401227
11. fundargerð stjórnar Byggðasafnsins í Görðum frá 9.7.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2014
1312043
Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, dags. 15.-17. ágúst 2014.
Ályktunin lögð fram til kynningar.
6.Samgönguáætlun 2015 - 2018
1410077
Erindi Vegagerðarinnar dags. 9.10.2014, þar sem gerð er grein fyrir fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
Erindið lagt fram til kynningar.
7.BSRB - yfirlýsing um stéttarfélagsaðild starfsmanna i málefnum fatlaðra
1410019
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB dags. 1.10.2014, og meðfylgjandi yfirlýsing um stéttarfélagsaðild starfsmanna í málefnum fatlaðra samkvæmt samkomulagi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, frá 2. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.
8.Akranes - kynningarbæklingur
1409048
Minnisblað vegna kynningarbæklings.
Bæjarráð fellur frá fyrirhuguðu samstarfi um útgáfu kynningarbæklings.
9.Styrkir og auglýsingar 2014
1401102
Erindi frá "VIÐ STÓLUM Á ÞIG" dags. 15.9.2014 og afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar frá 6.10.2014.
Bæjarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
10.Símenntunarmiðstöðin - beiðni um styrk vegna námskeiða fyrir fatlað fólk
1410050
Erindi Símenntunarmiðstöðvar á Vesturlandi dags. 30.9.2014, þar sem óskað er eftir styrk til kennslu listnámsbrautar fyrir fólk með fötlun á Akranesi að upphæð kr. 250.000,-.
Bæjarráð vísar erindinu til últhlutunar skyrkja samkvæmt reglum um málsmeðferð samkvæmt styrkumsóknum sem berast Akraneskaupstað sbr. reglur þar um frá 29. okóber 2013.
11.Krabbameinsfélag Akraness - húsnæði og samstarf
1410005
Erindi Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis dags. 30.9.2014, þar sem óskað er eftir samstarfi við Akraneskaupstað um nýtingu á húsnæði Hvers fyrir aðsetur og skrifstofu félagsins.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.
12.Stjórnkerfisbreytingar 2014
1406126
Tillögur um stjórnskipulagsbreytingar hjá Akranekaupstað.
1.1. Tillaga um stofnun nýs skipulags- og umhverfisráðs með sameiningu framkvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar.
Ennfremur samþykkt að færa verkefni sem snúa að íþróttamálum á skóla- og fristundasvið.
Samþykkt 2:1. gegn atkvæði fulltrúa S lista, Ingibjargar Valdimarsdóttur sem lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég er ekki hlynnt fyrirliggjandi tillögu um sameiningu framkvæmdaráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar þar sem ég tel afar óeðlilegt að eftirlit og ákvörðun með framkvæmdum á vegum bæjarins sé á sömu hendi og skipulag undir þær framkvæmdir. Ég tel það ógagnsætt ferli þar sem á sama fundi getur sú staða komið upp að unnið sé bæði með tillögur að deiliskipulagi og framkvæmdir sem koma eiga á það svæði sem er verið að skipuleggja.
Ég tel eðlilegra að framkvæmdarhluti bæjarins eins og framkvæmdir við fasteignir, götur, gangstéttir og stíga, jarðeignir og lönd, leiksvæði og opin svæði, tjaldstæði, eignaumsýslu, ásamt innkaupum og útboðum vegna framangreindra þátta sé undir höndum bæjarráðs í stað þess að hafa það undir sama ráði og fer með skipulagsyfirvald bæjarins ef fara á í að sameina þetta tvennt.
Þessi aðgerð er bæði ólýðræðisleg og ógagnsæ að mínu viti."
1.2. Tillaga um niðurlagningu fjölskylduráðs og stofnun skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Ennfremur að staða sviðsstjóra fjölskylduráðs verði lögð niður og auglýstar verði stöður sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs.
Samþykkt 3:0.
1.3. Tillaga um stofnun menningar- og safnanefndar með sameiningu stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefndar.
