Fara í efni  

Bæjarstjórn

1180. fundur 10. desember 2013 kl. 17:00 - 18:28 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.
Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum, sbr. lið 15 gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, mál nr. 1312081 þar sem Orkuveita Reykjavíkur gerir grein fyrir fyrirhugaðri byggingu nýs hitaveitugeymis á Akranesi.

1.Viðauki vegna fjárhagsáætlunar 2013

1311118

Bréf bæjarráðs dags. 6. desember 2013, þar sem viðauka 1 og 2 við fjárhagsáætlun 2013 er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt: 9:0.

2.Fjárveiting í atvinnu- og ferðamál 2014

1312039

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita viðbótarfjárhæð kr. 3.230.000,- vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, prentunar, auglýsingakostnaðar o.fl. Heildarupphæð vegna þessara tegundalykla verður kr. 6.618.000.

Samþykkt: 9:0.

3.Upplýsingaskilti fyrir ferðamenn 2014

1312040

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.000.000,- í gerð á nýju upplýsingaskilti fyrir ferðmenn. Nýtt skilti með upplýsingum um Akranes hefur verið tekið í notkun norðan Hvalfjarðarganga en stefnt er að því að fjölga slíkum skiltum verulega á næstu árum.

Samþykkt: 9:0.

4.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014

1312041

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag að fjárhæð kr. 1.000.000,- sem ráðstafað verður í stefnumótunarvinnu í atvinnumálum. Vinnan að henni hefst að lokinni atvinnuráðstefnu sem haldin verður á Akranesi þann 30. nóvember 2013

Samþykkt: 9:0.

5.Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2014

1312043

Bæjarstjórn Akraness samþykkir sérstakt framlag að fjárhæð kr. 300.000,- til Skógræktarfélags Akraness vegna aðalfundar skógræktarfélaga á Íslandi sem haldinn verður á Akranesi helgina 15.-17. ágúst 2014.

Samþykkt: 9:0.

6.Stefnumót við Skagamenn 2014

1312044

Bæjarstjórn Akraness samþykkir sérstakt framlag að fjárhæð kr. 1.000.000,- til verkefnisins Stefnumót við Skagamenn sem Haraldur Bjarnason og Friðþjófur Helgason hafa unnið að.

Samþykkt: 9:0.

7.Skagastaðir 2014

1312045

Bæjarstjórn Akraness samþykkir hækkun framlags til Skagastaða að fjárhæð kr. 5.000.000,- og samsvarandi lækkun á fjárhagsaðstoð.

Samþykkt: 9:0.

8.Styrkur til meistaraflokks kvenna hjá Knattspyrnufélagi ÍA - 2014

1312046

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag til meistaraflokks kvenna hjá Knattspyrnufélagi ÍA að fjárhæð kr. 1.000.000,- vegna góðs árangurs á árinu en liðið vann sér sæti í úrvaldsdeildinni og er á ný komið í röð þeirra bestu.

Samþykkt: 9:0.

9.Bygging gróðurhúss við Fjöliðjuna 2014

1312047

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag að fjárhæð kr. 8.000.000,- til byggingar gróðurhúss við Fjöliðjuna. Fjárhæðin verði hluti af fjárfestingaráætlun Akraneskaupstaðar 2014.

Samþykkt: 9:0.

10.Fjárveiting til Vitans 2014

1312038

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð, kr. 600.000,- til að halda Akranesvita opnum sumarið 2014. Starfshópi í atvinnu- og ferðamálum er falið að útfæra tillöguna, meðal annars með tilliti til gjaldtöku í vitanum.

Samþykkt: 9:0.

11.OR - bygging nýs hitaveitugeymis á Akranesi

1312081

Orkuveita Reykjavíkur gerir í bréfi sínu dags. 9. desember 2013, grein fyrir fyrirhugaðri byggingu nýs hitaveitugeymis á Akranesi. Óskað er eftir samstarfi við Akraneskaupstað um staðarval, breytingar á skipulagi og leyfismálum.
Akraneskaupstaður mun halda íbúafund á fimmtudaginn 12. desember n.k. kl. 20:00.

Til máls tóku: ÞÞÓ, SK, EBr.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að endurskoða fjárfestingaráætlun fyrirtækisins með það í huga að undirbúa byggingu nýs heitavatnsgeymis sem mun taka 6000 rúmmetra af vatni en núverandi tankur tekur 2000 rúmmetra. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar leggur þó áherslu á að þegar verði hafist handa við að leita að framtíðarlausn varðandi hitaveitumál á Akranesi. Í því felst bæði að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni í nágrenni Akraness og að flýta endurbótum við Deildartunguæðina eins og kostur er.

