Bæjarráð
Dagskrá
1.Verklagsreglur um ráðningar hjá Akraneskaupstað
1112104
Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra dags. 19. desember 2011, ásamt drögum að verklagsreglum um starfsmannaráðningar hjá Akraneskaupstað.
2.Styrkbeiðni - útgáfa karlakórsins Svanir.
1010013
Bréf velunnara Karlakórsins Svanir, móttekið 14. desember 2011, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður kaupi 70 geisladiska sem gefnir voru út í tilefni þess að kórinn starfaði í um 65 ár á liðinni öld í bæjarfélaginu, ásamt tölvupósti dags. 28. desember 2011 þar sem Akraneskaupstað er boðið 500 diskar til kaups á 750 þús. kr.
Bæjarstóra heimiluð kaup á allt að 70 diskum.
3.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011
1102355
Bréf framkvæmdaráðs, dags. 16. desember 2011, þar sem þess er óskað að veitt verði 4,0 m.kr. aukafjárveiting á árinu 2011 vegna aukins snjómoksturs.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir beiðninni við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
4.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað
1112125
Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra dags. 21. desember 2011, varðandi drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað.
Lagt fram.
5.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
1101181
Tillaga fjármálastjóra að endurskoðun nr. 4 á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2011. Minnisblað fjármálastjóra dags. 29. desember 2011. Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögunum. Tillagan gerir ráð fyrir samanteknum breytingum sem nemur 6,8 m.kr jákvæðri niðurstöðu í samstæðu rekstrarreiknings. Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
Bréf Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis dags. 20. desember 2011, varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 í samræmi við beiðni bæjarstjórnar þar um. Stjórn Höfða telur sig ekki hafa svigrúm til endurskoðunar nema til komi skerðing á þjónustu heimilisins. Bréf Velferðarráðuneytisins dags. 8. desember 2011 vegna fjárveitinga á fjárlögum 2012 vegna Höfða.
Lagt fram.
7.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag
1003078
Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 9. nóvember 2011, þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi vegna veikinda starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr potti undir óvissum útgjöldum.
8.Orkuveita Reykjavíkur - Fundarboð eigendafundar 5. janúar 2012.
1112159
Bréf stjórnar OR, dags. 22. desember 2011, þar sem boðað er til eigendafundar fimmtudaginn 5. janúar 2012, kl. 13:00 að Bæjarhálsi 1, Reykjavík.
Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.
9.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2011
1101099
Fundargerð stjórnar SSV frá 14. desember 2011.
Lögð fram.
10.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir stjórnar 2011
1103108
Fundargerð stjórnar frá 16. desember 2011.
Lögð fram.
11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011
1102040
Fundargerð stjórnar frá 16. desember 2011.
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Lagt fram.