Fara í efni  

Bæjarráð

3220. fundur 30. maí 2014 kl. 12:00 - 15:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Húsnæðismál

1405163

Erindi félagsþjónustu Akraneskaupstaðar dags. 23.5.2014, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður annist milligöngu um gerð leigusamnings við Hússjóð Brynju vegna kaupa á húsnæði. Leiguupphæðin er kr. 170.000,- á mánuði eða kr. 2.040.000,- á ári. Á móti koma sambærilegar greiðslur frá leigjanda.
Bæjarráð samþykkir erindið.

2.Akralundur 2 - umsókn um lóð

1404072

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Akralund 2 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir umsókn Uppbyggingar ehf. Komi aðrar umsóknir um úthlutun vegna lóðarinnar fram til október nk. verður málið tekið upp að nýju.

3.Asparskógar 24 - umsókn um lóð

1404071

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Asparskóga 24 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir umsókn Uppbyggingar ehf. Komi aðrar umsóknir um úthlutun vegna lóðarinnar fram til október nk. verður málið tekið upp að nýju.

4.Álfalundur 2-4 - umsókn um lóð

1404070

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Álfalund 2-4 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun á Álfalundi 2-4 til Uppbyggingar ehf.
Þegar er gert ráð fyrir afslætti lóðanna í núgildandi gjaldskrá Akraneskaupstaðar nr. 161/2012 og um greiðsluskilmála fer samkvæmt 12. gr. gjaldskrárinnar.

5.Álfalundur 6-8 - umsókn um lóð

1404069

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Álfalund 6-8 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun á Álfalundi 6-8 til Uppbyggingar ehf.
Þegar er gert ráð fyrir afslætti lóðanna í núgildandi gjaldskrá Akraneskaupstaðar nr. 161/2012 og um greiðsluskilmála fer samkvæmt 12. gr. gjalskrárinnar.

6.Álfalundur 10-12 - umsókn um lóð

1404068

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Álfalund 10-12 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun á Álfalundi 10-12 til Uppbyggingar ehf.
Þegar er gert ráð fyrir afslætti lóðanna í núgildandi gjaldskrá Akraneskaupstaðar nr. 161/2012 og um greiðsluskilmála fer samkvæmt 12. gr. gjaldskrárinnar.

7.Fagrilundur 9-15 - umsókn um lóð

1404067

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um deiliskipulagsbreytingu á byggingarlóð við Fagralund 9-15 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til frekari úrvinnslu.

8.BHM - framlenging kjarasamninga

1405186

Breyting og framlenging á kjarasamningi.
Lögð fram kynning á nýjum og breyttum kjarasamningi BHM. Jafnframt kynnt sú áskorun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög endurskoði yfirvinnusamninga í tengslum við samninginn.

9.Sveitarstjórnarkosningar 2014 - 31. maí 2013.

1401042

Launamál yfirkjörstjórnar:
Lögð fram tillaga frá Guðmundi Páli Jónssyni um fyrirkomulag á greiðslu til aðalmanna í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2014.
Bæjarráð samþykkir að heildarlaun yfirkjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 2014 verði kr. 320.000 fyrir formann yfirkjörstjórnar og kr. 256.000 fyrir hvorn aðalfulltrúa yfirkjörstjórnar.
Vinna yfirkjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga er bæði umfangsmikil og mikil ábyrgð henni fylgjandi. Mismunandi greiðslufyrirkomulag er hjá einstökum sveitarfélögum, ýmist greitt fyrir hvern fund auk vinnu á kjördegi eða ein heildarupphæð fyrir alla vinnunna.
Við ákvörðunina nú var haft til hliðsjónar fyrirkomulag og fjárhæðir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna greiðslu til aðalmanna í kjörstjórn sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.
Að öðru leyti er ekki gerð tillaga um breytingu á launagreiðslum til annarra sbr. samþykkta tillögu á fundi bæjarráðs þann 2. maí sl.

10.Akralundur 4 - umsókn um lóð

1404073

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Akralund 4 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir umsókn Uppbyggingar ehf. Komi aðrar umsóknir um úthlutun vegna lóðarinnar fram til október nk. verður málið tekið upp að nýju.

11.Trúnaðarmál

1307092

12.Trúnaðarmál

1311018

13.Landskerfi bókasafna - aðalfundur 2014

1404148

Skýrsla stjórnar og fundargerð aðalfundar 13.5.2014.
Lagðar fram.

14.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

17. fundargerð menningarmálanefndar frá 14.5.2014.

15.Menningarráð - aðalfundur 2014

1403083

8. fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands frá 28.3.2014.

16.Fundargerðir 2014 - stjórn OR

1403061

201. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25.4.2014.
Lögð fram.

17.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

816. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.5.2014.
Lögð fram

18.OR - eigendanefnd 2014

1401093

Bjarni Freyr Bjarnason forstöðumaður hagmála Orkuveitu Reykjavíkur mætir á fundinn.
Lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. maí 2014, með ósk um samþykki eigenda á stofnefnahagsreikningum dótturfélaga Orkuveitunnar. Einnig er lögð fram greinargerð og viðaukar, dags. 16. maí 2014.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti stofnefnahagsreikninga dótturfélaga Orkuveitunnar.