12.Bæjarstjórn - 1179

1311019

Fundargerð frá 26. nóvember 2013.

Til máls undir lið nr.3 mál nr. 1305212 tóku: EBr, bæjarstjóri, SK, GPJ, GS.

Dagný vék af fundi kl. 18:21

Fundargerðin staðfest 8:0

Dagný kom inn á fund 18:23.

13.Bæjarráð - 3205

1311020

Fundargerð frá 27. nóvember 2013.

Til máls undir lið um lið 8 mál nr. 1311117 tók: ÞÞÓ og bar fram tillögu um afgreiðslu sem ekki hefur verið gerð samþykkt í bæjarstjórn um þennan lið.

Samþykkt 9:0

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 3206

1312003

Fundargerð frá 4. desember 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd - 102

1311024

Fundargerð frá 2. desember 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 129

1312001

Fundargerð frá 3. desember 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Framkvæmdaráð - 110

1311016

Fundargerð frá 21. nóvember 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 - ráðstöfun fjármuna

1312029

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja, áhalda og húsbúnaðar hjá stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 16.545.000,- sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu úr, til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.

Samþykkt: 9:0.

19.Fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2015-2017.

1308093

Bæjarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar að breytingum við fjárhagsáætlun, sbr. meðfylgjandi tillögur bæjarstjóra, þannig að rekstrarafkoma samstæðu verður samtals 433,1 m.kr. í rekstrarafgang vegna áranna 2015-2017. Handbært fé rekstrarsamstæðunnar í árslok 2017 vegna tímabilsins 2015-2017 verður samtals 498,7 m.kr.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, EBr, bæjarstjóri, ÞÞÓ, GPJ, GS, SK.
Fyrir liggur breytingatillaga við fjárhagsáætlun þannig að rekstrarafkoma samstæðu verður samtals 433,1 m.kr. í rekstrarafgang vegna áranna 2015-2017 og handbært fé samstæðunnar í árslok 2017, vegna tímabilsins 2015-2017 verður 498,7 m.kr.
Breytingatillagan samþykkt: 9:0.
Áætlun í heild sinni borin upp og samþykkt: 9:0.

20.Álagning gjalda 2014

1312022

Bæjarstjórn Akraness samþykkir eftirfarandi breytingartillögu á álögðu útsvari vegna launa ársins 2014, með fyrirvara um að breyting verði gerð á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem heimila breytingu á leyfilegu hámarksútsvari:
"Álagt útsvar verði 14,52% í stað 14,48% vegna launa ársins 2014."
Tekið skal fram að komi til hækkunar útsvars um 0,04% verður samsvarandi lækkun á álagningarhlutfalli tekjuskatts hjá ríkinu þannig að ekki er um viðbótarskattlagningu að ræða á íbúa Akranesskaupstaðar.

Samþykkt: 9:0.

21.Þjónustugjaldskrár 2014

1312023

Bæjarstjórn Akraness samþykkir eftirfarandi breytingartillögu varðandi þjónustugjaldskrár:
"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að halda þjónustugjaldskrám Akraneskaupstaðar óbreyttum frá árinu 2013 að undanskildum sorphirðugjöldum."

Samþykkt: 9:0.

22.Fjárfestingaráætlun 2014

1312024

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 290.000.000,- vegna ýmissa framkvæmda á árinu 2014. Um er að ræða gatnagerð frá Innnesvegi inn á Sólmundarhöfða, kostnað vegna fráveitu- og regnvatnslagna, eldhúsaðstöðu í Grundaskóla, gatnagerð í gamla miðbænum, seinni áfanga í endurgerð Akratorgs, húsnæðismál fyrir félag eldri borgara á Akranesi, vegna byggingar vélageymslu á golfvellinum, vegna byggingar gróðurhúss við Fjöliðjuna og til byggingar bátaskýlis fyrir byggðasafnið í Görðum. Framkvæmdaráði er falið að koma með tillögur að sundurliðun fjárfestingaráætlunar og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi.

Samþykkt: 9:0.

23.Framkvæmdaáætlun 2014

1312025

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 78.024.000,- vegna ýmissa framkvæmda við viðhald og rekstur gatna, göngustíga og opinna svæða á árinu 2014. Framkvæmdaráði er falið að koma með tillögur að framkvæmdaáætlun og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi.

Samþykkt: 9:0.

