Fara í efni  

Bæjarráð

3178. fundur 24. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri og settur bæjarritari
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Tekjutenging afslátta af þjónustugjöldum 2013

1211103

Bréf bæjarráðs dags. 21. desember 2012 og drög að erindisbréfi fyrir starfshóp varðandi tekjutengingu afslátta af þjónustugjöldum 2013.

Eftirtaldir aðilar skipa starfshópinn:

Björn Guðmundsson

Guðmundur Páll Jónsson

Karl Alfreðsson, sem verði formaður starfshópsins

Rún Halldórsdóttir

Bæjarráð samþykkir jafnframt fyrirliggjandi erindisbréf fyrir starfshópinn.

2.Fundargerðir samstarfsnefndar - trúnaðarbók

1301185

148. fundargerð samstarfsnefndar frá 28. nóvember 2012.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur samstarfsnefndar frá 28. nóv. 2012.

3.Afmælismót Hnefaleikafélags Akraness - styrkumsókn

1301285

Erindi Hnefaleikafélags Akraness í tölvupósti, dags. 16. janúar 2012, vegna 5 ára afmælismóts félagsins.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að afgreiða málið.

4.Tryggingamiðstöðin - tryggingasamningur

1301171

Tölvupóstur TM á Akranesi, dags. 22. janúar 2013, varðandi tryggingar Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir að greiða viðbótariðgjald kr. 170.059 vegna trygginga barna á vegum frjálsra félagasamtaka á Akranesi upp að 18 ára aldri.

5.Heilsustyrkir

1301291

Tillaga að breytingu á samþykkt varðandi heilsueflingu starfsmanna frá fundi bæjarráðs 14. maí 2008.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á 1. mgr. samþykktar um heilsueflingu starfsmanna Akraneskaupstaðar:

,,Bæjarráð samþykkir að stuðla að heilsueflingu starfsmanna Akraneskaupstaðar með því að styrkja starfsmenn kaupstaðarins sem vilja stunda reglubundna líkamsrækt í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar með árlegu fjárframlagi sem nemur allt að sömu upphæð og árskort í sundi kostar á hverjum tíma."

6.Kaup á minjagripum

1301300

Bæjarráð samþykkir kaup á minjagripum allt að kr. 120.000.-

7.Bíóhöllin - sjóður v/sýningarbúnaðar

1202076

Tillaga bæjarráðs um viðbótarframlag að upphæð kr. kr. 11.000.000,- til endurnýjunar á sýningarbúnaði og sýningarklefa Bíóhallarinnar.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárfestingarframlag að upphæð kr. 11.000.000 til endurnýjunar á sýningarbúnaði og sýningarklefa Bíóhallarinnar á Akranesi. Sýningarbúnaðurinn var settur upp og tekinn í notkun á árinu 2012 og fellur því fjárfestingin undir það ár.

8.Sólmundarhöfði 7, aðgerðir til áframhaldandi framkvæmda

1210168

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 8. janúar 2013, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt nefndarinnar á beiðni byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi til að beita dagsektarákvæðum vegna dráttar á framkvæmdum.

Lagt fram til kynningar.

9.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag - skaðabótakrafa

1105061

Afrit af bréfi Draupnis lögmannsþjónustu til lögmanns Akraneskaupstaðar, dags. 8. janúar 2013 ásamt fylgigögnum, vegna matsgerðar í matsmáli M-3/2012 - varðandi Heiðarbraut 40.

Lagt fram til kynningar.

10.27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

1301234

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. janúar 2013 þar sem tilkynnt er að 27. landsþing Sambandsins verði haldið föstudaginn 15. mars n.k. á Grand hóteli í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

11.Stefnumót við Skagamenn - það sem elstu menn muna

1301249

Viðræður við Harald Bjarnason og Friðþjóf Helgason, vegna erindis dags. 15. janúar 2013, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið "Stefnumót við Skagamenn - það sem elstu menn muna".

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að samningi við Harald og Friðþjóf vegna verkefnisins.

12.Skólamál 2013

1211114

Bréf framkvæmdaráðs dags. 18. janúar 2013 og fjölskylduráðs dags. 17. janúar 2013 þar sem gerð er tillaga að skipan í starfshóp um skólamál, bréf bæjarráðs dags. 21. desember 2012 og drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.

Eftirtaldir aðilar skipa starfshópinn:

Einar Brandsson

Hörður Helgason, sem verði formaður starfshópsins.

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Lárus Ársælsson

Bæjarráð samþykkir jafnframt fyrirliggjandi erindisbréf fyrir starfshópinn.

13.Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013

1211118

Drög að erindisbréfi og bréf fjármálastjóra dags. 21. desember 2012, vegna skipunar í starfshóp sem annist úttekt á yfirtöku Akraness á málefnum fatlaðra.