Ennfremur að fram fari skoðun á menningar- og safnamálum á Akranesi með heildarsýn á málaflokknum í huga.
Samþykkt 3:0.
Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel mikilvægt að tryggt sé að allir flokkar í bæjarstjórn eigi fulltrúa í menningar- og safnanefnd en svo er ekki miðað við það fyrirkomulag sem lagt er til með breytingunni."
Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel ekki nægjanlega reynslu komna á núverandi fyrirkomulag til að ástæða sé til þeirra breytinga sem lagðar eru til nú en leggst þó ekki gegn tillögunni."
1.4. Tillaga um breytingu á innra skipulagi stjórnsýslu- og fjármálasviðs, þ.e. niðurlagningu þjónustu- og upplýsingastjóra. Sviðstjóra falið að leggja fram tillögu að nýju skipulagi í samráði við bæjarstjóra fyrir 1. janúar 2015.
Samþykkt 3:0.
1.5. Tillaga að nýju skipuriti fyrir Akraneskaupstað.
Samþykkt 3:0.
1.6. Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar með vísan til framangreindara breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0.
1.1. Tillaga um stofnun nýs skipulags- og umhverfisráðs með sameiningu framkvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar.
Ennfremur samþykkt að færa verkefni sem snúa að íþróttamálum á skóla- og fristundasvið.
Samþykkt 2:1. gegn atkvæði fulltrúa S lista, Ingibjargar Valdimarsdóttur sem lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég er ekki hlynnt fyrirliggjandi tillögu um sameiningu framkvæmdaráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar þar sem ég tel afar óeðlilegt að eftirlit og ákvörðun með framkvæmdum á vegum bæjarins sé á sömu hendi og skipulag undir þær framkvæmdir. Ég tel það ógagnsætt ferli þar sem á sama fundi getur sú staða komið upp að unnið sé bæði með tillögur að deiliskipulagi og framkvæmdir sem koma eiga á það svæði sem er verið að skipuleggja.
Ég tel eðlilegra að framkvæmdarhluti bæjarins eins og framkvæmdir við fasteignir, götur, gangstéttir og stíga, jarðeignir og lönd, leiksvæði og opin svæði, tjaldstæði, eignaumsýslu, ásamt innkaupum og útboðum vegna framangreindra þátta sé undir höndum bæjarráðs í stað þess að hafa það undir sama ráði og fer með skipulagsyfirvald bæjarins ef fara á í að sameina þetta tvennt.
Þessi aðgerð er bæði ólýðræðisleg og ógagnsæ að mínu viti."
1.2. Tillaga um niðurlagningu fjölskylduráðs og stofnun skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Ennfremur að staða sviðsstjóra fjölskylduráðs verði lögð niður og auglýstar verði stöður sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs.
Samþykkt 3:0.
1.3. Tillaga um stofnun menningar- og safnanefndar með sameiningu stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefndar.
Ennfremur að fram fari skoðun á menningar- og safnamálum á Akranesi með heildarsýn á málaflokknum í huga.
Samþykkt 3:0.
Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel mikilvægt að tryggt sé að allir flokkar í bæjarstjórn eigi fulltrúa í menningar- og safnanefnd en svo er ekki miðað við það fyrirkomulag sem lagt er til með breytingunni."
Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel ekki nægjanlega reynslu komna á núverandi fyrirkomulag til að ástæða sé til þeirra breytinga sem lagðar eru til nú en leggst þó ekki gegn tillögunni."
1.4. Tillaga um breytingu á innra skipulagi stjórnsýslu- og fjármálasviðs, þ.e. niðurlagningu þjónustu- og upplýsingastjóra. Sviðstjóra falið að leggja fram tillögu að nýju skipulagi í samráði við bæjarstjóra fyrir 1. janúar 2015.
Samþykkt 3:0.
1.5. Tillaga að nýju skipuriti fyrir Akraneskaupstað.
Samþykkt 3:0.
1.6. Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar með vísan til framangreindara breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0.
