Fara í efni  

Bæjarstjórn

1236. fundur 14. júní 2016 kl. 17:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Stefán Þór Þórðarson varamaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskaði eftir að taka inn á dagskrá með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi mál:

Nr. 1601180 (verður mál númer 2 í dagskránni)
Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar. Um er að ræða lausnabeiðni varabæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar.

Samþykkt 9:0.

1.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar

1606005

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 30. ágúst næstkomandi.
Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 50. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 9:0.

2.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga

1603032

839. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. maí 2016.
Til máls tóku:
RÁ um lið númer 7.
IP um lið númer 7.
ÓA um lið númer 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

230. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2016 - Faxaflóahafnir

1601011

146. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 23. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2016 - Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

1601013

64. fundargerð stjórnar Höfða frá 30. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

35. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. júní 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

38. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 30. maí 2016.
39. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. júní 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2016 - velferðar- og mannréttindaráð

1601007

40. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 8. júní 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3182. fundargerð bæjarráðs frá 26. maí 2016.
Til máls tóku:
IP um lið númer 3.
ÓA um liði númer 3 og 4.
KHÓ um lið númer 4.
IP um lið númer 3.

Lögð fram til kynningar.

10.Skýrsla bæjarstjóra

1601399

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 1. maí síðastliðnum.

11.Bæjarlistamaður Akraness 2016

1605120

Erindi menningar- og safnanefndar um tilnefningu til bæjarlistamanns Akraness fyrir árið 2016.
Bæjarstjórn samþykkir tilnefninguna með öllum greiddum atkvæðum.

12.Mannauðsstefna Akraneskaupstaðar

1403167

Bæjarráð samþykkti Mannauðsstefnu Akraneskaupstaðar ásamt breytingartillögum á fundi sínum þann 26. maí síðastliðinn og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Samþykkt 9:0.

13.Sorphirðugjöld 2016 - endurákvörðun

1606056

Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. apríl var álagning sorpgjalda hjá Akraneskaupstað fyrir árið 2016 talin ólögmæt vegna formgalla. Úrskurðarnefndin taldi heilbrigðisfulltrúa/heilbrigðiseftirlitið ekki geta veitt lögbundna umsögn skv. 25. gr. laga nr. 7/1998 um mengunarvarnir og hollustuhætti í skjóli þess að eftirlitið starfi í umboði heilbrigðisnefndar. Eftirfarandi staðfesting heilbrigðisnefndar á umsögninni, sem fór fram á fundi nefndarinnar 27. janúar 2016 var ekki talin bæta úr ágallanum þar sem álagning samkvæmt gjaldskránni, sem birt var í Stjórnartíðindum þann 29. desember 2015, fór fram um miðjan janúar 2016.

Með vísan til laga um mengunarvarnir og hollustuhætti nr. 7/1998 og laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 er því nauðsynlegt að endurákvarða sorpgjöld hjá Akraneskaupstað fyrir árið 2016.

Fyrir liggja drög að nýrri gjaldskrá þar sem gert er ráð fyrir óbreyttu árlegu gjaldi en í útfærslu innheimtunar er gætt ákvæða laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta vegna sorpgjalda sem þegar hafa verið innheimt vegna fyrri hluta ársins 2016.

Ákvörðun bæjarstjórnar verði send til umsagnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands samkvæmt 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Til máls tók: ÓA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir gjaldskrá vegna endurálagningar sorpgjalda fyrir árið 2016.

Gjaldskráin felur í sér óbreytt ársgjald vegna sorphreinsunar (kr. 16.336) og vegna sorpeyðingargjalds (kr. 13.931), samtals að fjárhæð kr. 30.266.

Gjöld vegna tímabilsins janúar til og með júní 2016 verða kr. 1.610 í sorphreinsunargjald og kr. 1.373 í sorpeyðingargjald.

Gjöld vegna tímabilsins júlí til og með desember 2016, sem innheimt eru á tímabilinu júlí til og með október, verða kr. 1.669 í sorphreinsunargjald og kr. 1.423 í sorpeyðingargjald.

Gjaldskránni er vísað til umsagnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

Samþykkt 9:0.

14.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

1605142

Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt 9:0.

15.Forsetakosningar 2016 - 25. júní 2016

1606021

Tillaga um gerð og frágang kjörskrár vegna forsetakosninga 25. júní 2016 ásamt afgreiðslu launagreiðslna til kjörstjórna og annarra starfsmanna.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga þann 25. júní nk. í samræmi við 24. gr. laga númer 24/2000 um kosingar til alþingis og laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði ákvörðun um greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna.

