Fara í efni  

Bæjarráð

3233. fundur 24. október 2014 kl. 16:00 - 18:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015

1405055

Fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2015.
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð ákveður að halda aukafund vegna fjárhagsáætlunargerðar nk. mánudag 27. október klukkan 12:45.

2.Bæjarhátíðir 2015

1410135

Menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 21. október 2014, tillögur að dagsetningum vegna hátíða árið 2015. Nefndin leggur til við bæjarráð að staðfesta tillögurnar.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi dagsetningar á viðburðum árið 2015 sbr. tillögur menningarmálanefndar:

Þrettándagleði 6. janúar
Sjómannadagurinn 7. júní
Þjóðhátíðardagurinn á Akratorgi 17. júní
Írskir dagar 2. til 5. júlí 2015
Vökudagar 29.október - 7.nóvember
Jólatrésskemmtun á Akratorgi 28. nóvember, fyrsta helgin í aðventu sem er sama helgin og Útvarp Akraness.

3.Starfshópur um gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2015

1410181

Stofnun starfshóps til að yfirfara gjaldskrár Akraneskaupstaðar
Formaður bæjarráðs gerir tillögu um að stofnaður verði starfshópur, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar, sem hafi það hlutverk að yfirfara gjaldskrár Akraneskaupstaðar.
Starfshópurinn skili tillögum til bæjarráðs fyrir 24. nóvember nk.

Í starfshópnum verði:
1. Valdís Eyjólfsdóttir, formaður.
2. Ingibjörg Valdimarsdóttir.

Með hópnum starfi fjármálastjóri Akraneskaupstaðar og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra erindisbréf fyrir starfshópinn.

Kostnaði vegna starfa hópsins verði ráðstafað af liðnum "óviss útgjöld" 21-83-4995.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00