13.Tónlistaskólakennarar - ferðakostnaður
1410090
Erindi tónlistarkennara við Tónlisstarskólann á Akranesi dags. 6.10.2013, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði ferðakostnað og ferðatímann, til og frá vinnu, hjá þeim kennurum sem búa í öðru sveitarfélagi.
Bæjarráð hafnar erindinu.
14.Talmeinafræðingur - aukning á stöðugildi
1409180
Erindi fjölskylduráðs dags. 8.10.2014, þar sem lagt er til við bæjarráð, aukningu á stöðuhlutfalli talmeinafræðings úr 25% í 80%. Áætlaður kostnaður er kr. 3.900.000,- miðað við núverandi launakjör.
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2015 en óskar jafnframt eftir að fjölskyldusvið gerir nánari grein fyrir útfærslu þjónustunnar.
15.Höfði - fjárhagsáætlun 2014
1310134
Erindi Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis dags. 7.10.2014 þar sem lagður er fram samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2014, ásamt fylgigögnum.
Erindið lagt fram til kynningar.
16.Jaðarsbakkar, rekstur æfingarsvæðis
1402044
Erindi KFÍA um breytingu á samningi við Akraneskaupstað um uppbyggingu á æfingasvæði á Jaðarsbökkum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra útfærslu samningsins.
17.Vökudagar 2014
1408172
Erindi frá Menningarmálanefnd dags. 15.10.2014 vegna umsóknar um styrkveitingu vegna þjóðahátíðar.
Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina en telur erindið of seint fram komið á fjárhagsárinu og bendir umsækjanda á að sækja um styrkveitingu á næsta ári í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar frá 29. október 2013.
18.Faxabraut 10 - sala á húseign
1407098
Bæjarráð samþykkti þann 24. júlí sl. að hafið yrði söluferli vegna Faxabrautar 10.
Niðurstaða bæjarráðs er að hafna öllum tilboðum og falla frá sölu eignarinnar. Nýskipaður starfshópur um Sementsreitinn sbr. ákvörðun bæjarráðs frá 2. október sl., er ætlað að móta tillögur um skipulag svæðisins og eðlilegt að fá fram afstöðu hópsins til umræddrar eignar.
19.Fasteignagjöld 2014 - umsóknir félaga um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
1403087
Tillaga um styrki til félaga, vegna greiðslu fasteignaskatts samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Bæjarráð samþykkir að veita styrki í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 til eftirtaldra félaga:
1. Akur frímúrarastúka samtals kr. 620.948.?
2. KFUM og KFUK samtals kr. 590.090.
3. Oddfellow samtals kr. 554.311.
4. Rauði Krossinn samtals kr. 164.736.
Bæjarráð hafnar umsóknum eftirtaldra félaga:
1. Slysavarnadeildin Líf, á grundvelli f-liðar 2. gr. reglnanna.
2. Golfklúbburinn Leynir á grundvelli e-liðar 2. gr og 3. gr. reglnanna.
Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 1.930.00, verður ráðstafað af liðnum 21-89 "Aðrir styrkir og framlög".
1. Akur frímúrarastúka samtals kr. 620.948.?
2. KFUM og KFUK samtals kr. 590.090.
3. Oddfellow samtals kr. 554.311.
4. Rauði Krossinn samtals kr. 164.736.
Bæjarráð hafnar umsóknum eftirtaldra félaga:
1. Slysavarnadeildin Líf, á grundvelli f-liðar 2. gr. reglnanna.
2. Golfklúbburinn Leynir á grundvelli e-liðar 2. gr og 3. gr. reglnanna.
Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 1.930.00, verður ráðstafað af liðnum 21-89 "Aðrir styrkir og framlög".
20.Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2014
1409058
TRÚNAÐARMÁL
21.Fjárhagsáætlun 2015
1405055
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2015.
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar.
22.Frumvarp til laga nr. 251 - lögreglustjórar (og sýslumenn), breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996
1401225
Umsögn um reglugerðardrög.
Bæjarráð samþykktir umsögnina og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri við ráðherra.
Fundi slitið - kl. 18:56.