Fara í efni  

Bæjarstjórn

1260. fundur 26. september 2017 kl. 17:00 - 17:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1701261

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 22. ágúst síðastliðnum.
Til máls tók IP.

2.Höfði - lífeyrisskuldbindingar

1511324

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. september síðastliðinn uppgjör á lífeyrisskuldbindingum Höfða og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og felur bæjarstjóra að ganga frá nauðsynlegum löggerningum þess efnis f.h. Akraneskaupstaðar.

Bæjarstjóra er jafnframt falið að koma á framfæri við ríkið orðalagi bókunar sem Akraneskaupstaður óskar eftir að verði fylgiskjal uppgjörsamkomulagsins.

Samþykkt 9:0.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

1702004

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 2 á fundi sínum þann 14. september síðastliðinn og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017.

Samþykkt 9:0.

4.Gjaldskrá frístundastarfs

1709080

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 19. september síðastliðinn breytingar á lágmarkstímum til dvalagjalds í frístund á Akranesi. Breytingin felur í sér að lágmarkstímar verði 20 í stað 28. Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á gjaldskrá frístundar í grunnskólum Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0.

5.Gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi (breyting)

1709066

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. september síðastliðinn tillögu að nýrri gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi fyrir árið 2017 og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingar á gjaldskrá Tónlistarskóla Akraness.

Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3220. fundargerð bæjarráðs frá 14. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

69. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 19. september 2017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

69. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. september 2017.
Til máls tóku:
IP um liði nr. 1. og nr. 10.
EBr um liði nr. 1 og nr. 10.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

65. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. september 2017.
66. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 20. september 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2017 - Faxaflóahafnir

1701024

160. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 18. september 2017.
Til máls tók:
EBr um lið nr. 1.
IP um liði nr. 2. og 11.
EBr um lið nr. 11.
IV um lið nr. 11.
IP um lið nr. 11.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00