Fara í efni  

Bæjarráð

3195. fundur 30. ágúst 2013 kl. 08:00 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Akratorg - hönnun og framkvæmdir.

1306085

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 26. ágúst 2013, vegna hönnunar og framkvæmda Akratorgs, ásamt frumkostnaðaráætlun. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að verkið verði áfangaskipt og boðið út sem ein heild.

Bæjarráð samþykkir bókun framkvæmdaráðs um að verkið verði áfangaskipt og boðið út sem ein heild.

2.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

Fundargerð Faxaflóahafna frá 16. ágúst 2013

Lögð fram.

3.Faxaflóahafnir - Umfang sjávarútvegs á faxaflóahafnasvæðinu

1308162

Skýrsla um Umfang sjávarútvegs á Faxaflóahafnasvæðinu.

Lögð fram.

Bæjarráð óskar eftir sundurliðun gagna.

4.Evrópsk lýðræðisvika

1308159

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með tilmælum til sveitarfélaga um þátttöku í Evrópskri lýðræðisviku.

Lagt fram.

5.SSV - skýrsla starfshóps v/starfsemi

1308129

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 19. ágúst 2013, ásamt samantekt varðandi starfsemi SSV.

Drög að umsögn lögð fram og samþykkt.

6.SSV - aðalfundur 2013

1308158

Fundarboð vegna aðalfundar SSV sem fram fer dagana 12. - 13. september n.k.

Lagt fram.

7.Kirkjuhvoll - ýmis málefni

1305222

Erindi menningarmálanefndar með beiðni um að bæjarráð samþykki að auglýsa eftir nýjum hugmyndum og tilboðum í starfsemi að listasetrinu Kirkjuhvoli.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir hugmyndum og tilboðum í starfsemi að listrasetrinu Kirkjuhvoli.

Bókun GS: Vill að Kirkjuhvoll verði seldur.

8.Búsetuúrræði f. fatlaða

1306157

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags.23. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir eftirfarandi heimildum frá bæjarráði.
1. Að bæjarráð heimili undirritun leigusamings fyrir starfsmannaíbúð.
2. Að bæjarráð veiti fjárheimild að upphæð allt að kr. 1.000.000, til að standa straum af kostnaði við að búa starfsmannaaðstöðu nauðsynlegum búnaði og ýmsu sem fylgir verkefninu.

Bæjarráð samþykkir undirritun leigusamnings fyrir starfsmannaíbúð. Ennfremur samþykkir bæjarráð fjárheimild fyrir allt að kr. 1.000.000 til að standa straum af kostnaði við útbúnað. Fjárhæðinni verði ráðstafað af viðbótarfjárveitingu vegna málefnis fatlaðra sem barst 20. ágúst 2013 frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

9.Beiðni um launalaust leyfi í ár

1308149

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarráð samþykki að veita Hrefnu Ingólfsdóttur launalaust leyfi frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Vísað er í bréf Hrefnu Ingólfsdóttur ásamt bréf Bjargar Jónsdóttur skólastjóra. Lagt er til breytinga á þeim viðmiðunarreglum sem í gildi eru vegna launalausra ársleyfa á þann hátt að forstöðumenn geta veitt þau í allt að 12. mánuði án sérstaks samþykkis bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að veita Hrefnu Ingólfsdóttur launalaust leyfi frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Bæjarráð felur ennfremur bæjarstjóra að endurskoða viðmiðunarreglur um veitingu launalausra leyfa starfsmanna Akraneskaupstaðar.

10.Fjárhagsáætlun 2014 - 2017

1308093

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi tímaramma og forsendur við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2014 og feli fagráðum/sviðum að útfæra 1,5 % lækkun rekstrarútgjalda miðað við fjárhagsramma árins 2013 að teknu tilliti til áætlaðra verðlags- og launahækkana að frádregnum lífeyrisskuldbindingum.
Vísað er í bréf og minnisblað um tímaramma frá framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. ágúst 2013. Ennfremur minnisblað fjármálastjóra, um tillögu að forsendum við gerð fjárhagsáætlunar 2014 - 2017, dags. 26. ágúst 2013

Bæjarráð samþykkir tímaramma og forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela fagráðum/sviðum að útfæra 1,5 % lækkun rekstrarútgjalda að teknu tilliti til áætlaðra verðlags-og launahækkana.

11.Upplýsingaskilti

1304051

Hönnun á upplýsingaskilti fyrir Akraneskaupstað sem staðsett verður á planinu norðan megin við Hvalfjarðargöngin til kynningar.

Bæjarráð samþykkir útfærslu á upplýsingaskilti fyrir Akraneskaupstað og breytta staðsetningu.

12.Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013 - starfshópur

1211118

Áfangaskýrsla starfshóps sem annast úttekt á yfirtöku Akraness um málefni fatlaðra lögð fram.

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarráð samþykki beiðni starfshópsins um skil lokaskýrslu í janúar 2014.

Vísað er í bréf starfshópsins, dags. 27. ágúst 2013.

Bæjarráð samþykkir beiðni starfshóps sem annast úttekt á yfirtöku Akraness á málefnum fatlaðra um að skila lokaskýrslu í janúar 2014.

13.Starfshópur um fjármál

1306160

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarráð samþykki erindisbréf fyrir starfshóp um fjárhagslegastöðu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir starfshóp um fjárhagslega stöðu Akraneskaupstaðar.

14.CRANET - rannsókn í mannauðsstjórnun í ísl. fyrirt. og stofnunum 2013

1308151

Niðurstaða starfsmannakönnunar til kynningar.

Lögð fram.

15.Sigursteinn - minningarsteinn

1306197

Erindi Bjarna Skúla Ketilssonar, dags. 26. júní 2013, ásamt teikningum, vegna hugmyndar um að reisa minningarstein um alla Akurnesinga sem hafa orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu.

Bæjarráð telur hugmynd Bjarna Skúla Ketilssonar um að reisa minningarstein með nöfnum allra þeirra Akurnesinga sem hafa orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu allra athygli verðar. Bæjarráð telur að slíkt verkefni ætti best heima undir forystu Íþróttabandalags Akraness.

16.Norðurlandameistaramót í eldsmíði 2013 - framhaldsmál

1308131

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarráð samþykki greiðslu vegna Norðurlandameistarmóts í eldsmíði að upphæð 500.000 kr. Vísað er í erindi frá Guðmundi Sigurðssyni, dags. 21. ágúst 2013.

Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 500.000 vegna Norðurlandameistarmóts í eldsmíði sökum fyrirliggjandi samþykkis bæjarráðs frá 7. júlí 2011. Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.

17.Ný heimasíða Akraneskaupstaðar.

1308141

Tillaga bæjarstjóra um undirbúning að gerð á nýrri heimasíðu fyrir Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að gerð á nýrri heimasíðu fyrir Akraneskaupstað. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera verðkönnun og leggja tillögu um val á þjónustuaðila fyrir bæjarráð.

18.Reglur um laun kjörinna fulltrúa.

1308142

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarráð samþykkti reglur um laun kjörinna fulltrúa.

Bæjarráð samþykkir reglur um laun kjörinna fulltrúa hjá Akraneskaupstað með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00