Fara í efni  

Bæjarstjórn

1225. fundur 12. janúar 2016 kl. 17:00 - 18:26 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins og óskaði öllum gleðilegs árs.

Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi erindi/mál:

Nr. 1601180
Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar (verður mál nr. 1 á dagskrá fundarins).

Samþykkt 9:0

1.Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1601180

Starri Reynisson hefur fært lögheimili sitt til Reykjavíkur og óskað lausnar sem varamaður í skóla- og frístundaráði.
Lögð er fram tillaga frá Bjartri framtíð um að Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir verði varamaður í skóla- og frístundaráði.

Samþykkt 9:0.

2.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

26. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 15. desember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

24. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 29. desember 2015.
Til máls tóku:
IV um lið númer 3. Leggur fram tillögu um að fulltrúa íbúasamtakanna "Betri byggð" verði boðið með í fyrirhugaða kynningarferð á Sauðarkrók þar sem skoða á á starfsemi fyrirtækisins "FISK Seafood" sem er á margan hátt sambærileg við starfsemi fiskþurrkunar HB Granda á Akranesi.

IP um lið númer 3.
Leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Akraness leggur til við skipulags- og umhverfisráð að auk fyrirhugaðrar ferðar á Sauðárkrók til að skoða fiskþurrkun FISK Seafood verði einnig farin kynningarferð t.d. til Grindavíkur og Þorlákshafnar og þar skoðuð sambærileg starfsemi. Með slíkum samanburði má betur átta sig á stærð og umfangi fyrirhugaðrar verksmiðju hér á Akranesi.

Til að gæta að kynningu og aðkomu þeirra sem hafa efasemdir um ágæti slíkrar framleiðslu við íbúabyggð verði fulltrúum frá þeim boðið í þessar vettvangskannanir.

Ingibjörg Pálmadóttir (sign)
Samþykkt 9:0.

IP gerir einnig athugasemd við fundargerð heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 25. nóvember 2015 hafi ekki verið kynnt fyrir bæjarfulltrúum Akraneskaupstaðar.

RÁ um lið númer 3. Upplýsir að fundargerð heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 25. nóvember 2015 hafi ekki borist Akraneskaupstað og því ekki farið fyrir bæjarráð til kynningar.

EBr um lið númer 3.
IV um lið númer 3.
ÓA um lið númer 3.
IP um lið númer 3.
VE um lið númer 3.
ÓA um lið númer 3.
EBr um lið númer 3.
VÞG um lið númer 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2015 - Höfði

1501215

57. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 14. desember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir

1501216

139. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 15. desember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2015 - OR

1501218

223. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. nóvember 2015.
224. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. nóvember 2015.
Fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. nóvember 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:26.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00