Bæjarráð
1.Kirkjubraut 39, umsókn um áform að setja upp sjálfsafgreiðslustöð
1103088
2.Háteigur 16 umsókn um byggingu bílgeymslu
1106125
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.Starfshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum.
1012103
Bæjarráð samþykkir að setja á stofn atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar eigi síðar en 1. janúar 2012. Með vísan til áður samþykktra tillagna starfshóps um atvinnumál á Akranesi samþykkir bæjarráð að fela starfshópnum áframhaldandi störf þar til stofnuð verður atvinnumálanefnd.
4.Gamla kaupfélagið - Beiðni um rekstrarleyfi.
1106151
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5.Framkvæmdaráð - 61
1106014
Fundargerðin lögð fram.
6.Framkvæmdaráð - 60
1106007
Fundargerðin lögð fram.
7.FIMA - húsnæðismál
1105092
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að ganga til samninga við FIMA og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.
8.Vistin, gistiheimili -Beiðni um rekstrarleyfi.
1106148
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
9.Fjölbrautaskóli Vesturlands - Endurskoðun samnings.
1010163
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
10.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.
1106123
Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi bæjarstjórnar Akraness 21. júní 2011:
,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 23. ágúst nk. Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 62. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar."
Lagt fram.
11.Samningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum austan og sunnan Akraneshallar.
1106096
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
12.Vátryggingar sveitarfélagsins
1106081
Lagt fram.
13.Pólskir innflytjendur - þjónusta
1106024
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
14.Flóttamenn frá Írak - verkefni
1106023
Þá er sótt um fjárstuðning vegna vinnu með börnum sem upplifað hafa stríð og afleiðingar þess. Áætlaður kostnaður er um kr. 3.500.000. Einnig er sótt um fjárhagslegan stuðning til velferðarráðuneytisins vegna framangreindra verkefna.
Bæjarráð samþykkir beiðnirnar. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
15.Skagastaðir - starfsmannahald til áramóta 2011
1008041
Þá er óskað heimildar til ráðningar nýs starfsmanns á forsendum atvinnuátaks frá 1. ágúst nk. til áramóta. Hlutdeild Akraneskaupstaðar er áætluð 300 þús.kr.
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
16.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum
1104071
Lagt fram.
17.Listabraut-hljóðfæra og söngnám samstarf grunnskólanna
1105099
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að 1,3 mkr. með vísan til þess að grunnskólarnir leggi auk þess til 250 þús.kr. hvor. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
18.Starf dýraeftirlitsmanns
1009113
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið.
Bréf byggingarfulltrúa, dags. 22. júní 2011, lagt fram til kynningar.