Samþykkt 9:0.

16.Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1601180

Kosningar og tilnefningar í ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
1.1 Bæjarstjórn
Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Fram kom tillaga um að Sigríður Indriðadóttir (D) verði áfram forseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0.

Kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Fram kom tillaga um að Einar Brandsson (D) verði áfram 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0.

Kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Fram kom tillaga um að Ingibjörg Valdimarsdóttir (S) verði áfram 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0.

1.2. Bæjarráð
Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Aðalmenn, án breytinga:
Ólafur Adolfsson formaður(D)
Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður(D)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (S)

Samþykkt 9:0.

Varamenn, án breytinga:
Kristjana Helga Ólafsdóttir (D)
Rakel Óskarsdóttir (D)
Valgarður Lyngdal Jónsson (S)

Samþykkt 9:0.

Tilnefning áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Áheyrnarfulltrúar, án breytinga:
Vilborg Guðbjartsdóttir (Æ)
Ingibjörg Pálmadóttir (B)

Samþykkt 9:0.

Varaáheyrnarfulltrúar, með breytingum:
Kristín Sigurgeirsdóttir (Æ) í stað Önnu Láru Steindal (Æ)
Jóhannes Karl Guðjónsson (B)

Samþykkt 9:0.

1.3. Velferðar- og mannréttindaráð
Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Aðalmenn, með breytingum:
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir formaður (Æ)
Einar Brandsson varaformaður (D)
Anna Þóra Þorgilsdóttir (B) í stað Ingibjargar Pálmadóttur (B)

Samþykkt 9:0.

Varamenn, með breytingum:
Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir (Æ) í stað Önnu Láru Steindal (Æ)
Sigríður Indriðadóttir (D)
Ingibjörg Pálmadóttir (B) í stað Önnu Þóru Þorgilsdóttur (B)

Samþykkt 9:0.

Tilnefning áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Áheyrnarfulltrúar, án breytinga:
Gunnhildur Björnsdóttir (S)

Samþykkt 9:0.

Varaáheyrnarfulltrúar, án breytinga:
Valgarður Lyngdal Jónsson (S)

Samþykkt 9:0.

1.4. Skóla- og frístundaráð
Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Aðalmenn, án breytinga:
Sigríður Indriðadóttir formaður (D)
Rakel Óskarsdóttir varaformaður (D)
Kristinn Hallur Sveinsson (S)

Samþykkt 9:0.

Varamenn, án breytinga:
Þórður Guðjónsson (D)
Valdís Eyjólfsdóttir (D)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (S)

Samþykkt 9:0.

Tilnefning áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Áheyrnarfulltrúar, án breytinga:
Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir (Æ)
Sigrún Inga Guðnadóttir (B)

Samþykkt 9:0.

Varaáheyrnarfulltrúar, án breytinga:
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir (Æ)
Jóhannes Karl Guðjónsson (B)

Samþykkt 9:0.

1.5. Skipulags- og umhverfisráð
Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Aðalmenn, án breytinga:
Einar Brandsson formaður (D)
Rakel Óskarsdóttir varaformaður (D)
Valgarður Lyngdal Jónsson (S)

Samþykkt 9:0.

Varamenn, án breytinga:
Kristjana Ólafsdóttir (D)
Stefán Þórðarson (D)
Björn Guðmundsson (S)

Samþykkt 9:0.

Tilnefning áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa til eins árs skv. sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Áheyrnarfulltrúar, með breytingum:
Kristín Sigurgeirsdóttir (Æ)
Jóhannes Karl Guðjónsson (B) í stað Karítasar Jónsdóttur (B)

Samþykkt 9:0.

Varaáheyrnarfulltrúar, með breytingum:
Bjarki Þór Aðalsteinsson (Æ) í stað Kristins Péturssonar (Æ)
Karítas Jónsdóttir (B) í stað Jóhannesar Karls Guðjónssonar (B)

Samþykkt 9:0.

17.Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1601180

Anna Lára Steindal varabæjaarfulltrúi Bjartrar framtíðar hefur óskað lausnar frá störfum sínum.
Fallist er á lausnabeiðni Önnu Láru.
Samþykkt 9:0.

Nýr varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar sbr. niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga 2014, er Kristín Sigurgeirsdóttir og verður kjörbréf gefið út því til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00