19.Akralundur 6 - umsókn um lóð

1404074

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Akralund 6 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir umsókn Uppbyggingar ehf. Komi aðrar umsóknir um úthlutun vegna lóðarinnar fram til október nk. verður málið tekið upp að nýju.

20.Akralundur 1-5 - umsókn um lóð

1404080

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 9.4.2014 um byggingarlóð við Akralund 1-5 ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun á Akralundi 1-5 til Uppbyggingar ehf.
Þegar er gert ráð fyrir afslætti lóðanna í núgildandi gjaldskrá Akraneskaupstaðar nr. 161/2012 og um greiðsluskilmála fer samkvæmt 12. gr. gjaldskrárinnar.

21.Heilbrigðiseftirlit - greiðsluframlag 2014

1405107

Erindi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 14.5.2014, vegna greiðsluhlutfalls sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram.

22.Kiwanisklúbburinn Þyrill - gamli vitinn

1405179

Jón Trausti Hervarsson, forseti Kiwanisklúbbsins Þyrils, mætir á fundinn og afhendir Akraneskaupstað að gjöf heimildarmynd um endurbyggingu "Gamla vitans".
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Kiwanisklúbbsins Þyrils fyrir áralangt samstarf um endurbætur á Gamla vitanum og fyrir gjöfina.

23.Vitinn - félag áhugaljósmyndara - samningur við Akraneskaupstað

1304032

Kynning á afhendingu ljósmynda félags áhugaljósmyndara til Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð þakkar Vitanum, félagi áhugaljósmyndara, fyrir framlag þeirra.

24.Suðurgata 64 - framtíð húss

1305178

Kauptilboð Akraneskaupstaðar v. Suðurgötu 64
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gagntilboð um kaup á Suðurgötu 64, fyrstu hæð, að fjárhæð 10.5 mkr. og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun löggerninga vegna kaupanna.
Gert verði ráð fyrir í viðauka að fjárfesting í fjárhagsáætlun 2014 hækki sem þessu nemur ásamt kostnaði vegna þinglýsingar o.fl. og á móti komi samsvarandi lækkun á handbæru fé.

25.Merkigerði 7 - veitingaleyfi

1405117

Erindi sýslumannsins á Akranesi dags. 20.5.2014, þar sem óskað er umsagnar á umsókn Skagaferða á rekstri veitingastaðar í flokki II, að Merkigerði 7 (Kirkjuhvoli) á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að fyrirliggjandi umsögn skipulags-og byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar gildi jafnframt sem umsögn bæjarráðs.

Bæjarráð gerir þann fyrirvara að Akraneskaupstaður beri ekki þann aukakostnað sem fylgir breytingum sem þarf að gera á húsnæðinu til uppfyllingar leyfisveitingu vegna veitingareksturs.

26.Merkigerði 7 - gistileyfi

1405118

Erindi sýslumannsins á Akranesi dags. 20.5.2014, þar sem óskað er umsagnar á umsókn Skagaferða á rekstri heimagistingar í flokki I, að Merkigerði 7 (Kirkjuhvoli) á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að fyrirliggjandi umsögn skipulags-og byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar gildi jafnframt sem umsögn bæjarráðs.

27.Írskir dagar 2014 - reglur á tjaldsvæði í Kalmansvík

1405071

Drög að reglum á tjaldsvæði í Kalmansvík á Írskum dögum 2014 lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

28.Fasteignagjöld v. Presthúsabraut 26

1405174

Beiðni um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum vegna Presthúsabrautar 26, sem er óíbúðarfært.
Bæjarráð samþykkir, með vísan til ákvæða laga um menningarminjar nr. 80/2012, að fella tímabundið niður fasteignagjöld vegna Presthúsabrautar 26. Niðurfellingin gildir vegna árins 2014.

29.Sveitarstjórnarkosningar 2014 - 31. maí 2013.

1401042

Breytingar á kjörskrá.
Kjörskrá lögð fram.
Á kjörskrá á Akranesi þann 30. maí sbr. 5. gr. laga um sveitarstjórnarkosninar eru alls 4.786, karlar 2428 og konur 2358.

Bæjarráð staðfestir kjörskrána með áritun sinni.

30.Styrkveiting til stjórnmálaflokka

1405175

Erindi Bjartrar framtíðar á Akranesi dags. 26.5.2014, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til framboðs til sveitarstjórnarkosninga 2014.
Bæjarráð samþykkir að veita þeim framboðum sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí nk. kr. 100.000 í styrk eða samtals kr. 500.000.
Fjármununum verðir ráðstafað af liðnum óviss útgjöld "21-83-4995".

31.Ársreikningur 2013 - endurskoðun

1401030

Árituð endurskoðunarskýrsla vegna ársins 2013.
Lögð fram.

32.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

1405169

Viðauki II við fjárhagsáætlun 2014.
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri mætir á fundinn.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn.

33.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014

1405176

Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar janúar - mars 2014 ásamt skýringum deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 28. maí 2014. Sigmundur Ámundason, deildastjóri bókhaldsdeildar og Andrés Ólafsson, fjármálastjóri mæta á fundinn.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00