24.Viðhald fasteigna 2014

1312026

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 79.340.000,- til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. á árinu 2014.

Samþykkt: 9:0.

25.Stjórnmálasamtök á Akranesi 2014

1312027

Bæjarstjórn Akraness samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006 að gera ráð fyrir framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2014 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi að fjárhæð kr. 1.000.000.

Samþykkt: 9:0.

26.Styrkur til tækjakaupa FVA 2014

1312028

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.000.000,- til Fjölbrautaskóla Vesturlands vegna endurnýjunar tækjabúnaðar á verkstæðum iðnbrauta.

Samþykkt: 9:0.

27.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2014.

1310061

Bréf bæjarráðs dags 5. desember 2014, þar sem fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2014 er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt breytingartillögu bæjarráðs frá 4. desember 2013.
A - hluti
Aðalsjóður
Eignasjóður
Fasteignafélag Akraneskaupstaður
Gáma
Byggðasafnið í Görðum

B - hluti
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
Háhiti
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili 2014
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili 2015-2017

Til máls tóku: Bæjarstjóri, EBr, bæjarstjóri, ÞÞÓ, GPJ, GS, SK.

Fyrir liggur breytingatillaga við fjárhagsáætlun, þannig að rekstrarafkoma samstæðu verður 46,7 m.kr. í rekstrarafgang og 291,5 m.kr. í handbært fé í árslok.

Breytingartillagan samþykkt : 9:0.

Áætlunin í heild sinni borin upp og samþykkt: 9:0.

28.Langtímaveikindi starfsmanna 2014 - ráðstöfun fjármuna

1312030

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir kr. 16.793.000,- í fjárhagsáætlun vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.

Samþykkt: 9:0.

29.Aukning á stöðugildi í barnavernd til eins árs, 2014

1312032

Bæjarstjórn Akraness samþykkir 40% viðbótarstöðugildi vegna aukinna verkefna í barnavernd til eins árs. Endurmeta skal stöðuna við fjárhagsáætlunargerð 2015. Áætlaður viðbótarkostnaður er kr. 2.855.000.

Samþykkt: 9:0.

30.Breyting á stöðugildi og starfsheiti verkefnastjóra á fjölskyldusviði 2014

1312033

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.280.000,- vegna breytingu á starfsheiti og aukningu á stöðugildi úr 80% í 100%. Breytingin er sú að verkefnastjóri á fjölskyldusviði verður deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu og sinnir því starfi í 100% stöðuhlutfalli. Þessi breyting er í samræmi við nýtt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar sem var samþykkt í bæjarstjórn 13. desember 2012 og skipurit sem var samþykkt í bæjarstjórn 27. mars 2013.

Samþykkt: 9:0.

31.Atvinnumál fatlaðra / öryrkja 2014

1312034

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita viðbótarfjárhæð kr. 500.000,- til atvinnumála fatlaðra/öryrkja og heildarfjárhæð í fjárhagsáætlun til þessa afmarkaða verkefnis verði kr. 2.776.000. Stefnan er að á næstu árum fjölgi örkorkusamningum um 2-3 á ári en í dag eru 13 virkir örorkusamningar í gangi. Starfsfólk vinnur ýmist hjá Akraneskaupstað eða hjá fyrirtækjum í bænum.

Samþykkt: 9:0.

32.Fjárveiting vegna sýningahalds í byggðasafninu 2014

1312035

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 500.000,- til Safnasvæðisins að Görðum vegna sýningarhalds í nýja sýningarsalnum sem tekinn hefur verið í notkun í Safnaskálanum. Á árinu 2014 er gert ráð fyrir 10 sérsýningum á vegum safnsins.

Samþykkt: 9:0.

33.Bókasafn Akraness - 150 ára afmæli

1312036

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag að fjárhæð kr. 200.000,- vegna afmælishátíðar Bókasafns Akraness. Stofndagur bókasafnsins er 6. nóvember árið 1864.

Samþykkt: 9:0.

34.Viðburðir 2014

1312037

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita viðbótarfjárhæð kr. 2.200.000,- til viðburða á vegum bæjarins. Heildarupphæð til viðburða á árinu 2014 verður kr. 15.277.000.

Samþykkt: 9:0.

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður haldinn 14. janúar 2014.
Forseti óskaði bæjarfulltrúum og starfsmönnum gleðilegra jóla.
Gunnar óskar forseta og öðrum bæjarbúum gleðilegra jóla.

Fundi slitið - kl. 18:28.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00