Eftirtaldir aðilar skipa starfshópinn:

Guðjón Guðmundsson

Sturlaugur Sturlaugsson

Þröstur Þór Ólafsson, sem verði formaður starfshópsins.

Bæjarráð samþykkir jafnframt fyrirliggjandi erindisbréf fyrir starfshópinn.

14.Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013

1211128

Samningur við velferðarráðuneytið um framkvæmd verkefnisins VIRKNI OG VINNA - Átak til atvinnu 2013.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. Akraneskaupstaðar.

15.Viðhald fasteigna 2013 - framlag

1211112

Bréf framkvæmdaráðs dags. 17.1.2013, þar sem tillögu Framkvæmdastofu er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs varðandi viðhald fasteigna 2013, samtals að fjárhæð 88,2 millj. kr.

16.Viðhaldsframkvæmdir 2013 - framlag

1211111

Bréf framkvæmdaráðs dags. 18.1.2013, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt á tillögu Framkvæmdastofu, þar sem gert er ráð fyrir kr. 57,4 millj. til gatnagerðar og kr. 12,6 millj. í viðhald opinna svæða.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um viðhaldsframkvæmdir 2013 en gert er ráð fyrir 57,4 millj. kr. til gatnagerðar og 12,6 millj. kr. í viðhald opinna svæða. Fjárveiting kr. 70.000.000 komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af fjárhagsliðnum 28-95-4990-1 ,,óviss útgjöld".

17.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

Afgreiðslu frestað á síðasta fundi.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 3.280 þús. til styrkja á sviði menningar- íþrótta, -og atvinnumála, auk annarra mála fyrir árið 2013.

Lagt er til að eftirfarandi aðilar fái styrki:

Badmintonfélag Akraness (styrktarlína á dagatal) 30.000
Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni 300.000
Íþróttafélagið Þjótur, starfsstyrkur 300.000
Íþróttastyrkur-Aðalheiður Rósa Harðard. 100.000
Íþróttastyrkur-Inga Elín Cryer 100.000
KFUM&K Akranesi, búnaðarkaup 100.000
Knattspyrnufélagið Kári, ferðakostnaður 200.000
Samtök um kvennaathvarf, starfsstyrkur 250.000
Stígamót, starfsstyrkur 250.000
Sundfélag Akraness, búnaðarkaup 200.000
Haraldur Bjarnason og Friðþjófur Helgason
v. sögu Dúmbó og Steina 500.000
Norræna félagið, starfsstyrkur 150.000
Skagaleikflokkurinn, rekstrarstyrkur300.000
Snorraverkefnið 100.000
Svavar Garðarsson v. Karlakórinn Svanir400.000
Samtals3.280.000

Greinargerð
Lagt er til að Akraneskaupstaður samþykki styrkveitingu til 17 aðila, þ.e. félagasamtaka og einstaklinga og er heildarupphæðin 3.480 mkr.

Farið hefur verið yfir styrkumsóknir sem borist hafa með vísan til auglýsingar sem Akraneskaupstaður auglýsti varðandi styrki árið 2013 vegna menningar-, íþrótta-, atvinnu- og annarra mála með umsóknarfresti til 20. október 2012. Alls bárust 25 umsóknir og er heildarupphæð styrkbeiðna kr. 10.941.608, auk þess sem stór hluti umsækjenda tiltekur ekki upphæð á styrkbeiðni.

Fjallað hefur verið um umsóknirnar á fundum framkvæmdaráðs 7/12 2012 og 17/1 2013, á fundi fjölskylduráðs 4/12 2012 og á fundi bæjarráðs 10/1 2013.

Í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2013 er áætlað til styrkja alls kr. 6.861.000.-

18.Launakostnaður vegna tilsjónar 2013

1211102

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 20.1.2013, þar sem óskað er eftir fresti til að skila inn tillögu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðinn frest vegna skila á tillögum til 26. febrúar nk.

19.Norakerfið - tenging við greiðslukerfi Akraneskaupstaðar

1301282

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 18. 1.2013, tölvupóstur deildarstjóra bókhaldsdeildar dags.21.1.2013.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 800.000.- vegna tengingar á hugbúnaði við greiðslukerfi Akraneskaupstaðar. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af fjárhagsliðnum 28-95-4995-1, óviss útgjöld".

20.Skotfélag Akraness - aðstaða

1208092

Bréf framkvæmdaráðs dags. 21. janúar 2013, þar sem framkvæmdasamningi fyrir árin 2013 - 2015, við Skotveiðifélag Akraness er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fjárveiting kr. 1.000.000 komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af fjárhagsliðnum 06-89-5946-1 ,,ýmsir styrkir, önnur framlög".

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00