Fara í efni  

Bæjarstjórn unga fólksins

21. fundur 15. nóvember 2022 kl. 17:30 - 19:30 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Andrea Kristín Ármannsdóttir fulltrúi NFFA
  • Björn Viktor Viktorsson fulltrúi ÍA
  • Davíð Logi Heiðarsson fulltrúi nemendaráðs Brekkubæjarskóla
  • Ellert Kári Samúelsson fulltrúi tónlistarskóla
  • Eydís Glóð Guðlaugs Drífudóttir fulltrúi Arnardalsráðs
  • Guðjón Ívar Granz fulltrúi nemendaráðs Grundaskóla
  • Karen Þorgrímsdóttir fulltrúi Hvíta Hússins
  • Sóley Brynjarsdóttir fulltrúi ungmenna 20+
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson bæjarfulltrúi
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristinn Hallur Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi
  • Liv Aase Skarstad bæjarfulltrúi
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
  • Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vinnuskóli Akraness - bæjarstjórn unga fólksins

2211124

Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar býður fundarmenn velkomna til 21. fundar bæjarstjórnar unga fólksins og fer yfir fyrirkomulag fundar. Forseti kynnir bæjarstjórn unga fólksins.

Sóley Brynjarsdóttir tók fyrst til máls hún fjallaði um nýja sýn á vinnuskólann.

Ákall á fjölbreyttari verkefni t.d. listsköpun, blása lífi í bæjarfélagið með uppákomum t.d. í tengslum við Írskadaga. Vera í meira sambandi við atvinnulífið - gæti gefið ungmennum tækifæri til framtíðar, með því að fá tækifæri til að prófa fjölbreyttari störf.

Vinnuskóli er skóli - fá fræðslu um hvernig á að gera ferilskrár - kynningarbréf, skattaframtal, lesa úr launaseðlum o.þ.h. betri undirbúningur fyrir lífið.

Dæmi um fjölbreytt verkefni vinnuskóla er jafningafræðsla í Reykjavík - samstarfsverkefni vinnuskólans og við Hitt húsið, frábær fyrirmynd.

2.Kynfræðsla - bæjarstjórn unga fólksins

2211125

Eydís Glóð Guðlaugs Drífudóttir
Eydís Glóð Guðlaugs Drífudóttir, fjallaði um aukna þörf á að bæta kynfræðslu í grunnskólunum.

Þörf á aukinni kynfræðslu í grunnskólunum ekki bara í þemaviku í viku 6, Ósk um jafna og stöðuga kennslu yfir allt árið. Sama kennslan fyrir stráka og stelpur þannig læra kynin að bera virðingu fyrir hvort öðru. Einnig þarf fæðslan að fylgja þroskaskeiði barna. Kennari þarf að hafa fagþekkingu á málefninu.
Mikilvægast er að læra um/á réttindi sín.

3.Sundkennsla og skólamötuneyti - bæjarstjórn unga fólksins

2211126

Karen Þorgrímsdóttir
Karen Þorgrímsdóttir tók til máls og flutti tvö mál annars vegar um skólasund og hins vegar um mötuneyti grunnskólanna.
Skólasund - 1 x í viku í 10 ár, með aldrinum verður sundið leiðigjarnt - þarf að vera sund í 10 ár? Má klára sundstigin fyrr?

Breyta fyrirkomulagi á sundi - er hægt að hafa sund sem valgrein á unglingastigi?
Má ekki bjóða markvissari og fjölbreyttari hreyfingu í stað sunds í efri bekkjum?

Mötuneyti - misjöfn aðstaða - eitt eldhús fyrir alla, þá fá allir sama að borða og matur eldaður frá grunni.
Almennt hreinlæti mikilvægt í mötuneytum hanska notkun og hárnet.

4.Þátttaka barna - bæjarstjórn unga fólksins

2211127

Davíð Logi Heiðarsson
Davið Logi Heiðarsson fjallaði um hlutverk og mikilvægi barna í ákvarðanatöku er varða börn og ungmenni í bæjarfélaginu.

Börn hafa skoðun - Börn vilja hafa áhrif á samfélagið sitt.

Hugmyndir barna og áhrif á samfélagið - börn hafa rödd.

Verkefnið Drauma skólinn hefur leitt til lýðræðislegrar ákvarðanatöku, t.d. við breytingar og endurbætur í skólanum og á skólalóðum í því verkefni höfðu allir nemendur rödd.

Börn eiga að hafa rödd og skoðun í þeim málum sem snúa að þeim, það er barna að segja hvað skiptir máli í þeirra samfélagi, umhverfi og lífi.

Börn koma með frambærilegar hugmyndir.

5.Heilsuefling utanhúss - bæjarstjórn unga fólksins

2211128

Guðjón Ívar Grantz
Guðjón Ívar Grantz fjallaði um heilsueflandi útisvæði.

Á Akranesi eru góð og falleg svæði sem nýtast vel til heilsueflingar. Hugmyndir að viðbót eru t.d. fjölgun á úti æfingatækjum eins og eru við Akraneshöllina, gera hjólabrettagarð, körfuboltavöll við Grundaskóla, skautasvell á Akranes, laga gervigrasvellina við báða grunnskólanna.

6.Íþróttalíf á Akranesi - bæjarstjórn unga fólksins

2211129

Björn Viktor Viktorsson - upptaka.
Björn Viktor sendi upptöku af framsögu sinni um íþróttalíf á Akranesi. Til að bæta aðgengi fjölskyldufólks og ungmenna þarf að skoða opnunartíma sundlaugarinnar, opnunartími of stuttur í samanburði við nágranna sveitafélögin
Íþróttir eru sameiningartákn í bæjarfélaginu - því þarf íþróttalíf sem nær til sem flestra.
Frístundastyrk mætti hækka - samanburður við önnur sveitafélög er okkur í óhag.
Taka þarf tillit til kynsegin, fatlaðra og barna af erlendu bergi.

7.Andleg heilsa - bæjarstjórn unga fólksins

2211130

Andrea Kristín Ármannsdóttir
Andrea Kristín - Andleg heilsa barna og ungmenna á Akranesi, niðurstaða könnunar um málefnið var kynnt á Barnaþingi - Niðurstaðan var ekki góða fyrir börn á Akranesi.

Opna þarf umræðu, það þarf fræðslu inn í grunnskólanna. Mikilvægt er að bætta svefn, hreyfingu, nám, útivist barna ofl.

Auka þarf starfandi ráðgjöf og stoðþjónustu inn í skólanna. Kynna fyrir börnum þau úrræði sem eru í boði. Andleg heilsa og heilsuefling á að vera forgangsatriði í skólunum okkar.

8.Valgreinar - bæjarstjórn unga fólksins

2211133

Ellert Kári Samúelsson
Ellert Kári Samúelsson - Meira samstarf á milli grunnskólanna.
Tónlistaval og einstaka verkefni eru sameiginleg, ef hægt er að blanda í tónlistavali þá ætti að vera hægt að auka samstarf á öðrum vettvangi.
sem dæmi; árgangasamstarf - heimsóknir á milli skólanna, kennaraskipti, eineltisviðburður í tengslum við dag gegn einelti
Val gefur tækifæri til meiri blöndunar - ábyrgð nemandans á náminu og þátttöku í samstarfi.
Valgreinakennsla er einnig liður í að efla félagstengsl og vinskap, sérstaklega ef það er val á milli skóla/bekkja/árganga.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00