Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2016
1502210
Samþykkt bæjarráðs frá 06.11.2015, þar sem fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2016 er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Tillögur til bæjarstjórnar samhliða framlagningu frumvarps að fjárhagsáætlun 2016
Tillögur til bæjarstjórnar samhliða framlagningu frumvarps að fjárhagsáætlun 2016
2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2015
1510184
Erindi skóla- og frístundaráðs þar sem lagt er til við bæjarstjórn Akraness að ungmennaráð á Akranesi eigi áheyrnarfulltrúa með tillögurétt í skóla- og frístundaráði þegar málefni ungmenna eru á dagskrá.
Þá verður bæjarstjórnarfundur unga fólksins haldinn þann 17. nóvember næstkomandi kl. 17:00.
Þá verður bæjarstjórnarfundur unga fólksins haldinn þann 17. nóvember næstkomandi kl. 17:00.
Til máls tóku:
IP, SI, EBr, VE og SI.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ungmennaráð Akraness eigi áheyrnarfulltrúa með tillögurétt í skóla- og frístundaráði þegar málefni ungmenna eru á dagskrá ráðsins samkvæmt nánari útfærslu skóla- og frístundaráðs. Ekki er greitt fyrir fundarsetu áheyrnarfulltrúans.
Samþykkt 9:0.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn þann 17. nóvember næstkomandi kl. 17:00.
Samþykkt 9:0.
IP, SI, EBr, VE og SI.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ungmennaráð Akraness eigi áheyrnarfulltrúa með tillögurétt í skóla- og frístundaráði þegar málefni ungmenna eru á dagskrá ráðsins samkvæmt nánari útfærslu skóla- og frístundaráðs. Ekki er greitt fyrir fundarsetu áheyrnarfulltrúans.
Samþykkt 9:0.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn þann 17. nóvember næstkomandi kl. 17:00.
Samþykkt 9:0.
3.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi, breyting á nýtingahlutfalli
1508427
Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarstjórn Akraness að breytt nýtingarhlutfall einbýlishúsa í Skógarhverfi 2 úr 0,5 í 0,35 verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til umsagnar. Deiliskipulagsbreytingin var kynnt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarstjórn Akranesss samþykkir að nýtingarhlutfall einbýlishúsa í Skógarhverfi 2 verði 0,35 í stað 0,5.
Samþykkt 9:0.
Samþykkt 9:0.
4.Fundargerðir 2015 - bæjarráð
1501211
3265. fundargerð bæjarráðs frá 29. október 2015.
3266. fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember 2015.
3267. fundargerð bæjarráðs frá 6. nóvember 2015.
3266. fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember 2015.
3267. fundargerð bæjarráðs frá 6. nóvember 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
5.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð
1501125
21. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 2. nóvember 2015.
Til máls tóku:
IV um lið númer 6.
EBr um lið númer 6.
RÁ um fylgigögn fundargerða skipulags- og umhverfisráðs.
EBr um fylgigögn fundargerða ráðsins.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV um lið númer 6.
EBr um lið númer 6.
RÁ um fylgigögn fundargerða skipulags- og umhverfisráðs.
EBr um fylgigögn fundargerða ráðsins.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2015 - OR
1501218
220. fundargerð stjórnar Orkuveitar Reykjavíkur frá 5. október 2015.
Til máls tók:
VE um lið númer 7.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VE um lið númer 7.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Til máls um frumvarpið og tillögurnar tóku:
IV sem lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Sú fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir í frumvarpi til samþykktar í bæjarstjórn er ekki áætlun mikilla breytinga frekar en sú sem lá til samþykktar fyrir ári síðan.
Margt er þó jákvætt í núverandi áætlun eins og m.a. það að fara í viðhald á sundlaugarsvæðinu við Jaðarsbakka sem er löngu tímabært, að byrja á framkvæmdavinnu á Sementsreitnum og áframhaldandi uppbygging Breiðarsvæðisins.
Það eru þó nokkrar athugasemdir sem undirritaðir bæjarfulltrúar hafa við áætlunina. Þær eru eftirfarandi:
Við teljum eðlilegt að fara í litlum skrefum að skila inn þeirri hagræðingarkröfu sem gerð var vegna veikindafaleysinga í leikskólum fyrir þremur árum.
Við viljum að skoðað verði að kaupa rafmagnsbíl vegna ferðaþjónustu fatlaðra þar sem bifreiðamálin þar eru nú í skoðun.
Við vekjum athygli á því að gert er ráð fyrir að setja 30 milljónir króna í nýframkvæmdina Guðlaugu við Langasand, en á sama tíma er gert ráð fyrir 10% þeirrar upphæðar, þ.e. þremur milljónum til viðhalds stofnanalóða, sem eru skólalóðirnar við leik- og grunnskóla bæjarins. Ljóst er að víða er viðhaldsþörf á skólalóðunum og að sérstaklega er orðið brýnt að ráðast í framkvæmdir á skólalóð Grundaskóla. Við teljum að skynsamlegra væri að fara hægar í nýframkvæmd á borð við Guðlaugu og ráðstafa hluta þeirra fjármuna til þess að gera umhverfi skólabarna á Akranesi hærra undir höfði.
Enn og aftur viljum við gagnrýna óþarfa kostnað vegna áheyrnarfulltrúa meirihutaflokkanna í ráðum bæjarins. Við teljum að eðlilegt væri að Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð skiptu á milli sín sætum aðalmanna í ráðum, en slepptu því að skipa áheyrnarfulltrúa frá meirihlutanum. Þannig teljum við að formlegur meirihluti eigi að vinna; sem ein heild en ekki sem tveir flokkar. Okkar skoðun er sú að réttur til áheyrnarfulltrúa sé hugsaður til að tryggja lágmarks aðkomu framboða sem lenda í minnihluta í bæjarstjórn eftir kosningar en ekki til að tryggja meirihlutanum fleiri sæti til að deila út. Þarna teljum við að spara megi hátt í fjórar milljónir á ári sem hægt væri að nýta í önnur verkefni á vegum bæjarins sem skipta máli."
Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)
IV, ÓA, EBr, RÓ, VÞG, VLJ, ÓA, VLJ, IV, RÁ, IP, EBr, VE, IV, RÁ og SI.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2016 og þriggja ára áætlun 2017 til og með 2019 sem og tillögum til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 8. desember næstkomandi.
Samþykkt 9:0.